Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 14
1D SPEGILLINN 'Y^Æry(yLn>Ly Kæra Gudda mín! Þú veizt náttúrlega ekki að við vorum í Reykjavík um jól- in og ég ætlaði alltaf að heimsækja þig, en mátti svo bara aldi-ei vera að því, af því að pabbi var alltaf að heimsækja einhverja ísafoldarkalla og þurfti endilega að hafa okkur mömmu með til að sýna okkur, en mér þótti ekkert gaman og mömmu ekki heldur, held ég. Einn daginn fór pabbi svo með okkur inn í Lauganes, þarna sem kirkjan er, þú veizt, og sagði að við þyrftum endilega að vera viðstödd þegar kirkjan yrði vígð. Svo komum við að kirkjunni og það var voðalega margt fólk þarna, sem var að rífast við einhverja kalla í svörtum fötum og ég hélt það væru prestar og spurði pabba, hvort allir þessir prestar væru úr Reykjavík, en pabbi sagði bara uss, uss, bjáninn þinn, þetta eru lögregluþjónar en ekki prestar, og þá hélt ég að lögregluþjónarnir ætluðu að messa og hlakkaði svo voðalega til, því að ég hef aldrei heyrt lögregluþjón messa. Svo komumst við alveg að dyrunum og sáum inn í kirkj- una og þar var einhver að vísa fólkinu á sætin eins og í bíó, og mamma fór að tauta eitthvað um sorteringuna á fólkinu og sagði að svona lagað kynni hún nú ekki við í guðshúsi, og pabbi sagði að það væri ekki nema gott að einhver leiðbeindi manni um sætin. Svo ætluðum við inn, en þá kom einn kall- inn og sagði, þið eruð ekki á listanum, ha. Pabbi hélt hann menti ísafoldarlistann og sagði jú, ég er víst á listanum. En kallinn varð bara vondur og sagðist þekkja alla á listanum, og þið eruð bara venjulegt fólk og það er haugalygi í þér kall minn að þú sért á listanum. Nú varð pabbi vondur líka og spurði hvaða fjandans listi þetta væri eiginlega, og kallinn sagði að það væri listinn yfir þá, sem mættu fara inn í kirkj- una, það eru allt saman þekktir menn lasm, ég fékk listann með nöfnunum á beint frá kirkjumálaráðherra, undirritaðan Skálkurinn Tító, hinn aumi og armi „eitraður visni niður í tær“. Þess bið ég með titrandi tár á hvarmi að tilkomi ríki þitt, faðir kær. í mínum allt eins og Brynjólfs barmi byltingarsinnað hjarta slær. Dóri. P. S. Rauði hesturinn er vitanlega hinn kommúnistiski Pegasus. Sami. af biskupinum yfir ísl^ndi. Jæja, jæja, tautaði pabbi og var reiður ennþá, en mamma sagði að það væri sjálfsagt og fall- ega gert að láta þá ganga fyrir, sem mesta þörfina hefðu fyrir að heyra guðsorð, þetta eru náttúrlega prestar og al- þingismenn og ráðherrar og skrifstofustjórar, sagði mamma, og kallinn sagði já, já, og brosti framan í mömmu af því hún skildi aðstæðurnar sVona vel. Svo snérum við bara við og pabbi tautaði eitthvað um það, að það væri svo sem engin furða þótt íslendingar væru heiðnasta þjóð í heimi og þótt víðar væri leitað, úr því þeir fengju ekki einu sinni að koma í kirkju, og ég held að biskupinn ætti að fá lögregluna lánaða til að kenna unglingunum faðirvorið heldur en að sortera fólkið svona við kirkjudyrnar, sagði pabbi, en mamma bara glotti og sagði að það væri nú hlutverk kennimannanna að sjá um kristindóminn. Um kvöldið fórum við pabbi í bæinn til að kaupa jólagjöf handa mömmu, og við fórum í margar búðir og pabbi spurði alltaf hvort það fengist nokkuð hentugt til jólagjafa fyrir miðaldra konur. Okkur var sýnt voða voða margt fallegt og ég hélt alltaf að pabbi mundi kaupa, en pabbi spurði alltaf, hafið þér ekkert fleira, og keypti svo ekkert. í einni búðinni vorum við lengi að skoða allavega dýr úr gifsi og ég hélt endi- lega að pabbi ætlaði að kaupa einn hundinn, en pabbi sagði bara að þetta væri eiginlega ekki hundur heldur tík, og svo er hún eyrnalaus líka, sagði pabbi og vildi ekki gifstíkina. Svo fórum við að skoða vellyktandi glösin og stúlkan í búð- inni sagði að betri borgararnir keyptu mikið af þessu fyrir frúrnar og jafnvel kærusturnar, og brosti framan í pabba. Pabbi klóraði sér bak við eyrað og spurði hvað það kostaði og tók minnsta glasið. Áttatíu krónur, sagði stelpan, en stærri glösin eru ódýrari. Þetta fannst pabba grunsamlegt og leit á stúlkuna voða fast og spurði, hvers vegna minnstu glösin væru dýrust, og stúlkan sagði að það væri langbezt lyktin úr minnstu glösunum, það væri sko lyktin, sem væri svona dýr. Þá vildi pabbi fá að þefa úr glösunum og stúlkan skrúfaði tappann af og pabbi rak andlitið alveg ofan í glös- in og saug voðafast upp í nefið. Já, já, sagði pabbi svo, það er bezt lyktin úr þessu litla, en það er nærri því ekkert vatn í því, en stúlkan sagði að það kæmist ekki bæði lykt og vatn í svona lítið glas, þess vegna væri aðallega lykt í litlu glös- unum. Svo keypti pabbi loksins glasið og við fórum út og pabbi fór að tala við mig. Sagði hún ekki betri borgarar, ha. Þið verðið að nota þetta báðar, Stebba mín, ha. Kannski hefðum við nú getað fengið bæði kraftmeira og ódýrara vel-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.