Spegillinn - 01.01.1966, Page 12
i
„Ella kemur
r í l r //
i tebruar
sagði Vísir hann 12. janúar, og á þar
auðvitað við Ellu Fitzgerald. Hún er
komin af táningaaldri, en er eigi að síð-
ur aufúsugestur, sem mótvægi í öllu
bítlafarginu.
Oss er tjáð, að Ella sé svaka skvísa,
eitthvað talsvert yfir tvö hundruð pund
brjóstmál gífurlegt, mjaðmir talsvert yf-
ir meðallag, aldur óákveðinn. Vér efum
ekki, að Ella mun ylja landsmönnum
um hjartarætur — með sinni hljóm-
fögru rödd.
Spegillinn býður Ellu velkomna.
ÓVENJULEG
1 blaðafréttum lesum vél, að
Einar Ingimundarsoi, hinn ný-
skipaði bæjarfógeti í Hafnar-
firði, hafi afsalað sér þing-
mennsku, frá fyrsta febrúar.
HÆVERSKA
Fyr má nú vera hæverskan,
segjum vér. Það er sannarlega
ekki á hverjum degi, sem mað-
ur fréttir um virðulegan em-
bættismann, sem hafi afsalað
sér þokkalegum bitlingi. Og ekki
minnir oss að hann Guðmundur
1. hafi verið að afsala sér einu
eða neinu, og hafði hann þó orð
ið talsvert margt á sinni könnu.
Reyndar voru nú „settir" menn
fyrir hann til að gegna sumum
embættunum hans til bráða-
birgða.
Varla fréttnæmt
Vísir fræðir oss á þvl, að
gríski skipakóngurinn Stavros
Niavolios eyði hveitibrauðsdög-
unum með fyrri konu sinni, en
láti núverandi konu sína, sem
kvað vera ófrísk, bíða heima all-
an daginn.
Það er nú svona rétt á mörk-
unum, að oss finnist þetta frétt,
hvað þá rosafrétt. Ef manntetrið
hefði látið vera að skila sér
heim á kvöldin og eytt nóttun-
um með fyrri konunni hefði
málið horft öðru vísi við. Vér
hefðum jafnvel verið til með að
hneykslast dálítið á þess hátt-
ar líferni, þótt vér verðum ann-
ars ekki uppnæmir fyrir smá-
mununum, sízt í þessum efnum.
Heiðarlegur stjórnandi
I Mogganum lásum vér á
dögunum, að Balewa, forsætis-
ráðherra Nigeriu, hefði verið
heiðarlcgur og verið virtur
stjórnandi. Dettur oss sízt í
hug að rengja það.
En það er helzl á kollega
vorum, Mogganum, að skilja,
að honum þyki þetta mikil og
einstæð tíðindi. Gæti það bent
til þess, að hér séu heiðar-
legir stjórnendur fremur sjald
gæft fyrirbæri, eða þá að koll
ega vor sé að gefa í skyn, að
stjórnendur hér séu fyrir ann
að meira virtir en heiðarleik-
ann.
S p e g i 11 i n n 12