Spegillinn - 01.05.1968, Qupperneq 27

Spegillinn - 01.05.1968, Qupperneq 27
SPEGILLINN 27 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA? Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Þessi spurning hefur verið lögð fyrir allflesta þá sem komnir eru til vits og ára, hérlendis og erlendis. Spegiinum kom til hugar að lesendur hans hefðu gaman af að heyra hvað nokkrir strákar, sem hann hitti á förnum vegi, hefðu um þetta að segja. Austur í sveitum hitti tíj Spegillinn lítinn strák, sem stóð við eldhúsborð og % krotaði á blað. Heldur fórst »' strákunum óhönduglega við krotið, en Spegillinn spurði: — Hvað heitir þú góði minn? — Gummi, svaraði strák- ur skýrt og skorinort. — Og hvað ætlar þú að verða þegar þú er orðinn stór? — Ég ætla að verða skáld, mikið skáld og verða frægur um allan heiminn eins og hann Halldór. Næst brá Spegillinn sér vestur á firði og þar hitti hann kubbslegan strák, sem sat við drullupoll og sigldi skipi á pollinum. — Hvað heitir þú vinur- inn? — Ég heiti Hjalli Bárðar. — Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? — Ég ætla að búa til stór skip og sigla á þeim um allan heiminn. Norður á Mel hitti Speg- illinn Ijómandi laglegan strák sem stóð upp á stól og pikkaði á reiknivél. — Hvað heitir þú Ijúfur- inn? — Mangi á Mel. — Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? — Reiknimeistari. Ég ætla að reikna svo mikið að enginn skilji dæmin nema ég sjálfur. Að lokum rakst Spegill- inn á strák sem stóð upp á kassa og hélt ræðu. — Hvað heitir þú væni minn? — Kiddi Tollasíus. — Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? — Ég ætla að stjórna öllu sem ég mögulega get.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.