Spegillinn - 01.05.1968, Page 16
16
SPEGILLINN
Að undanfömu hafa verið gerðar umfangsmiklar tilraunir til að ná
togaranum Surprise á flot af strandstað. (Vonandi verðum við ekki
svo óheppin að hann verði kominn á flot, áður en þetta birtist á
prenti). Tilraunirnar hafa ekki borið árangur svo vitað sé, en
Spegillinn vill bera fram eftirfarandi tillögu: Hættið að bisa við að
toga togarann út í sjó. Reynið heldur að draga hann upp á þjóðveg-
inn. Þá er hægt að sigla honum fyrir eigin vélaafli til Reykjavíkur, í
næstu stórrigningu!
TILKYNNINGAR
OG FRTTTIR
Geng í hús og ét afganga. Danni Dranni, skáld.
Hefi flutt fóstureyðingarstöð mína að Leynimel 13.
Kobbi Kobba, múrari.
T*ÍLKyNN IN G í
3
OFSAKIR
QHAPPA
É6 | É6 T É6 1
LAS I SPURÐIIHLUSTAÐII
EKKI EKKI * EKKI
FRfmKVÆMDflNEFAJD^^^B
íogIn&h vinstri villu !!
Stúlkan sem auglýst var eftir fyrir tveim vikum er komin í leitirnar.
Partíinu sem hún var í lauk í morgun. Stúikan dvelur nú á Lands-
spítalanum og er ekki talin í bráðri lífshættu.
Það slys varð fyrir skömmu, að maður féll af svissneska skemmti-
ferðaskipinu „ELVIRA“. Sem betur fer var hið bezta veður þegar
slysið bar að höndum. En góðviðrið kom manninum því miður að
litlu gagni, þar eð skipið var í þurrkvi. Fallið var u.þ.b. 20 metrar.
Frá Happdrætti Háskólans: Fjórði hveriniði hlýtur vinning. Kaupið
fjórða hvern miða og hreppið alla vinningana.
Frá Vöruhappdrættinu: Happdrættið er nú glæsilegra en nokkru
sinni fyrr. Hæsti vinningurinn er tólf hæða háhýsi á Austurbrún.
Næsthæsti vinningurinn er átta hæða háhýsi á Vesturbrún.
Viljum kaupa flugvél. Upplýsingar óskast sendar Speglinum, box
594 ásamt mynd . . . af flugfreyjunni.