Spegillinn - 01.05.1968, Side 31
SPEGILLfNN
3t
í
HVERNIG TÚLKA BLÖÐIN SMÁFRÉTTIR?
Spegillinn:
Lúðvík, Eysteinn, Bjarni og Egg-
ert gengu niður við höfn. Eggert
féll í höfnina og Bjarni reyndi að
bjarga honum, en féll þá sjálfur í
höfnina. Eysteinn fór til að sækja
hjálp, en á meðan tókst Lúðvík að
hjálpa þeim félögum upp úr. Þeir
komust fljótt í hús og fengu hlý
föt, en kvefuðust báðir.
Þjóðviljinn:
Tveir skuggalegir náungar féllu
í höfnina fyrir skömmu. í námunda
við þá var þriðji náunginn, litlu
frýnilegri, en hann brást við svo
bleyðilega, að hann hljóp á brott
án þess að aðhafast nokkuð til
bjargar.
öllu göfugmannlegri voru við-
brögð herramanns nokkurs, sem
einnig var nærstaddur. Setti hann
sig í lífshættu mannleysum þess-
um til bjargar. Var það á síðustu
stundu, því mannkertin voru mjög
máttfarin orðin, enda voru þau
varla til stórræðanna, bæði veik-
burða af slæmu líferni.
Morgunblaðið:
Nýlega voru tveir heiðursmenn
á gangi niður við höfn, en í ná-
munda við þá voru tveir skugga-
legir náungar á ferð. Annar heið-
ursmannanna féll út af hafnarbakk-
anum, sennilega fyrir atbeina ná-
unganna tveggja, sem veittu þeim
eftirförina. Félagi hans reyndi að
koma honum til bjargar, en var þá
einnig hrundið í hafið. Það skipti
engum togum, að annar skúrk-
anna réðist að mönnunum með
krókstjaka að vopni, en hinn böð-
ullinn hljóp hlæjandi á brott, til
að sækja liðsauka — liðsauka til
að berja á mönnunum. Mennirnir
í höfninni náðu með snarræði og
hreysti að komast á land, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir hins skugga-
lega náunga að vinna á þeim með
krókstjakanum.
Svo heppilega vildi til, að lög-
reglubíl bar þarna að og náðist til
hrakmennanna beggja. Heiðurs-
mönnunum tveim varð ekki meint
af volkinu, enda eru þeir báðir hin
mestu hraustmenni.
Tíminn:
Fyrir skemmstu voru tveir vesa-
lingar að slæpast niður við höfn,
þegar annar þeirra slangraði fram
af bryggjunni, enda ölvaður mjög.
Félagi hans hugðist koma honum
til hjálpar, en fórst það svo klaufa-
lega úr hendi, að hann stakkst
einnig í hafið. Þriðji leppalúðinn
kom aðvífandi, en horfði aðeins
hlæjandi á og aðhafðist ekkert til
bjargar. Ranghermt var hjá Morg-
unblaðinu, að hann hefði barið þá
með krókstjaka; hann barði þá
með hamri og sigð. Það vildi pöru-
piltunum til happs, að athugull og
greindur maður var nærstaddur
og brá hann við skjótt og sótti
hjálp og er tvísýnt hvernig farið
hefði annars.
Mjög var af manntetrunum dreg-
ið, enda voru þeir varla til stór-
ræða, báðir veikburða af slæmu
líferni.
Alþýðublaðið:
Nýlega voru tveir heiðursmenn
á gangi niður við höfn, en í ná-
munda við þá voru tveir skugga-
legir náungar o.s.frv., (sjá Morg-
unblaðið í gær).
■