Spegillinn - 01.01.1966, Qupperneq 24

Spegillinn - 01.01.1966, Qupperneq 24
HAPPDRÆTTIS VINNINGURINN „Það er ég viss um að við vinnum í happclrættinu“, sagði iiún Sigga mín yfii morgunkaffinu einn daginn, skömmu fyrir jól. „Þegar mig dreymir eins og mig dreymdi í nótt, þá bregst sko ekki, að það er fyrir ábata“, hélt hún áfram. „Mig dreymdi að þú varst búinn að gera í rúmið, góði minn, og það sko aldeilis ekkert smávegis, því að það bókstaflega flæddi niður á gólf. Að dreyma svona lagað, hefir aldrei brugð- ist mér. En mig hefir aldrei dreymt svona mikið — svona mikinn skít, góði, svo að þetta hlýtur að vera stórvinning- ur, að þessu sinni“. Ég svaraði víst fáu. Það var svo merkilegt, hvað henni Siggu gat dottið í hug. „Annaðhvort er það hús hjá DAS eða bíllinn hjá Krabbameinsfélaginu“, hélt Sigga áfram. „Héma um árið, þegar við fengum tíuþúsundkallinn hjá Happ- drætti Háskólans, þá dreymdi mig bara svona smávegis í bólinu hans Lilla litla, svo að nú verður það stórvinningur. Það var sigurglampi í augum Siggu. Mér leizt ekki á það. Hún verður fúl- lynd í hálfan mánuð um jólin og fram yfir nýár, bara vegna vonbrigðanna, maður var nú farinn að kannast við hvernig draumarnir rættust hjá henni Siggu. „Þú verður að fá frí eftir hádegið og endurnýja bæði hjá Háskólanum, SÍBS og DAS. Svo verðurðu að kaupa miða í Símahappdrættinu og hjá Krabbameins- félaginu, svo að við eigum alls staðar sjens“. „Ég er nú ekki viss um að ég hafi aura í svona innkaup, góða mín, þetta kostar nú ekki neina smápeninga“, maldaði ég í móinn. „Hvað er þetta maður, fékkstu ekki útborgað á föstudaginn, eða hvað?“, þusaði Sigga. „Þetta er sko öruggt, svo að þér er óhætt að láta okkar síðasta eyrir fyrir happdrættismiða í bili“. Ég hvorki vildi né þorði að standa á móti vilja Siggu í þessu máli, frekar en öðrum. Fékk mér frí eftir hádegið og endurnýjaði og keypti happdrættismiða fyrir röskar tvö þúsund krónur. Það var S p e g i 11 i n n 24 eins gott að halda svona uppátæki leyndu. Fólk myndi halda að við vær- um snarvitlaus, bæði ég og kerlingin. Kannski eru við líka orðin það, gömlu hjónin, maður hva ekki finna sjálfur, þegar maður verður skrýtinn, verður bara ánægðari með sjálfan sig og til- veruna. Það var tilfellið, að mér leið bara orðið ágætlega í seinni tíð, og það sama gæti ég hugsað að væri með hana Siggu, húr. virtist hafa róast talsvert upp á síðkastið. Þetta skyldi þó ekki vera undanfari algjörrar geggjunar. Það voru áleitnar hugsanir, sem á- sóttu mig á leiðinni heim þennan dag. Ég gekk hægt vestur í bæinn í áttina heim, og naut þess að vera einn um hugsanir mínar. Um leið og ég gekk framhjá Elli- heimilinu, kom skyndilega upp í huga mér, að ég hafði ekki heimsótt hann Gvend gamla gogg í háa herrans tíð, þó að ég hefði lofað honum því mörg- um sinnum að heimsækja hann. Við vorum gamlir vinnufélagar, Gvendur og ég, en strákamir kölluðu hann gogg, því að hann var svo fjandi ljótur, svo frammynntur, að það var eins og gogg- ur á honum munnurinn. Það þurfti ekki mikið til að fá viðurnefni. Það væri kannske ekki svo vitlausi og nota tækifærið og heimsækja karlinn, það væri áreiðanlega gustuk, hann átti víst enga ættingja, a.m.k. var hann þá ekki ættrækinn, því að aldrei hafði mað- ur heyrt hann ræða um ættingja sína. Gvendur gamli gat ekki leynt undr- unarsvipnum, þegar ég birtist í gætt- inni. Hann hafði hrörnað nokkuð karl- inn frá því ég sá hann síðast, en augun skutu ertnislega gneystum svipað og áð- ur, og það var þeirra vegna, sem hann var svo fljótur að koma mönnum í orða- skak við sig. En okkur hafði alltaf sam- ið vel í vinnunni okkur Gvendi. Kannski vorum við báðir álíka skrýtnir: Mér hraus hugur við tilhugsunina, vegna þess að mér fannst hann stóreinkenni- legur, og gat þess vegna vart hugsað mér, að ég sjálfur væri álíka. Gvendur tók mér í fyrstu með nokk- urri tortryggni, en síðan tók að rætast úr karli og hann varð að lokum eins ræðinn og ertinn og ég þekkti hann fyrir að vera frá fyrri tímum. Gvendur undi hag sínum ekki sem verst á Elliheimilinu. Hann gat varla búizt við miklum heimsóknum, sagði hann, hann hafði ekki verið að rápa sjálfur í hús til kunningjanna. En ekki gat hann neitað því að honum þótti vænt um, að einhver leit inn, svona til að segja honum eitt og annað í fréttum. Heimsókn hafði hann ekki fengið lengi, enda rnundi hann ekki einu sinni eftir því, hver það var, sem heimsótti hann síðast. Þegar ég gerði mig líklegan til að fara, var eins og Gvendi langaði til að biðja um eitthvað, og hann varð hálf heimóttarlegur, þegar hann bar upp bón sína. Hann var líklega ekki vanur að þurfa að biðja fólk neins. „Heldurðu að þú kaupir nú ekki fyr- ir mig flösku, kunningi. Það er svo asskoti langt síðan ég hefi dreypt á því, að mig hálflangar til að fá mér bragð. Ég hefi bara ekki haft nokkur tök á að biðja neinn um að gera þetta fyrir mig“. Auðvitað lofaði ég að koma með flösku strax daginn eftir. Gvendur hafði ekkert minnst á greiðslu, en það var kannski ekki höfuðmálið, því sá sem hafði efni á að kaupa happdrættismiða fyrir tvöþúsundkall, hafði víst áreiðan- lega efni á að spandera einni brenni- vínflösku á gamla vinnufélaga. Sú yrði nú aldeilis trítil-óð hún Sigga, ef hún vissi þetta. En hún skyldi heldur ekkert fá að vita. Mér fannst Gvendur yngjast um tíu ár, þegar ég rétti honum flöskuna. Hann bað mér Guðs blessunar, en minntist ekki á aðra borgun. En ég gat ómögu- lega verið að reksa í því við karlskömm- ina, svona rétt fyrir jólin. Gvendur lét mig lofa annarri flösku á Þorláksmessu, og þá þriðju fékk hann rnilli jóla- og nýárs. Þegar ég kom með þá fjórðu upp úr nýárinu, fékk ég að vita, að Gvendur hefði dáið þá um morguninn, þrátt fyrir að heilsan hefði verið með allra bezta móti frá því fyrir jól. Jæja, blessaður karlinn. Hann lifði það þá ekki að gera upp við mig flösk-

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.