Spegillinn - 01.05.1968, Side 33
SPEGILLINN
33
eru nokkuð erfiðir viðfangs. Þeirra
áhugamál er kvaðratrót, afstæðis-
kenningin eða sjálfvirkni tölvunn-
ar. Ellegar þá þeir fara út í heim-
spekilegar vangaveltur um mann-
lífið almennt frá sjónarmiði tækni-
aldarinnar. Hyggilegt væri því að
beina talinu strax að kvikmynda-
stjörnum, áfengisbölinu eða tó-
baksreykingum.
Leikkonum kemur maður alltaf í
gott skap með því að segja að þær
séu miklu glæsilegri en maður
hafði gert ráð fyrir úr fjarska ;—
og sá dagurinn er liðinn.
Sjoppueigandinn fær málið ef
þú minnist á skattaránið. Búfræð-
ingurinn vill tala um hross eða frá-
skildar konur. En þegar þú mætir
arkitekt er betra fyrir þig að þekkja
eitthvað til Asuanstíflunnar eða
þróunarsögu Borgarspítalans. Allt
geta þetta verið þægileg umræðu-
efni ef þú gætir þess að blanda
ekki laxveiðum í málið.
Blaðamenn eru ætíð reiðubúnir
til að spjalla um kollegana einkum
ef barþjónar heyra til. Sama mætti
segja um prestana nema hvað
þeirra tal snýst allt um ágæti með-
bróðurins. Skáld og rithöfundar
tala aftur á móti aldrei illa um ná-
ungann nema á tímum úthlutunar,
enda er þeim sama hvort þeir tala
um geimskot eða ostagerð. Þeir
vita allt. En varastu að bjóða þeim
sjúss ef þú vilt ekki missa af jarð-
arförinni hans frænda þíns.
Stjörnufræðingar, skákmenn,
golfleikarar, bifvélavirkjar, sjón-
varpsmenn eru auðveldir viðfangs.
Þú skalt bara ræða við þá um
stjörnufræði, skák, golf, bíla, sjón-
varp. Ungmeyjar tala mikið um á-
sigkomulag ungmeyja — það gera
lögfræðingar Iíka.
Þú skalt ræða um launakjörin
við starfsmenn ríkis og bæja og
þó einkum að viðræðandi þinn
skuli ekki vera í miklu hærri launa-
skala. Ef þú er ekki of tímabund-
inn getur þú líka skemmt þér vel
með því að undrast yfir því hvern-
ig ríkið getur alltaf valið úr beztu
starfskröftum þjóðarinnar fyrir
þetta skítakaup.
OSRAM
HUGMYND
er góð HUGMYND!