Spegillinn - 01.01.1966, Síða 4
ÞjóSviljinn 15.1 ’66.
Þau gleðilegu tíðindi lásum vér í
Þjóðviljanum, að í Baltimore westur
hafi vísindamönnum tekizt að setja sam-
an pillur, sem eyða hvers konar timb-
urmönnum. Hafa pillurnar verið reynd
ar með „góðum og hughreystandi ár-
angri allt frá 1961,“ segir í fréttinni.
Pillurnar verka þá aðeins á „vanalegt
selskapsdrykkjufólk,“ en ná ekki til for-
stokkaða drykkjumanna. Er hér um að
ræða tvenns konar pillur, aðrar rauðar
og hvítar, en hinar bláar (einlitar) og
á að taka þær inn á fastandi maga strax
og maður rumskar eftir sumblið „og
eyða þær þá óþægindatilfinningu á 20-
30 mínútum.“
Því miður eru þessar pillur ekki
komnar á markað hér enn þá, við verð-
um enn um sinn að láta nægja að
dempa svæsnasta hausverkinn með
magriyltöflum og þagga niður í mór-
ölsku timburmönnunum með góðum af-
réttara.
MINNISAUKNING
MEÐ LYFJUM
I blöðum lésum vér að gagnmcrk ráð
etefna er bar nafnið „Hegðun, heili og
lifeinafrœði" hafi verið haldin i Kali-
fomíu westur Var aðalspurning ráð-
stefnunnar um það, hvort hægt væri
að auka minnið (þó aðeins þann þátt
þess, er snertir lærdóm) með innspraut-
ingu lyfja. Höfðu lífefnafræðingar tveir
unnið að rannsóknum á þessu sviði í
S pe g i 11 i n n 4
frítímum sínum, en því miður vitum
vér ekki deili á störfum þeirra utan frí-
tímanna. Gerðu þeir tilraunir með rott-
ur og áttu þær að læra að forðast raf-
lost. Kom i ljós, að sprautuðu dýrin
lærðu þetta eftir tvær til þrjár tilraunir
en þau ósprautuðu ekki fyrr en með átt-
undu eða níundu tilraun Er nú skiljan-
lega nokkur áhugi fyrir því að gera til-
raunir með fólk, en það getur tekið lang
an tíma, því bæði þarf að fá þúsund
manns til að gera tilraunina á, og síðan
þarf nokkurra ára rannsókn til að ganga
úr skugga um, hvort sprautuefnið er
skaðlaust mönnum.
En hugsið ykur bara hve gaman
verður að lifa, ef hægt verðr.r eftir
nokkur ár með einfaldri og meinlausri
bólusetningu, að kenna óllum hugsandi
íslendingum að taka ekki mark á efna-
hagsútreikningum dr. Nordals, jafnvel
strax í fyrstu tilraun. Ég tala nú ekki
um, ef hægt yrði að kenna fólki að var-
ast allar áróðursblekingar stjórnmála-
mannanna, jafnvel þótt það yrði ekki
fyrr en með annarri eða þriðju inn-
sprautingu galdralyfsins.