Spegillinn - 01.11.1970, Síða 5
í þeirri sveit, hvar lengst hefur
loftað undir menningu á Is-
landi, varð mönnum tíðförult
milli bæja, þegar líða tók á
sláttinn. Léttfættir boðberar fóru
dagfari og náttfari um alla sveit
með tvíræðar orðsendingar.
Eggjan lá í hverju orði. Síma-
línur glóðu rauðar undan lág-
væru skrafl á kvöldin. Vigorð
flugu á dulmáli manna í millum.
Þar sem sveitungar hittust, skutu
augu gneistum. Nú skyldi helvízk
virkjunarmafían á Akureyri fá
það óþvegið.
Þarna var í deiglu sú innan-
sveitarkróníka, sem ekki yrði á
valdi neins Nóbelskálds að skrá.
Allt varð kyrrt við Súezskurð um
stund. Nasser og Dayan sömdu
vopnahlé af einskærri kurteisi
við þessar væringar norður í
Mývatnssveit, þangað sem augu
alheimsins beindust rétt einu
sinni.
Inni í skemmu stóð bóndi við
afl og skaraði í glóð. Þar voru
bitjárn í deiglu, oddhvassir pálar
hertir í óspjölluðu vatni. Hverfi-
steinar brýndu hvassa egg á reku.
Strákar lágu undir traktorum og
jeppum á hlaðinu. Klíndu þykkri
feiti í koppa og legur.
Kerlingar höfðu belgvíða potta
yfír hlóðum, sköruðu eld að
skökum, drápu smjöri á brauð,
tróðu mali fulla.
Gamlingjar steyttu hnefa út í
vindinn og tautuðu formælingar.
Smádrengir sprændu hæð sína
af monti. Hundarnir geltu í for-
akt að öllum utansveitar.
Svo bar það til tíðinda í Mý-
vatnssveit, að kerling nokkur
andaðist í hárri elli. Ekki var
vitað til, að hún ætti skyld-
menni mörg né venzlafólk þar
um slóðir. Fjölmenni varð hins
vegar svo mikið við útförina, að
það yrði engu meira, þótt þrír
þjóðhöfðingjar hlytu greftrun
samtímis.
Undarlega komu menn búnir til
kirkju. Höfðu þeir sitthvað inn-
anklæða. Sá þar blika á járn
undir hverri skikkju. Fáir lögðu
eyru að orðum prests, enda voru
þau fá. Klerkurinn bar óvenju-
hratt yfir bænir og tíðakjörð.
Þegar hann gekk úr kirkju, svipti
hann hempunni af filmukassa,
hinum fágætasta grip. Tók hann
að hlaða vopn sitt.
Aldrei hefur vígreifara lið geng-
ið til erfisdrykkju eftir aldna
konu. Rökkvað var orðið, þegar
hetjurnar lyftu rósóttum kaffi-
bollum og supu orustuskálina.
Eysteinn frá Arnarvatni var sjálf-
Fógeti sagðist engin lög vilja hafa utan hnefaréttinn
SJÖ KORTÉRA STYRJÖLD
MÝ VETNING A
skipaður Arafat þeirra Mývetn-
inga. Hann er vel að manni,
snareygur og rangeygur, orð-
Garði. Hánn yrti ekki á menn,
nema í ljóðum, skáld af skáld-
um kominn og kvæntur skáldi.
I því liði voru hetjur margar og
ekki beygilegar, Grænir og Bald-
ar, Gautar, Álftungar og Skútar,
Garðsmenn og Vogungar. Þeir
þustu fram eins og úlfar og
stefndu niður að á.
,,Blessuð sértu sveitin mín“.
Hvern andskotann eru þeir að
vilja með kísilgúrfabrikku, sem
spýr eitri um þig alla? Hvað eru
þeir að senda á þig ameríska
auðhringa til að drepa fuglalíf
og myrða mýið, svo að silungur-
inn sveltur?
„Engið, íjöllin, áin þín“. Dríslar
og djöflar hafa bruggað þér vel-
ráð. Hver er að hefta framgang
þinn með stíflum og fyrirhleðsl-
um? Megi rennsli þitt ná að
ósum, óhindrað af túrbínum
andskotanna. Við munum brjóta
af þér hlekkina og sökkva fénd-
um þínum í hylina, þar sem þeir
mega kafna úr eimyrju og ólyfj-
an, eins og silungurinn, sem þeir
hafa drepið.
5