Spegillinn - 01.11.1970, Qupperneq 9

Spegillinn - 01.11.1970, Qupperneq 9
SMÁAUGLÝSINGAR Sálfræðingur óskast til að lækna ofsóknarbrjálæði starfsmanna minna. Þarf að vera þýzk- menntaður og hafa starfað í fangabúðum, svo að hann þekki andrúmsloftið hjá okkur. Slökkvilið Sveins á Vellinum. Óskum eftir lélegri trillu, sem hægt er að gera út til flóa-, djúp- og póstferða á kostnað ríkisins. Steindór og Matthías. Allir viðskiptavinir Landsíma íslands eru beðnir að muna eftir prósentunum í þágu bættr- ar þjónustu. Yflrmenn Landssímans. Óska hér með eftir einhverjum almennum samtökum til að demonstrera í. Er þaulvanur formennsku í hvers konar fé- lögum. Gott væri, ef viðkom- andi samtök gætu opnað leið inn í pólitíkina. Arinbjörn Kolbeinsson. Ljóstæknifélag íslands vill benda á, að flest hótel í ná- grenni Reykjavíkur hafa of mikla lýsingu, en það er baga- legt fyrir gesti, sem ekki vilja láta bera mikið á ferðum sín- um. Aðalsteinn Guðjohnsen. Þeir lóðaeigendur í Garða- hreppi, sem vilja selja lóðir í íbúðarhverfum, eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. B.P. Þeir lóðaeigendur á Akureyri, sem vilja selja lóðir í íbúðar- hverfum, eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Shell. Þeir húsbyggjendur, sem finnst betra að láta okra á sér undir eftirliti lögfræðings, hafi sam- band við Valgarð sem fyrst. Hf. Útboð og samningar. Og enn vantar okkur fram- kvæmdastjóra. Dentalía. Tek fyrir hönd Reykvíkinga við ógreiddum barnsmeðlögum. Helgi Vigfússon. Kaupum dýnamit. Má vera gamalt. Laxárvirkjun. Óska eftir starfi. Allt kemur til greina. Gunnar Thoroddsen. Styðjum flugvélarán og spreng- ingar. Ragnarslýðsfylkingin. Enn hefur horfið rafgeymir úr birgðastöð okkar. Orkustofnunin. Það er rangt, að átök séu um forustu Sjálfstæðisflokksins. Það hefur aldrei leikið neinn vafi á, hvar hennar væri að leita. Árvakur hf. Náið yður niðri á náunganum á ódýran og hagkvæman hátt. Sendið smáauglýsingar til Spegilsins. Jóhannes Nordal. Skreiðarkaupmenn eru beðnir að láta okkur í friði. Skreiðarsamlagið. Saminn hefur verið sérstakur taxti fyrir tannlækna sem standa í húsbyggingum. T annlæknafélagið. Eins og undanfarin ár flyt ég lambakjöt vikulega til Mall- orka. Nú vantar mig líka lax, því að Spánverjar vilja fá eitt- hvað að éta með lambakjöt- inu. Guðni í Sunnu. Óskum að gerast meðeigendur í fjölritunarstofu vegna um- fangsmikillar útgáfu dreifi- bréfa. Sveinn Ben og Eykon. Vegna stækkunar húsnæðis vors óskum við eftir nýjum félagsmönnum. Verða að hafa flekkað mannorð. Frímúrarareglan. Hér með tilkynnist, að ég biðst eindregið undan því að skipa efsta sæti listans í Austurlands- kjördæmi, þrátt fyrir eindreg- in tilmæli ykkar allra. Jónas Pétursson. Er aðeins til viðtals í febrúar- mánuðum. Guðmundur I. Óska eftir notaðri kennslubók í pólitísku tafli. Geir almáttugur. Hér með tilkynnist, að öll fyrirtæki, sem ekki standa í skilum og eru ekki skráð á Akureyri, verða snarlega gerð upp og afhent krötum til um- ráða. Magnús Jónsson í Sanu. Knattspyrnusambandið, það cr ég- Albert Guðmundsson. Ákveðið hefur verið að breyta fræðslumálaskrifstofunni í steingervingasafn. Skólarannsóknir. Höfum ráð undir rifí hverju. Tökum að okkur að reka fræðslumál og annast stjórn landsins. Stjórnunarfélag íslands. Hér með tilkynnist, að við höfum aldrei rætt fullir um Laxármál á Hótel Sögu. Hermóður og Ottersted. Útgáfu símaskrárinnar er frest- að um óákveðinn tíma. Sím- notendur geta sjálfum sér um kennt að vera alltaf að breyta heimilisföngum og skipta um númer. Að því ófremdarástandi loknu munum við gefa út nýja símaskrá. Landssími íslands. Munið, að ódýrara er að aka yfír lömb fyrir 1.500 krónur og fá svið og gæru í kaupbæti, heldur en að borga 5.000 kr. fyrir þau á venjulegan hátt. Neytendasamtökin. í samræmi við hugsjónir okkar um góða þjónustu, höfum vér ákveðið, að afnotagjald sima þurfi ekki endilega að greiða á skrifstofu okkar, og má nú einnig greiða það í gíródeild Hambrós banka, London. Landssími íslands. íslenzkir hestar með leikhæfi- leika eru beðnir að hafa sam- band við Dirk Passer í Dan- mörku sem fyrst. Nánari upp- lýsingar hjá Tímanum. Gunnar Bjarnason. Óska eftir meðeiganda að reyk- húsi. Sigurður Samúelsson. Umsækjendur um embætti for- manns dg forsætisráðherra eru beðnir um að fylla þar til gerð eyðublöð á skrifstofu okkar. Árvakur hf. Óskum eftir hugmyndum að nýjum aðferðunt til að eyða biskiskógum landsins. Skógrækt ríkisins. Framkvæmdastjóri útgerðar- samtaka óskar eftir einkaritara á ferðalögum, er getur ekið bíl. Tilboð sé merkt Inoxa. Útgerðardeild Spegilsins. 9

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.