Spegillinn - 01.05.1954, Qupperneq 13

Spegillinn - 01.05.1954, Qupperneq 13
SPEGILLINN 73 í FJÁRHAGSNEFND öldungadeildar Bandaríkjaþings var fyrir skömmu til umræðu spurn- ingin um það, hvort Margrét Bretaprinsessa reykti smávindla. Var hér ekki um að ræða kaffislúður, heldur í fúlustu alvöru, í sambandi við stórar fyrirætlanir vindlaframleiðenda, ef orðrómurinn pkyldi reyn- ast sannur. Hafa þeir nú í hyggju að leita sér upplýsinga í málinu, eftir diplómatiskum leiðum, og fari það allt að óskum, á að hefja herför á hendur sígarettunum, og hafa prinsessuna að vopni þar sem lungnakrabbinn nær ekki til. Er þessa getið hér vegna þeirra, sem ekki hafa kynnzt nema lágmenningunni að vestan, svo að þeir fái eitt- hvað sýnishorn af hámenningunni, til tilbreytingar. VEÐURSPÁMENN verndaranna á Vellinum höfðu með góðum fyrirvara gefið út spá um, að hér skyldi verða tuttugu stiga frost um páskana, en áður höfðu þeir, með löngum fyrirvara spáð því, að aldrei yrði hér meira en öklasnjór í vetur sem leið, og segir Alþýðublaðið, að það hafi gengið eftir og er því talsvert uggandi er það birti hina spána fyrir páskana. Eftir þessu að dæma ætti bæði Hellisheiði og sjálft hjálpræðið, Krísu-. víkurvegurinn, að geta orðið ófært í öklasnjó, og fer þá að verða lítið úr vetrarbílstjórunum og farartækjum þeirra. Ekki þarf að taka fram, að um páskana kom hvorki tuttugu stiga né annað frost. HANNIBAL flutti á afliðnu þingi frumvarp um „Kvikmyndastofnun Ríkisins", sem skyldi annast allan innflutning kvikmynda til landsins, svo og sýningu þeirra, þar í innifalið að gera bíóin upptæk og ríkiseinoka HÖFUÐSTAÐUR VOR hefur nýskeð fengið góða send- ingu frá höfuðstað Norðurlands, sem sé álftarhjón, sem nú hafa fengið vist á Tjörninni hér. Voru tvenn slík hjón til á Akureyri, en samkomulagið var svo bágborið, að réttara. þótti að stía þeim sundur, en til þess að friðurinn yrði ekki allt of mikill, voru grá- gæsarhjón látin fylgja með í gjöf- inni, sennilega til þess að láta höfuðstaðarbúa rugla saman álft- arungum og gæsarungum, þegar þar að kemur. ARTHUR WILSON, fyrrum hershöfðingi í Bandaríkjaher, hefur gert téðum her glæsi- legt tilboð upp á 100 dollara kontant, fyrir að gefa aðal-skósveini McCartys á kjaftinn. Hefur herinn enn ekki gengið að þessu tilboði, en heyrzt hefur, að hann muni kannske verða til viðtals, ef tilboðið hljóðaði upp á 200 dollara fyrir að gefa McCarthy sjálfum á kjaft- inn. Aðrir segja, að menn dragi sig í hlé vegna þess, að framboðið muni verða svo mikið, að verðlaunin verði ekki nema brot úr senti per kjaft. þau dálítið. Að einu leyti var frumvarp þetta stórum skynsamlegra en Hannibal sjálfum datt í dug. Það hefði sem sé algjörlega losað okkur við ameríska gumsið, sem hér hefur verið mest á boðstólum, þar sem Kaninn vill ekki eiga viðskipti við ríkisstofnanir, eins og dæmið um áburðarverksmiðjuna sannar, og hefði mátt spara lög- gjafarsamkomunni fyrirhöfn með því að benda Hannibali á þetta. FLUGFÉLÖGIN buðu fyrir skemmstu 28 manns til útlandafarar; voru það aðallega menn úr fjárveitinganefnd Alþingis og ýmsir aðrir, sem helzt ráða yfir sárþjáðum ríkissjóði. Margir lögðu þetta þannig út, að félögin vildu með þessu tryggja sér aðstoð þessara máttarvalda, en vér getum upp- lýst, að slíkt er hinn hrapallegasti misskilningur, heldur var förin gerð til þess að sýna svart á hvítu, að allur þessi mannskapur mætti alveg missa sig úr landinu, án þess að það breytti neinu um velfarnað lands og þjóðar. MORGUNBLAÐIÐ flytur á sjálfan sumardaginn fyrsta mikla umvöndunargrein um skrif þau, er samherji vor, Helgi Sæmundsson, hefur látið frá sér fara um danmerkurför þeirra forsetans, og kveður svo að orði, að blaðamaðurinn hafi komið heim á fjórum fótum. Oss finnst ekki nema sanngjarnt þó að krötunum liggi heldur vel orð til frænda vorra, og dæmi eru nú til þess, að annarra flokka menn hafa komið úr dan- merkurferðum skríðandi á maganum og alls ekki borið við að nota fæturna, sízt alla fjóra. ALÞINGI hefur samþykkt frumvarp stjórnarinnar um innflutning á keti í þrjá mánuði á yfirstandandi ári, en þó verður yfirdýralækni falið síð- asta orðið í því máli — og þar með ábyrgðin ef illa fer. Þar eð mæði- veikin mun nú, góðu heilli, vera útdauð í landinu, þykir sýnilega ekki úr vegi að verða sér úti um eitthvað í staðinn — að minnsta kosti þar sem garnaveikin nær ekki til. En gæti það ekki verið úrræði að flytja heldur út þá, sem ekki treysta sér til að búa við lítinn ketskammt í nokkra mánuði, og borga undir þá úr ríkissjóði, sem svarar ketneyzlu þeirra? SLYSAVARNAFÉLAGINU hafa borizt 500 krónur að gjöf, til kaupa á sporhundi, en undan- farið hefur allmikið verið um það rætt í blöðum, að oss hafi allt of lengi vanhagað um þessar þörfu og þefvísu skepnur í dýraríki landsins. Svo illa stendur á, að hin nýju áfengislög vor eru nú í þann veginn að taka gildi, annars hefð- um vér stungið upp á að nota til þess arna gamla þefara, sem und- anfarið hafa legið í letinni, með þeim árangri, að þeffæri þeirra eru sem óðast að ganga úr sér. Að minnsta kosti hafa þeir ekki aðra húsdýrasjúkdóma en þá, sem hér eru þá landlægir hvort sem er.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.