Spegillinn - 01.05.1968, Page 32
32
SPEGILLINN
Mörg manneskjan á bágt með
að koma tali sínu víð annað fólk
svo í lagi sé, ýmist vegna feimni
eða þess lítillætis að líta svo á að
, viðræðandinn sé hátt yfir mann
;hafinn og þar af leiðandi snjallari
í viðræðu og öruggur í framkomu.
Við berum hér fram nokkrar ráð-
leggingar til notkunar þessu ó-
framfærna fólki ef það mætti verða
til þess að létta því aðgang að við-
ræðulistinni.
Þegar þú talar við ráðherra er
þér hollt að minnast þess að ráð-
herra er líka maður þó hann líti
sjaldan út fyrir að vera það. Ef
þú átt tal við utanríkisráðherrann
skalt þú tala um innanríkismál því
hann veit meira um þau en nokkur
hinna ráðherranna, en talir þú við
hina ráðherrana skalt þú tala um
utanríkismál því hver um sig er
alveg viss um að hann hefði verið
rétti maðurinn í utanríkismálaráð-
herrann.
Sama er að segja um þingmenn
almennt, nefnilega að þeir eru líka
menn þó að þeir eigi allir sama
drauminn: stól. En þú skalt samt
ekki ræða um húsgögn við þá. Við
mælum með Bingó eða bara
venjulegum fimleikum.
Læknar eru alltaf reiðubúnir til
að ræða málaralist, tónlist eða
leikhúsið, en magasár, drottinn
minn, minnstu aldrei á slíkt við
lækni, því síður að þessi og þessi
aðgerð hafi tekizt frábærlega vel,
því þá líta þeir á þig sem fábjána.
Miljónamæringa og aðra bisnes-
menn færðu áreiðanlega í gang
með því að býsnast yfir því hvað
þeir hafi komið sér áfram án þess
að vera brútal og tillitslausir. Ef
þú byrjar rétt þá munu þeir brátt
úthella hjarta sínu og lýsa fyrir þér
hvað þeir séu góðhjartaðir, Ijóð-
elskir og hvað þeir mundu taka af-
skapiega nærri sér að neita manni
um greiða.
Tónlistarmenn geturðu í hvelli
komizt inn á með því að ganga
beint til verks og segja: Hvort þyk-
ir þér vænna um Bach eða Bítlana.
Eða þú ferð að tala um árekstrana
milli Araba og Israel og innan
stundar eru þeir búnir að sann-
færa þig um að þeir elska bæði
Bach og Bítlana.
Vísindamenn og tæknifræðingar