Spegillinn - 01.01.1966, Page 10

Spegillinn - 01.01.1966, Page 10
gleðilegt nýár og þakka þér fyrir við- skiptin á gamla árinu, þegar ég kom til hans daginn eftir þrettándann. — Gleðilegt nýár, og þakka þér sjálf- um, sagði ég. - Ja, ég læt nú nægja að þakka kúnnunum fyrir viðskiptin munnlega, hérna á stofunni, en auðvitað væri nú fínna að senda þeim skiautprentað ný- árskort, sagði rakarinn minn kíminn. — Þú segir nokkuð, anzaði ég. — Þeir kvað gera þetta sumir veit- ingamennirnir, senda þeim kúnnunum, sem þaulsætnastir eru við barinn for- láta nýárskort með myrid af veitinga- húsinu, ásamt kærri þökk fyrir við- skiptin á liðna árinu og beztu óskum um ánægjuleg viðskipti á nýja árinu, sagði rakarinn íbygginn. — Hvaða fjandi eru þeir myndarleg- ir í sér, ég meina veitingamennirnir, sagði ég. — Ojá, það gæti sýnzt svo, en ég hef heyrt, að þessi kveðja frá þeim kæmi sér dálítið illa fyrir surná, ef frúrriar fara að hnýsást í kortið, sem þær auð- vitað gera alltaf, sagði rakarinn og glotti út í vinstra munnvikið. — Jæja, ég hélt að góðum eiginkon- um þætti vænt um að mennirnir þeirra fengju sem flest nýárskort, sagði ég í grandaleysi. — Já, mikil ósköp, undir venjuleg- um kringumstæðum mundu þær gleðj- ast yfir kveðjunni. En það er ekki alveg -sama hvaðan kortin eru. Þær þykjast nefnilega sjá, að það hafi ekki alltaf verið bráðnauðsynleg eftirvinna á skrif- stofunni, sem mennirnir voru að inna af höndum, þegar þeir hringdu heim og sögðust ekki geta komið í kvöldmatinn, ha, ha, sagði rakarinn og hló stórkarla- lega. S p e g i 11 i n n 10 — Ja, svo að skilja; já það mætti segja mér, að blessaðar frúrnar létu sér ekki guðsorðið eitt um munn fara, þeg- ar þær komast að þessu, sagði ég. — Nei, blessaður vertu; (nú lækkaði rakarinn röddina dálítið), þú hefðir átt að heyra havaríið hjá honurn ná- granna mínurn, á næstu hæð fyrir ofan mig. Hann er sko framhaldsskólakenn- ari og hefur látið í veðri vaka að hann sé á kafi í stílaleiðréttingum og þess háttar fram eftir öllum kvöldum, og konan hans alltaf að barma sér yfir því, hvað maðurinn hennar þyrfti að vinna lengi fyrir þessu skítakaupi. En hvað heldurðu maður; um áramótin fær hann þetta fína kort frá honum Símoni í Naustinu, með hjartanlegustu þökkum fyrir viðskiptin á liðna árinu og ósk um ánægjuleg viðskipti framvegis. En það mætti nú segja mér, að það drægi held- ur úr viðskiptunum þar, svona eftir orðavalinu og tónhæðinni hjá frúnni, þegar hún sá kortið; — öllu þessu hálf- hvíslaði rakarinn að mér. — Nú þykir mér týra; það er ekki að undra þótt kennararnir vilji fá sæmi- legan aukapening fyrir stílaleiðrétting- arnar, sagði ég. — Já, ojó, nú en það er svo sem víða pottur brotinn, sagði rakarinn og var nú aftur orðinn grafalvarlegur og á- býrgðarfullur á svipinn. — Það er hætt við því, sagði ég. — Og nú fá þeir ekki mannskap á bátana, útvegsmennimir suður með sjó; allir verkfærir menn fara i alúmínið og á Völlinn. Hvar í ósköpunum endar þetta?, sagði rakarinn og mátti greini- lega heyra umhyggjuna fyrir velferð þjóðarbúsins í röddinni. — O, ég veit ekki; ætli þetta veltist ekki einhvern veginr. áfram hé'r eftir eins og hingað til, sagði ég. — Veltist, segirðu; getur maður ætl- ast til að þjóðarbúskapurinn byggist til frambúðar á einum saman veltingi, ja, ég bara spyr?? Og nú á að fara að flytja inn tilbúin hús, tilbúnar eldhús- innréttingar og tilbúin húsgögn. Það þýðir að húsasmiðir, bólstrarar, mubblu- smiðir og fleiri iðnaðarmenn verða þarf- lausir sem slíkir. Auðvitað væri hægí að manna með þeirn nokkra dalla, en ætli þeir vildu ekki heldur fara í alumínið? Tilbúið danskt bakkelsi er farið að flytja inn, til viðbótar öllu kexinu; og sjálf- sagt verður bráðum farið að flytja inn flatkökur og seytt rúgbrauð, þeir bara hraðfrysta það, eins og bankarnir spari- féð, ef þeir em hræddir um að það skemmist í flutningunum; það þýðir að bakarar og brauðgerðarhús mega niður leggjast hér; nú, bakararnir geta náttúr- lega farið á Völlin, ef það er ekki hægt að gera úr þeim opinbera starfsmenn, og auðvitað má breyta bakaríunum í sjoppur með kvöldsöluleyfi. — Hér tók rakarinn sér málhvíld og dæsti við, en ég notaði tækifærið til að skjóta inn at- hugasemd. — Það verður nú samt erfitt að út- rýma rökuranum með innílutningi, sagði ég og glotti. — Já, og þó; ef farið verður að flytja inn fólk í stórum stíl, þá má náttúrlega flytja inn rakara eins og hvert annað fólk. Nú, og svo má auðvitað gera það að skilyrði, að innflutta fólkið sé ný- klippt, þegar það kemur og verði sjálft að sjá um snyrtingu á hári sínu og skeggi hér, sagði rakarinn mæðulega. — Hvaða fjandi ertu svartsýnn, svona i ársbyrjun, sagði ég. — Nú, maður verður að reyna að gera sér grein fyrir ástandinu; eins og nú horfir, bendir allt til þess, að ýmsar starfsgreinar leggist niður hér, jafnframt vantar mannskap á sjóinn og í frysti- húsin. Eiginlega væri bezt úr því sem komið er að flytja inn fólk til allra nýti- legra starfa, en notast við innlent vinnu- afl á skrifstofum, já, og í opinber störf svona yfirleitt, sagði rakarinn grafalvar- legur í bragði. — Væri þá ekki rétt að setja lög um takmörkun á framleiðslu innlends vinnu- afls sem svarar innflutta vinnuaflinu? sagði ég. — Ja, þú segir nokkuð, þetta hafði mér ekki dottið í hug; — það eru fimmtíu krónur — takk, sagði rakarinn minn og dustaði jakkann minn með æfðum og liðlegum handtökum.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.