Spegillinn - 01.01.1957, Page 13
5PEGILLINN
11
Gleðilegt ár.
Nú er nýtt ár byrjað. Megi það
verða oss öllum gott menningarár.
Þrátt fyrir ýmsar blikur er ég
bjartsýnn. Við erum svo gáfuð þjóð
og okkur tekst jafnvel að leysa
hvert vandamálið öðru vanda-
samara. Og ekki dregur það úr, að
nú er Helgi okkar Sæm. orðinn
réttur maður á réttum stað í önd-
vegi æðstaráðs menningar vorrar,
sem — þrátt fyrir ýmislegt — hef-
ur oft gefið góða raun. Listir vor-
ar munu blómgast áfram þetta ár.
Bráðum kemur Valtýr frá París
með nýja abstraktlínu, reglulega
gróandakraftlínu, þar sem sú
gamla er dulítið farin að trosna
og gæti slitnað, ef eitthvað óvænt
reyndi á. Jón Leifs mun fara á
einhver alþjóðatónlistamót, enda
mun hann enn vera í æðstaráði
alþjóðatónskálda æðri tónlistar og
þarf þá engu að kvíða í músikinni.
Rósinkranz fer að sjálfsögðu út til
að velja eitthvað við okkar hæfi og
máske Vilhjálmur verði svo vænn
að skreppa og kynna sér útvarps-
rekstur með menningarsniði. Ár-
bók skálda kemur vonandi út áð-
ur en jólabókasölunni lýkur og í
listrænni kápu, hvernig raun sem
innihaldið kann nú að gefa. Sendi-
nefndir munu vonandi fara utan á
ýmis menningarmálaþing, sem áð-
ur hefur tíðkast og góða raun gef.
ið. Ætti að veita undanþágu frá
hinum nýju sköttum, er svo brýn
erindi eru, því ekki er það virðingu
vorri samboðið, sem menningar-
þjóðar, að ofskatta andleg verð-
mæti. Innanlands mun gefa bezta
raun, að fara millifærsluleiðina í
enn ríkari mæli en áður. Leikhús
Þjóðarinnar og sinfónía landsins
þurfa að ferðast oftar og víðar en
áður um byggðir landsins og stuðla
að Jafnvægi. En þá þarf fleiri
félagsheimili, sem verða menning-
armiðstöðvar framtíðarinnar, þar
sem unga fólkið getur unað glatt
við skikkanlega tómstundaiðju
milli áðurnefndra heimsókna. —
Jafnframt þarf svo vitanlega all-
marga leikvanga og ætti höfuð-
staðurinn að halda áfram að vera
fyrirmynd á því sviði, sem öðrum,
og leggja elleftu milljónina í sinn
með vorinu. Svona mætti lengi
telja. Störfin bíða og nú byrjum
við með hálfu meiri krafti en um
sama leyti í fyrra.
í annað sinn
Ég held að prentvillupúkinn ætli
að verða einskonar „Ongull í tím-
anum“ í pistlum mínum. Ekki var
ég fyrr búinn að láta hann éta
ofan í sig, eftir beztu forskriftum,
í síðasta blaði, en hann fer aftur
á stúfana með hausavíxlun, sem
alls ekki getur gengið. Guðmundur
er stór og þrekinn naturalistiskur
karl (og ku næstum vera hinn út-
valdi listamaður ríkisins), en Guð-
munda er lítil og nett abstrakt
kona (sem hvergi er getið í fjár-
lögum) og verk þeirra tala greini-
lega ólík tungumál. (Að vísu eru
bæði hinir ágætustu listamenn og
hafa skrif þar uppá. Hann t. d. frá
t/þA-Ð £R AIV£&
f(L ART A&
hAnk ER
ElNN A£ 0S$"
samkvjrint þv> er fi:!!tru> Þjóð
varnar i bæjarstjórn „einn af oss‘
og samkva’nit lögiegu marki og
ancia öllurn umsviíalaust dreginn
1 rhaldsdilktnn Hefir heldur eng
inn gert þrætu út af þvr og mun
urskurður retlavstjorans gilda
um markió. ( T/ M'MM)