Spegillinn - 01.05.1968, Side 18
18
SPEGILLINN
TAKTEINAR...
Eigandi m.b. Ásmundar, séne-
versskipsins fræga, hefur nú feng-
ið sinn dóm frá borði Hæstaréttar.
Dómsniðurstaðan er byggð á
einu stórbrotnasta ákvæði Grá-
gásar sem segir: ,,Hver sá far-
viður sem notaður er til smyglað-
gerða skal upptækur ger einkum
þó hafi eigandi hans leigt hann
til fiskveiða". Nú er það á allra
vitorði að stórsmygl hefur átt sér
stað um áraraðir á Fossum og
Jöklum og hvað þau nú heita öll
skipin okkar, en þau hafa aldrei
verið gerð upptæk og stafar það
auðvitað af því að þau eru ekki
farviður heldur mætti kannski kalla
þau far-járn. Kemur hér enn í Ijós
hve lögin eru fullkomin, að geta
nú loksins gómað fyrsta skipið
undir þessum bókstaf. Um anda
bókstafsins þarf ekki að ræða, þar
eru hinir hugumstóru og réttlátu
dómarar fullkomlega í essinu sínu:
eigandi bátsins skal gjalda helm-
ingi þyngri sekt en sjálfir smyglar-
arnir. Sjálfur Salómon hefði ekki
getað gert betur. Það er leiðinlegt
að hæstaréttardómarar skuli ekki
lengur njóta góðs af upptækum
áfengisbirgðum því sannarlega
hefðu þeir átt skilið að fá séne-
verveizlu eftir þvílíkt afrek.
Þegar vasabækur þær sem
tékkhefti nefnast stórhækkuðu í
verði hér á dögunum sátu nokkrir
kunningjar á Skálanum og ræddu
þetta fyrirbrigði. Sumir sögðu að
útgáfukostnaður hefði stóraukizt
og bönkunum veitti sannarlega
ekki af sínu, en aðrir hristu hausa
og fundu engar skynsamlegar
skýringar á þessum óvæntu út-
gjöldum. Magnús Thorberg sem
var einn í hópnum, laumaði þá út
úr sér: Þetta er ósköp einfalt mál
herrar mínir, gúmíið hefur nefni-
lega hækkað á heimsmarkaðinum.
Wilson forsætisráðherra Breta
hefur ekki átt sjö dagana sæla í
sinni stjórnartíð. Ýmist hafa ráð-
herrar hans sagt af sér í mótmæla-
skyni við stefnu hans eða verið
reknir fyrir gleiðgosahátt svo
sem mr. Brán, en margir töldu
hann annars litríkasta karakter-
inn í enskum stjórnmálum. Ofaná
allt þetta basl kemur svo þetta
hneyksli með Hennar Hátign
drottninguna. Einhver úr konungs-
fjölskyldunni hefur í blankheitum
selt Paris Matz Ijósmyndir af Betu
þar sem hún ýmist flatmagar í bæl-
inu eða striplast um á sundbol,
jafnvel er ekki örgrannt að á einni
myndinni sjáist á blúndubuxur.
Raunar kemur á daginn að hátignin
er bara töluvert sexí eftir aldri. En
auðvitað er það himinhrópandi
glæpur að birta myndir af svo hárri
persónu öðruvísi en í fullum
skrúða; hefði svona athæfi kostað
stríð á hendur Frökkum hér fyrr
meir. I síðustu viku gekk það fjöll-
unum hærra í Lundúnum að vafa-
samt væri hvort Wilson myndi
þiggja inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið nú þótt Dugól byði honum í
partíið. En fátt er svo með öllu
illt o.s.frv. Nú síðustu daga hefur
komið á daginn að myndirnar af
Betu hafa orðið til þess að bleik
undirföt og röndótt sundföt hafa
aftur komizt í tízku um víða veröld,
en bara úr ekta enskum efnum, og
eru nú miklar líkur til að það verði
buxur drottningarinnar og önnur
nærföt sem ætla að leysa úr efna-
hagsöngþveiti Wilsonsstjórnarinn-
ar og bjarga þannig heimsveldinu.
Þegar Jósep Stalín féll frá skildi
hann eftir sig tvö bréf til forsætis-
nefndar Kommúnistaflokksins. Á
öðru bréfinu stóð: Opnist ef á-
standið verður mjög slæmt. En á
hinu stóð: Opnist ef ástandið
verður óviðráðanlegt. Liðu nú
tímar og ástandið varð mjög slæmt
og fyrra bréfið var opnað. I
því stóð: Ef þetta er mjög erfitt
skulið þið bara skella allri skuld-
inni á mig. Og enn liðu tímar og
seinna bréfið var opnað. I því stóð:
Úr því þið ráðið ekki við neitt
skulið þið bara stjórna eins og ég.
Fjallkonan er eins og allir vita
ein af þessum dularfullu konum
sem birtast okkur í allskonar gerv-
um, undir allskonar kringumstæð-
um, ein af þessum konum sem
aldrei þvo sér, aldrei sofa, aldrei
láta í sig matarbita, en eru þó allra;
kvenna þekkilegastar og svo út-
sofnar að þær eru sjálflýsandi. En
það er fáum gefin sú hamingja að
hitta slíkar konur, að maður ekki
tali um að komast uppí til þeirra.
Undrun mín var ekki smá þegar
ég rakst á Fjallkonuna í einu stór-
partíi nú fyrir skömmu, uppdubb-
aða í skvísulíki.
Nei sæl verún. Ég hef ekki séð
þig síðan á Þjóðhátíðardaginn
þegar þú komst fram í gervi sveita-
píunnar og fórst með þetta gull-
fagra Ijóð: þar sem hún öxará
rennur yfir Almannagjá. Hvað er
títt?
Sittán og heva sjúss. Ég er sold-
ið í kippnum. Ó ég er svo sæl, ég
er ástfangin.
Og hver er sá lukkulegi?
Hver? Þú heldur þó ekki að ég
láti mér nægja einn? Stöðuglyndi
Hanníbals, látleysi Gröndals, húm-
or Bjarna, bragðvísi Austra-
Manga, sjarmi Gylfa, gjafmildi Ás-
bjarnar, hvað segir það; ég elska
alla þjóðina eins og hún leggur
sig. Ó, allt er svo gott, svo fallegt,
svo heilbrigt og gróandi, allt er á
uppleið, meira að segja búvöru-
verðið.
Og saltfiskurinn?
Baccalá? Ég skil. Maður er ekki
fyrr kominn í stuð en þið menning-
arvitarnir dritið á okkur tittlinga-
skít. Smámenni, en sem betur fer t
fámennir og svo leiðinlegir að það
tekur enginn mark á ykkur. Stór-
stúkan er skárri. Ég er klár á það
að sjómennirnir okkar skilja
manna bezt að einhverjir þurfa að
græða á saltfiskinum, og er þá
nokkuð verra að það sé Islending-
ur á Italíu en Itali á Islandi, svo ég