Spegillinn - 01.05.1954, Síða 10
70
SPEGILLINN
Fyrir utan gluggann var vor í Iofti og hlýtt, þótt mjög
væri áliðið dags. En fyrir innan gluggan á Gróðramel 13
sátu þær Hallbjörg og Mannbjörg og mösuðu um margt
milli himins og jarðar og sumt, sem þar hefur aldrei verið.
Hálfdán hafði skroppið til Rómar til þingsetu, en Díalín
farið út í bæ og hótað að hlusta á danslagakeppnistónleika
Freymóðs í Austurbæjarbíó nálægt miðnætti. — Ég ætla
sjálf að ganga úr skugga um, hvort Mogginn hefur ekki
að venju á réttu að standa, að þetta vafasama menningar-
fyrirbæri láti bara hráslagalega gerfitónlist flæða yfir lilust-
endur og það tvisvar, ef ein umferð nær ekki tilgangi
sínum. Díalín hafði áður leitað álits Hálfdáns á því, hvort
þetta væri virkilega menningarfyrirbæri, en hann svaraði
því til, að það væri svo sem rétt eftir, því þessi svokallaða
menning gæti tekið á sigýmsar skringjlegar myndir, óskiljan-
legar heilbrigðri skynsemi. Díalín er nefnilega það vel á
veg komin, að hún er farin að gera sjálfstæðar rannsóknir
á menningarmálefnum. Hver veit nema Evrópuráðið bjóði
oss upp á styrki til að rannsaka fleira en samstarf Evrópu
á ensku eða frönsku og þá gott að vera í þjálfun.
Hallbjörg og Mannfrörg sátu sem sagt fyrir innan glugg-
ann og mösuðu. Ekki harf að viðhafa mörg orð um smekk-
lefdieitin þarna í stofunni. en á borðið,, er þær sátu og
mÖQnðu við, var breiddur forkunnarfagur dúkur, litaður
í fönrV1im myndum osr mvnztrnm með hinni vandasömu
„.^.„.Un7,ku Batik-aðferð, liinn árrætasti gripur, enda hefði
í»Vki leng'ð á þessu horði að öðrum kosti. — Hvað
nl'tnr hn nm hessa nýju konkretlist, eins og hjá honum
ennrSí Mannbjörg.
— T,’nr álh að h'»n hljóti að eiga mikla framtíð fyrir sér,
ef menningunni hrakar ekki mikið úr þessu, sagði Hallbjörg.
— Mér þykir trúlegt að hann hafi rétt fyrir sér, að eigin-
lega höfurn við verið listalaus hingað til. en nú rætist von-
andi úr því.
Mannhjörg þagði um stund og ígrundaði þetta. Svo vék
hún að öðru og leitaði frétta af Hálfdáni.
— 0, liann er víst í Róm, svaraði Hallbjörg stuttaralega.
— Annars er aldrei gott að henda reiður á, hvar Hálfdán er
niðurkominn hverju sinni. En hvar sem hann kann að vera
þá býst ég ekki við neinum hressandi menningarstraum-
um heim með honum, en þessi ráðstefna er víst hvorki
verri né betri en obbinn af slíkum þingum. Annars get ég
lofað þér að heyra plötu, sem hann sendi mér nýlega og
ætlar útvarpinu og þar gæti hún sosem verið á réttri hyllu
og ekki óhressilegri né ómerkilegri en ýmsar systur liennar.
Gerðusvovel Mannbjörg mín. Og Hallbjörg gekk að fóninxun
og stakk plötunni í hann, svo the master’s voice barst ljós-
lifandi um stofuna, alla leið sunnan úr Rómaborg.
— Góðir Islendingar. Eins og stendur er ég staddur suð-
ur í Róm, sem er höfuðborg Ítalíu og þangað hafa margir
merkir landar farið á undan mér og sumir jafnvel sungið
fyrir páfann, sem þó er ekki merkilegt, nema frá vissu
sjónarmiði. Hér tek ég drjúgan þátt í þingi sameinaðra
fulltrúa frá mörgum þjóðum, fyrir mína hönd og lands
míns, þótt ekki sé ég beinlínis opinher sendill. En þar sem
ég kem sennilega ekki heim næsta hálfa mánuðinn, þá
þykir mér öruggara að senda stutta frásögn heim á plötu,
til þess að fylgja hraða nútímans og góðu fordæmi góðra
forgeneda minna hér á rómarráðstefnum. Þegar maður hef-
ur mikið á hiarta er erfitt að bíða þess, að verða léttari.
Þetta er alhjóðlee; heildsalaráðstefna og liggja fyrir henni
mjög merkileg úrlausnarefni margvíslegra vandamála. Vona
ég að einhver rannhæf verksummerki komi í ljós, þegar
eftir heimkomu mína. Það er semsé nauðsyn að auka við-
skiptin og efla innflutninginn, en þar erum við nú á góðri
leið, þótt ekki sé nema byrjunin og varla það. En mikið
veltur á, að bessi öri innflutningur sé í höndum þeirra, er
til þess hafa mest vitið og reynsluna. Þess vegna má það
ekki dragast. að heildsalar allra landa sameinist og beiti
ég áhrifum mínum mjög í þá átt, alveg eins og Tónskálda-
félagið heima mun hafa sameiningu allra lieimsins tón-
skálda á prjónunum, sem þó er mjög ómerkilegra og hefur
enga hagræna þýðingu. Ég get sem sagt glatt ykkur með
góðum fréttum af yfirstandandi ráðstenfu. Þið getið andað
rólega, því innflutningurinn verður áreiðanlega ókei á
næstunni.
Ekki er ég sérlega hrifinn af Rómaborg. Þarna eru t.d.
heilmiklar rústir inni í borginni, sem þeir kalla Kolosseum.