Spegillinn - 01.05.1968, Síða 22
22
SPEGILLINN
POSTHÓLFIÐ
Mér hefur borizt sýnishorn af
Speglinum í nýrri útgáfu. Ég til-
kynni hér með, að ég vil ekki vera
áskrifandi að blaðinu.
(Undirskrift).
Við lýsum yfir undrun okkar að
sá ágæti maður sem þetta skorin-
orða bréf ritar skuli ekki vilja vera
áskrifandi að Speglinum. En það
er hans tap, (og reyndar okkar líka
því miður), en aldrei er of seint að
iðrast og munum við taka hann
í fulla sátt og senda honum blaðið
ef hann óskar þess.
Ég póstlegg ávísun á kr. 80,00,
krónur áttatíu, í dag til greiðslu á
tveim heftum þessa árgangs og
óska þar með, að vera tekinn af
skrá sem áskrifandi.
Þetta kallar maður nú heiðarleg-
heit, en ekkert skiljum við í mann-
inum að vilja ekki póstleggja 130
krónur í viðbót og fá allan árgang-
inn.
Hér með leyfir bankinn sér að
tilkynna yður .... Afsakið, en
þetta bréf átti nú ekki að lenda i
pósthólfinu, það var eins gott að
við sáum það strax. En hér kemur
sýnishorn úr næsta bréfi:
Sæmilegu útgefendur Spegils-
ins:
Ég saknaði Spegilsins mjög
þessi ár sem hann kom ekki út og
var farinn að líta á andlát hans sem
eitt af þessum menningarfyrirbær-
um sem ekkert þýðir að fást um,
eins og kjarnaáburð, sem drepur
ekki einungis menn og skepnur
heldur einnig gras á túnunum, þ.e.
veldur kali og okkur bændum er
svo sagt að sé jú slæmt, en við því
sé ekkert að gera, þetta sé hans
eðli. — Nú varð ég glaður við þeg-
ar Spegillinn gekk aftur.. . Um
þessi blöð sem þið hafið gefið út
er ekki vert að segja mikið og sjá
hvað setur, þið hafið verið lasnir
og þá taka menn sjaldnast á eins
og þeir geta. Og með frómum ósk-
um um hagstæðan bata hvet ég
ykkur til að láta ekki hugfall-
ast og gera eins og þið getið, ég
borga næstu kröfu.
Með kærri kveðju.
Einum verður auðvelt ris
öðrum þróttur dvínar:
Amor slengdi Onassis
í arma Jakkelínar.
Umboðsmaður almættis
í impotenti sínu
þoldi ekki að Onassis
ætti mök við Línu.
★
Úr mannkynssögunni:
Hanníbal var alinn upp til þess
að verða mikilmenni. Þegar hann
var níu ára sór hann föður sínum
þann eið að vinna allt fyrir föður-
landið. Ungur að árum varð Hanní-
bal mikill hershöfðingi, herkænska
hans var frábær enda lifði hann
sem jafningi hermanna sinna,
nema hvað hann var gútemplar.
Og hann fór suður yfir fjöll og
vann mikla sigra og munaði
minnstu að hann yrði sigurvegari
heimsins. En — hann tók aldrei
Róm. Fræðimönnum kemur ekki
saman um hvaða skapgerðarveila
olli örlögum hans, en þau urðu
dapurleg, samherjarnir sviku
hann og hann drap sig á eitri fjarri
ættlandi sinu sár og saddur líf-
daga.
Húsgögnin frá VÍÐI
eru heimilisprýði
Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin hezt.
Húsgagnaverzlunin VÍÐIR
Laugavegi 166
Arbeiderlexikonen.