Spegillinn - 01.05.1954, Blaðsíða 17
SPEEILLINN
77
Það mun víst vera tízka um heim allan og ekkert sér-
kenni á íslenzkri menningu, að þegar allt gengur sem mest
á tréfótunum er mest um stofnanir nýrra félaga, og vitan-
lega er þetta ekki nema rökrétt að menn geri sér þá ljós-
ara en ella nauðsynina á að lijálpa hverir öðrum.
Líka gæti það verið vorinu að þakka, með tilheyrandi
vorúða, að undanfarið hafa nýjar félagastofnanir gengið
yfir þjóð vora eins og skriðufall, en annars skiptir ástæðan
engu máli: aðalatriðið er hitt, að félögin séu stofnuð og
komi í útvarpinu, með nefndum nöfnum þeirra, sem eru
svo lukkulegir að komast í stjórn („en liana skipa
I síðasta blaði voru var bent á hættuna, sem félag ein-
söngvara gæti haft í för með sér fyrir einsöng í landinu,
en sem betur fer er ástandið ekki eins slæmt í öðrum nýjum
félögum, svo sem félagi sálfræðinga, sem nýlega hefur verið
stofnað. Þó er sá gallinn á því félagi, að stjórn þess hefur
ekki komið í útvarpinu, og bendir til þess, að sálfræðingar
séu yfirlætislausir menn — eins og vér reyndar vissum áður,
af ýmsum dæmum. Eða það gæti þýtt það, að félaginu hafi
ekki lánazt, enn sem komið er, að kjósa sér stjórn og þurfi
kannske að efna til nýrra kosninga, eins og í Kópavogi.
Einnig hefur verið stofnað fyrir skemmstu félag leik-
húsgagnrýnenda, og satt að segja er alveg óskiljanlegt, að
slíkur félagsskapur skuli ekki vera kominn á fyrir löngu.
(Sumir vilja nú halda því fram, að eftir krítíkunum að
dæma, hljóti liann að vera kominn á fyrir löngu). I þessu
félagi eru inntökuskilyrði allhörð, svo að ekki getur hver
ótínd blekblók vaðið þar inn með skítuga skóna. Verða
menn að liafa stundað gagnrýni um alllangt árabil og með
góðum árangri, til þess að vera þarna hlutgengir og enn
harðari eru skilyrðin til þess að komast í stjórn.
Merkasta félagið var þó stofnað á föstudaginn langa —
og sennilega engin tilviljun, fremur en liitt, að lýðveldið
var stofnað 17. júní. Það er félag fyrrverandi ofdrykkju-
manna. Það virðist liafa ýmsa kosti fram yfir stúkurnar,
t. d. eru þar engin félagsgjöld og þar af leiðandi engin
fjármál og ekkert svindl, engir nýir eða gamlir dansar og
þar af leiðandi enginn Freymóður. Einkum þetta síðast-
nefnda getur gert þennan nýja félagsskap skeinuhættan
gömlu reglunni, sem annars má ekki við miklu á þessum
síðustu reynslu- og umbrotatímum. Þeir bjartsýnustu í
þessum nýja félagskap hafa jafnvel verið að 'athuga þann
möguleika að leggja undir sig félögin, sem áður voru nefnd
og efla þannig aðstöðu sína á sem flestum sviðum, en eink-
um leikur þeim þó hugur á að gera frímúrara og oddfellóa
að fyrrverandi drykkjumönnum. Annars er félagsskapur-
inn nú svo ungur enn, að ekki er von, að hann liafi enn
markað nein varanleg spor í þjóðlífinu — en þetta kemur
með tímanum.
Sagt er, að liinn nýi fjármálaráðherra vor líti allar þessar
félagsstofnanir hýru auga, uppá skattlagningu til að gera,
og mjög að vonum, því að. þarna gæti verið upplagður tekju-
stofn fyrir ríkið, en um slíka stofna vanhagar það jafnan.
En þar sem flest félög eru oftast á hausnum, hefur komið
fram tillaga um að efna til merkjasölu til þess að standast
kostnaðinn. Stendur ekki á neinu nema því að finna dag
í almanakinu, sem ekki er þegar undirlagður þessari starf-
semi.
Á HEIMDALLARFUNDI
um handritamálið, fyrir skemmstu, lét Guðmundur G. Hagalín rit-
höfundur svo um mælt, að hann gæti ekki hug-sað sér að stíga fæti
inn í Árnasafn, eins og nú er að því búið. Sló óhug á alla fundarmenn
við þessi orð skáldsins, er þeir sáu fram á, að með þessu móti gæti
orðið tekið fyrir ritstarfsemi höfundarins framvegis, þar með síðara
bindi af ævisögu Þórðar hreppstjóra, sem menn höfðu einkum beðið
eftir með óþreyju.
FANGAHÚS
er nú risið í Borgarnesi, lesum vér í blöðunum, og er því bætt við,
að þetta sé hið mesta hagræði fyrir Borgnesinga. Vér samgleðjumst
Borgnesingum með þennan nýja túrista-trekkplástur og vonum, að
þegar svo nýi Laxfoss er kominn í viðbót, verði þeim léttara undir
fæti í baráttunni við Akurnesinga um túristasálirnar.
Gefið með annarri liendi -
tekið með hinni
I»að var ekki lcngi að koina á daginn, sem spáð haiði
Verið hér í blaðinu i sambandi við skattalækkmi rikisst jórn-
arinnar, að liún myndi ná eftir oðrum leiðuni |n í litla, sem
hún fórnaði með breytingunum á skattalogunum.