Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 16

Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 16
12 SPEGILLINN Andlegt Export Co. Þegar frú Hallbjörg Blindskers hefur tekið sérstöku ást- fóstri við eitthvert málefni, sem hún er sannfærð um, að geti orðið menningunni eða sér að liði, þá er hún ekki strax af baki dottin með að starfa í þágu þess. Hún er líka svoleiðis manneskja, að henni nægir ekkert minna en raunhæfar að- gerðir, í hverju sem er. Bollaleggingar og skriverí fullnægja henni engan veginn, og manni hennar raunar ekki heldur. Þetta er athafnafólk, enda sjaldan kosin í nefndir, því miður fyrir þjóðina og alla afkomu hennar. Hallbjörg hefur enn þá skoðun, að það sé mikls um vert, ef Hálfdán fengist til þess að vinna meira í þágu menningar- innar en hingað til, einmitt í krafti verzlunarvits síns og þekkingar, sem ætti að gera hann sjálfkjörinn til að mjálma dálítið um kreppu frammi fyrir þjóðinni sinni, t. d. daginn áður en einhver lúxusbílafarmurinn væri hívaður á iand. En nóg um það, eins og maðurinn sagði. En þótt fyrst væri allt í þoku hjá Hallbjörgu, þá eru línurnar að smáskirast, eftir því sem fleiri staðreyndir koma til sögunnar. — Þú átt einmitt að taka að þér útflutning andlegra verð- mæta, sagði hún við mann sinn um áramótin. — Það fengist alveg ótrúlegur gjaldeyrir fyrir andlegu framleiðsluna okk- ar, ef eitthvað væri unnið að því að koma henni á markað í umheiminum, hinum stóra heimi, en ekki eingöngu smálönd- unum fimm. Þú getur kallað fyrirtækið alþjóðlegu nafni, ef þú vilt. Þér er alveg óhætt að trúa því, að markaðurinn er- lendis er óendanlega stór. — Veit ég það, Hallbjörg mín, að til eru stórir markaðir. En hitt veit ég líka af langri reynslu, að heppilegar vörur hafa sína þýðingu á þeim vettvangi. — Það er svo sem auðheyrt, að þú ert ókunnur andlegu mörkuðunum. Þar kemur sú verzlunarþekking til greina, sem er furðu ólík þinni. Þú heldur að þessi andlega afurðasala byggist fyrst og fremst á vörugæðum, en þar ertu kominn út af sporinu. Við getum bara tekið þetta sem íslenzkan iðnað og látið gæðin sigla sinn sjó. Það merkilega er, að verzlunar- gildi þessa iðnaðar byggist alls ekki á neinum listrænum sjón- armiðum. Okkar menn ættu því að standa sæmilega vel að vígi, ef við aðeins gætum aukið framleiðsluna og umfram allt komið henni á markaðinn. En til framleiðslunnar þarf vitanlega örlítið af því, sem kalla mætti andlegar kapítal- vörur, svo sem eins og nótnapappír, því hér er fyrst og fremst um músík að ræða. í raun og veru er hún eina andlega verð- mætið, sem okkar menn geta framleitt. — Mikið segir þú, kona góð, sagði Hálfdán. — En fyrst að þessi svokölluðu listrænu sjónarmið eru eiginlega engin sjónarmið í þessu tilliti, þá ætti vitanlega að vera hægara um vik. Mér hefur skilizt á þér, að einmitt þar liggi hundur- inn venjulega grafinn. — Það sem ég segi er ekkert hjóm. Ég vildi bara að þessi yfirvöld, sem allsstaðar eru að flækjast fyrir sannri menn- ingarviðleitni, væru jafn glögg á þessi sannindi og ég, eða fengju mér hreinlega menningarmálin til yfirráða. Hvernig er ástandið? Innflutningurinn listlausar andlegar afurðir, sem enginn hefur raunverulega lyst á, en útflutningurinn enginn, í stað mikilla andlegra verðmæta, sem ekki komast einu sinni á pappírinn, þar sem hann fæst ekki, og auk þess vantar okkur nótnamann á heimsmælikvarða, til þess að koma þeim á hann, ef til kæmi. Er nokkur heil brú í svona ráðsmennsku allra ráðanna? — Mummumm, sagði Hálfdán og blés út úr sér fagurleg- um havanareyk. — Þú tekur ekkert eftir því, sem ég er að segja. Horfir bara reykjandi út um gluggann, rétt eins og menningin væri þér óviðkomandi og þú værir ráðherra eða gjaldeyrisyfir- vald, sem ekki geta hugsað sér dal eða pund fyrir annað en fisk. Þú ert of mikill þöngulhaus, Hálfdán minn. — Þessi þöngulhaus hefur þó aflað nokkurra verðmæta hingað til, þótt þau séu ekki ýkja andleg, og nú á þessi sami þöngulhaus von á nýju samgöngutæki með Dettifossi upp úr áramótunum. Hvað segirðu um það, kona góð? — Það verður þá ekki fyrsta samgöngutækið, sem þú eign- ast, svaraði Haílbjörg. — Til þess þarf ekki svo ýkja miklar gáfur né skilning á andlegum gjaldeyrismöguleikum, sem gætu þó veitt okkur margfalt fleiri samgöngutæki en nokkru sinni fyrr. Þetta er líka metnaðarmál, skal ég segja þér, engu síður en að ná í kross. Krossinn gleymist og maðurinn með, ef annað merkara kemur ekki til. Þér væri það ómetanlegur heiður í framtíðinni, að hafa barizt ótrauður við hlið konu þinnar fyrir menningu þjóðarinnar og bættum verzlunar- jöfnuði á því sviði. — Þú ættir að skreppa á gömlu meistaraverkasýninguna síðdegis í fyrramálið, og fá þessar grillur úr þér, með því að horfa á allt það dót, hvort sem það er nú ekta eða ekki, sem engu máli skiptir. — Ef þú værir þá svo listrænn og stórhuga að gefa mér fallegu myndina eftir hann Tizian, en það er víst ekki því að heilsa, að ég fái að slá hinar frúrnar jafn eftirminnilega út. Ef þú bara vissir, hve mörg kíló tónskáldin okkar geta fram- leitt af músík, og er það væri nú allt látið á renniböndin í útlandinu------ — Þá annast systurstefin um að dalirnir og pundin renni til okkar í staðinn, bætti Hálfdán við. — Heldurðu virkilega að ég hafi ekkert verzlunarvit ? Ég gæti orðið þingmaður þess vegna og meira til. — Ætli ekki það, svaraði Hallbjörg. — Ekki varð menn- ingaráhuginn þér samt að falli í kosningunum. En geturðu ekki séð neitt hagkvæmt við það, að við flytjum tónlist út, þá fáum við oft og mörgum sinnum gjaldeyri fyrir sömu vör- una, alveg eins og útvarpið okkar borgar stórfúlgur fyrir sömu plöturnar, sem það skoppar ár eftir ár. — Þú hefur áreiðanlega lesið einhvern pistil nýlega, Hall- björg mín, því ég er alveg hættur að botna í þér. Þú hefur þó aldrei lesið Tímann? Eitthvað eftir þennan, hvað hann nú heitir, þessi vielvonsichredenmachende ? — Ég skammast mín ekkert fyrir það, skal ég segja þér. En þú ert þó líklega ekki farinn að gefa þig á tal við þýzkar, fyrst þú ert að sletta þeirra máli? — Engin skömm væri mér að því, ef einhver þeirra væri óútgengin, sagði Hálfdán og leit út um gluggann. Bob á beygjunni.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.