Spegillinn - 01.01.1966, Page 26
vera í fvlu frá því á Þorláksmessu, þeg-
ai In'ui vissi, að hún hafði engan vinn-
ing lengiff neinu af happadrættunum.
,,Ö blessaður öðlingurinn," hrópaði
Sigga upp yfir sig, þegar ég sagði henni
tíðindin. „Að ég skyldi nú aldrei fara
með kaffi og kökur til hans öðru hvoru
eins og mér var oft búið að detta það
í hug“.
Sigga hefrr svo sem líka verið aö tala
um að reisa minnisvarða um hann Guð-
mund Jónsson.
Maður skyldi annars aldrei fúlsa
yfir góðum draumi.
Tóti.
Billegur helgidómur
Nýjustu fréttir af viðskipt-
um Þórðar á Sæbóli og Sigur-
geirs fógeta eru þær, að Þórð-
ur liefur nú verið dænulur í
tvö þúsund og fimm hundruð
króna sekt fyrir að höndla á
föstudaginn Ianga og páskadag
Ekki er oss kunnugt um að
gengi krónunnar standi með
neitt meiri blóma f Kópavogi
en annars staðar á landinu og
þykir oss sektin næsta smáskít
leg. Og ef helgi nefndra hátíð-
isdaga er ekki nema tvö þús-
und og fimm hundruð króna
virði að mati færustu manna,
sýnist oss varla taka því að
hafa þá i helgra daga tölu ieng
ur. Styrkir þetta lága mat á
hátíðleika langa frjádags þann
grun, sem vér höfðum raunar
lengi alið með oss, að vér sé-
um á hraðri leið yfir í heiðin-
dóminn aftur.
Gólfteppa-
þvottalögur
UMBOÐTMENN
KRISTJÁN Ú. SKAGFJÖRÐ H.F.
REYKJAVIK
Ferðamcinnalandið
Látrabjarg
Komið hefur fram athyglis-
verð hugmynd um að gera Látra
bjarg að eftirsóttum ferða-
mannastað.. Verður þá ekki
amalegt að sjá enska lávarða
siga 'i bjargið til fuglaveiða, með
harðan hatt, einglyrni, yfirskegg
og harðan flibba, i sjakket, rönd
óttum buxum og legghiifum,
með kíki, ljósmyndavél, hagla-
byssu og veiðistöng.
Líknarstofnun
— eða hvað
Sézt hafa útfararauglýsingar,
hvar I stendur: „þeir, sem
vilja heiðra minningu hins
látna eru beðnir að minnast
Hallgrímskirkju eða líknarstofn
ana.“
Manni gæti dottið 1 hug, að
aðstandendur væru í nokkrum
vafa um, að kirkjuskrokkurinn
á Skólavörðuholtinu sé líknar-
stofnun.
Var það furða!
Hið dýrmæta
bland
1 stórmerkri grein á öðrum
stað i biaðinu er borin fram sú
athyglisverða tillaga, að drykkju
menn eða tcmplarar sæmi Bjöm
í Kókinu heiðursmerki sínu fyr-
ir að hafa lengi skaffað þeim
hollt og bragðgott bland í
görótta drykki.
S p e g i 11 í n n 26