Spegillinn - 01.01.1966, Síða 6
I
VERTÍÐAR
BYRJUN
Geng/ð á vit útgerðarmarms
Vér aumur sjúrnalisti stjórnarblaðs-
ins Spegilsins álpuðumst inn í vertshús-
ið Holt og hittum þar garnlan útgerðar-
kall úr Eyjum síðan um aldamót, sem
sagt aldamótamann. Hann var í óða
önn að éta logandi Víkingaverð með
kartöflum.
— Ég hélt nú að þú sem ert útgerð-
armaður borðaðir heldur Tóna hafsins
sem hann Tolli brasar, segi ég til að
segja eitthvað.
— Nei takk, ég hef nú nóg af slíku
heima. Ég hef aldrei lagt mér til munns
húm, kall minn. Ég læt ekki svíkja of-
aní mig neitt eiturbras. Ég styð bænda-
garmana og ét þeirra két. Mér hefur
alltaf verið andskotalaust við þá, því
mitt fólk púlaði upp á kúgras í marga
ættliði, þó ég færi að druslast í útgerð
og tapa á henni á hverju ári — í það
minnsta á skattaframtalinu, lasm.
— Bændur, segi ég og æsi mig allan
upp, þessir kallar sem lifa á ríkinu og
hlaða úpp smjörfjöllum.
— Ja, erum við ekki allir ríkisstyrks-
þegar, segir útgerðarmaðurinn. Það veit
enginn lengur hver lifir á hverjum. Ég
er bara ekki ánægður með þessa stjórn
þó ég sé hennar maður, út af bátnum
— þú skilur. Það væri þá helzt doktor
Bjarni og hann Ingólfur sem væru mín-
ir menn. Annars datt mér nú í hug að
Spegillinn 6
kalsa það við hann Emil að selja mér
Hekluna eða Esjuna fyrir si-svon þriðj-
ung af mótorbátsverði ef ég færi út í
transportið. Gylfinn ku ver mest í út-
landinu, enda gildir það víst einu. Og
nú er múrarinn okkar orðinn ráðherra,
hrynji mér allar dauðar lýs úr höfði.
Og þessi nýji Mela-kóngur ku vera gú-
templar. Nei, við íhaldskallarnir sökn-
um alltaf hans Lúðvíks okkar (hann brá
servíettunni upp að augunum), hann
var indælismaður þó hann væri kommi.
Hann spurði bara: Hvað þurfiði mik-
ið? Við nefndum svo bara nógu and-
skoti háar tölur, og alltaf fengum við
það sem við báðum um.
— Hvað er maðurinn að bedrífa hér
í borginni? spurði ég.
— Fávíslega er nú spurt og það í
byrjun vertíðar. Auðvitað að reyna að
fá einhverja skarfa á bátkoppinn, í
Strætinu ef ekki vill betur. Ég geri al-
drei út minn bát með blámönnum, það
er af og frá.
— Er ekki mikill útgerðarhugur í
plássinu? spyr ég.
— Nei, ekki að gera út báta, en það
er mikill hugur í mannskapnum að gera
út bíla. Þeir gera út 600 bíla, lasm, og
nokkrir tugir bætast við með hverju
tungli. Nei, fáir vilja gera út, en marg-
ir vilja kaupa af okkur þessar fisk-
bröndur ef við komumst einhvern tíma
á sjó. Við erum ekki fyrr komnir út
íyrir hafnargarð en þeir hringja og
segja: Við skulum kaupa af ykkur fyrir
hæsta verð. Það er á móti náttúrulög-
málinu þessi helvítis símtöl út á sjó.
Það var ekki í mínu ungdæmi.
— Nakkvat almætra tíðinda, segi ég
til þess að vera hátíðlegur.
— Nei, fjandakornið. Ja, þeir héldu
einhvem stóran fund um daginn til
þess að heimta Tíví af könunum. Hvur
djöfullinn er það eiginlega?
— Það er sjónvarp, segi ég.
— Nú, sjónvarp. Nei takk, ég vil
ekkert sjónvarp til þess að glápa úr
mér glyrnurnar, þær eru ekki orðnar
svo beysnar. Það er nógur kross á mínu
heimili þetta útvarp með sinfóníi allan
daginn og blautu væli á kvöldin. Ég
hlusta bara á veðrið og fréttirnar.
Jæja, nú skal ég segja þér, lagsi, að
þegar ég fór til rakarans míns til þess
að láta klippa höfuð mitt áður en ég
fór til höfuðborgarinnar, þá er hann
titrandi eins og strá í vindi. Hvað er
nú að? segi ég si-sona. Hvað er að seg-
irðu, þeir ætla að tékka mig upp, upp
með öllu klabbinu, stofuna með öllu
saman. Á að hækka húsið? spyr ég. Nei,
nei, það áað lækka það, maður, það á
að henda kjallaranum undan húsinu
mínu til þess að lækka tröppurnar. En
tæknifræðingurinn okkar sem á að sjá
um þetta er týndur og ég vona að hann
finnist aldrei. Og svo reif hann hár sitt.
En mér var sama um það, bara að hann
rifi ekki mitt hár.
— Hvað er að frétta af fiskabúrinu
ykkar skeggjanna?
— O, minnstu ekki á það. Búrið
sprakk og úr því allt. Og nú hristist
maðurinn allur og afskræmdist og sá
ég ekki hvort hann hló eða grét.
— Og svo em nýjar eyjar að hrúg-
ast upp hjá ukkur?
— Já, já, ein kom um hvítasunn-
una, önnur um jólin og sú næsta kemur
um páska. Páll Surtseyjarkappi bíður
með stimpla sína og tól, ef eyjan skyldi
verða blívanleg litla stund. Frímerki
með umslagi ætti ekki að verða undir
100 kalli núna miðað við viðreisn frá
í vor, en þá var stykkið 50-kall. Þetta
er gjafverð. Það er fleira fémætt en fisk
ur drengur minn. Það ku vera mikill
undirbúningur á pósthúsum fyrir inn-
rásina og póstmeistari bíður með tilbúið
heillaskevti handa Páli.
— Nokkuð af menningarsviðinu?