Spegillinn - 01.01.1950, Page 12

Spegillinn - 01.01.1950, Page 12
a SPEGILLINM En mér £innet mega taka til athugunar- úthlutun sokkabandabelta eftir mati, þ. e. að 2 tilkvaddir menn séu Landsyfirlýsing Nr. 1f195Ö frá Jóni Stefs Eins og menn sjá, er þetta fyrsta landsyfirlýsing vor á ár- inu. Fleiri koma síðar. Ástæðan fyrir því, að vér nú höfum númerað þær er ekki sú, að vér viljum keppa við skömmtunar- stjóra að auglýsingaf jölda, heldur af hinu, að landsmenn og yfirleitt neytendur hljómlistar hafa enn ekki fengið hinn rétta skilning á verðmætum þeim, sem í hljómlistinni felast, og hafa hingað til öllu heldur þrjózkast við að greiða hin andlegu verðmæti fullum gjöldum. Þeir hafa sem sagt frem- ur verið neitendur (með einföldu i) hljómlistarinnar en neyt- endur. Vér leyfum oss því hér með að benda enn einu sinni á nokkrar einfaldar staðreyndir um hin andlegu verðmæti. 1) Eigum vér, sem tónlist framleiðum, nokkur hundraða klukkustunda flutning af óútgefnum, óprentuðum, óskrifuð- um og óhugsuðum tónsmíðum. Ætti öllum hugsandi mönn- um að vera það ljóst, hvílíkur ógrynnis-fjársjóður liggur þar fólginn í jörðu. 2) Ættu menn að sjá, ef fjársjóðurinn væri grafinn upp og settur á erlendan markað, hvílíkir feikilegir möguleikar eru þar fyrir hendi fyrir útflutningsverzlun vora. Tónlist gæti þá orðið okkar aðalútflutningsvara í staðinn fyrir fiskinn, enda sýnist oss af síðustu fréttum, að ekki líti rétt dáindisvel út fyrir fiskmarkaðnum. títflutningur á tónlist hefur líka þann kost fram yfir fiskútflutninginn, að til hans þarf ekki að verja nema litlum skipakosti, einkum hinna óskrifuðu verka, og sparar það þjóðinni bæði mikil útgjöld og gjald- eyri. Eins ætti tónframleiðslan að vera miklu tryggari en fiskframleiðslan, því að síldin getur brugðist, en rímnalögin ekki. Og úr því að ég minnist á rímnalögin, þá hef ég hugsað mér að fyrir þau yrði gefinn frjáls gjaldeyrir, svo að af þeim gæti komið góður gotupeningur. 3) Segja. menn, að klassisk tónverk seljist ekki strax. Það er einmitt hið góða við þau. Því dýrmætari verða þau, er nokkur hundruð ár eru frá liðin. Þannig getum vér um leið búið í haginn fyrir óbornar kynslóðir, því að þær þurfa líka að borða og klæðast og aka í góðum bílum. En þá peninga, sem vér fáum nú, sóum vér aftur í allskonar vitleysu eins og dæmin sanna. Og er því enginn skaði skeður, þótt það drag- ist að koma hinum meiriháttar verkum í lóg. 4) Segja menn, að vér íslendingar getum ekki framleitt neina verðmæta tónlist, sem útlendingarnir líti við. Þá get ég sagt mönnum það, að engir standa þar betur að vígi en vér. Því að það er einmitt lélegasta músíkin, sem er í hæstum prís. Músíkin er nefnilega skipulögð í útlandinu. Þar eru fyrir

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.