Spegillinn - 01.05.1968, Side 12

Spegillinn - 01.05.1968, Side 12
12 SPEGILLINN Þegar Valur vann Benfica VALUR og BENFICA skildu jöfn í marklausum leik, sögðu blöðin eftir hinn sögufræga leik liðanna í Reykjavík í fyrra mánuði. Hér á eftir fara nokkrar glefsur úr dag- blöðunum eftir leikinn, og tekur Spegillinn sér það bessaleyfi að birta þær, enda eiga þær betur heima í honum en á fyrrgreindum stöðum. Athugasemdir í sviga eru Spegilsins. Morgunblaðið: Valsmenn unnu með þessu einn frækilegasta sig- ur sem íslenzkt félagslið hefur unnið .... og þó liðið stæði lang- tímum saman í vörn — kerfinu samkvæmt — ógnaði það til síð- ustu stundar. En staðreyndin er: Ennþá er Valur ósigraður á heima- velli í Evrópukeppni. (Að vera ó- sigraður = að sigra).....press- an á Valsmarkið var ægileg. En hún varð sjaldan hættuleg. Nokkr- um sinnum var Valsmarkið í mikilli hættu......Eitt sinn var knöttur- inn kominn framhjá Sigurði og markið virtist óumflýjanlegt. En þá stakk Þorsteinn Friðþjófsson upp kollinum í markhorninu (ekki getið um hvort það var að ofan eða neðan), og skallaði frá. Ef litið er á leikinni í tölum sést að Benfica- menn eiga 47 skot á mark, yfir og framhjá, en Valur aðeins 3. (Þvi- líkur munur!!). Hermann vann hlutkestið fyrir Val og sókn Ben- fica hófst þegar. (Með hvaða liði lék þessi Hermann eiginlega?) .. . og Hermann á skalla að marki — sem varinn var í horn. (Ekki er get- ið um hvort um kýrhorn eða hrúts- horn var að ræða). Leikurinn er í fullu jafnvægi, þó sókn Benfica sé öllu meiri.....voru sóknar- menn Vals leiknir rangstæðir og þannig runnu upphlaupin út í sand- inn fyrir ekkert. Þarna sást greini- lega munurinn á atvinnu- og á- hugamennskunni......... komst Eusebio í gegn með sendingu Col- una en kiksaði (ekki vitum við hvort það er það sama og „hikst- aði"), og skotið fór framhjá. Litlu síðar komst Eusebio einn innfyrir en skaut framhjá úr dauðafæri. I heild var leikur liðsins (þ.e. Vals) einn sá sterkasti sem félagið hefur náð. (Hverjir voru hinir?). Tíminn: Þeir reyndu ajlt sem þeir gátu. Þrjátíu sinnum skutu þeir að marki, (einhver sagði 47 sinnum), en knötturinn vildi ekki fara inn- fyrir línuna. (Við hvað ætli hann hafi verið hræddur?). Þökk sé Sig- urði, þökk sé Valsvörninni .... Svo vel tókst Páli að fylgja honum eftir (þ.e. Eusebio), að ekkert bar á þessum leikmanni, sem af flest- um ertalinn snjallasti knattspyrnu- maður veraldar í dag. Að vísu komst Eusebio einu sinni í hættu- legt færi í síðari hálfleik, en brást þá bogalistin, sem betur fer!! Hvað skyldi þjálfari Benfica, Otto Gloria, hafa sagt við liðsmenn sína í hálf- leik? Mér þætti gaman að vita það. Eitt hefur hann örugglega sagt: ,,Skrúfið hraðann upp!" Portúgalarnir léku gönguknatt- spyrnu í fyrra hálfleik, sem hent- aði Val mjög vel. Þeim tókst aldrei að veiða Valsmenn út úr vitateign- um og skapa eyðu í honum. Euse- bio hreinlega týndist, Páll sá um það. Einn virkasti maður Benfica var fyrirliðinn Coluna. Hann var allsstaðar á vellinum. (Ja þvílíkt!). tók hornspyrnu báðum megin. Góður leikmaður, en leiðinlega grófur. Núna varði hann eins og engill (þ.e. Sigurður Dagsson), og ég væri ekki hissa á því að Ben- ficamenn hefðu áhuga á honum. Portúgalar eru flestir kaþólskir, svo ekki væri það ósennilegt að þeir vildu engil í markið hjá sér, burt séð frá praktísku hliðinni). Alþýðublaðið: Sigurður Dags- son markvörður, sem stóð sig með mestu prýði og tók þá bolta sem honum voru ætlaðir. (Þó hann færi nú ekki að skipta sér af öðr- um boltum maðurinn). Valsmenn hófu leikinn með sókn, (þarna ber stjórnarblöðunum ekki saman, aldrei þessu vant) og skömmu síð- ar eiga þeir sitt eina og hættu- legasta tækifæri í leiknum, þegar Reynir gefur út á kant til Gunn- steins, sem gefur fallega fyrir til Hermanns, sem skallar naumlega framhjá og var það varnarmaður Benfica sem stýrði knettinum framhjá (skallaði Hermann virki- lega framhjá), svo úr varð horn- spyrna, sem síðan varð ekkert úr. Hættulegasta skotið kom frá Graca af löngu færi og fór hárfínt framhjá. Það er full ástæða til að óska Val til hamingju með leikinn og óska þeim góðrar ferðar til Portúgals á næstunni. Þjóðviljinn: 0—0 jafntefli Vals og Benfica er bezti árangur ísl. knattspyrnuliðs til þessa. Stað- reyndin er sú, að þetta heimsfræga lið, Benfica náði ekki að skapa sér nema tvö veruleg marktækifæri . .. (þarna sézt munurinn á stjórn og stjórnarandstöðu). Benfica hóf leikinn .... Strax á fjórðu mínútu áttu Valsmenn nokkuð gott mark- tækifæri þegar Hermann komst inn í vítateig. (Það hefði betur ver- ið boltinn).....í leikhléi töluðu menn um að í síðari hálfleik fengju Valsmenn að sjá hvar Davíð keypti ölið. En ölið var aldrei keypt. Þó skall hurð oft nærri hælum í síð- ari hálfleik, ekki síður en í þeim fyrri. (Var ölsalan lokuð eða hvað?) .... mínútu síðar áttu Ben- ficamenn sitt bezta tækifæri, þeg- ar Eusebio skaut framhjá af ör- stuttu færi, líklega af markteig. Það er alveg óhætt að fullyrða, að þetta jafntefli er bezti árangur íslenzks knattspyrnuliðs til þessa og það mun gera Val að heims- þekktu liði. V. B. Ps. Lissabon 3.10. 1968 .... 8—1*

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.