Spegillinn - 01.11.1970, Blaðsíða 16
ingunni og stakk á mig því, sem
eftir var af mjólkurpeningunum.
Restina fékk ég úr bauknum hjá
stráknum. Það verður víst lítill
vandi fyrir mig að borga þetta
tífalt, þegar keðjan fer að hala
inn peninga fyrir mig. Ég skrif-
aði fjögur bréf í snatri eftir for-
skrift Júlla. Eitt til mömmu,
annað til tengdapabba, og hin-
um ætlaði ég kellingunni að
koma út í saumaklúbbnum. Þús-
undkallana sendi ég eins og um
var talað til velunnara minna,
bláókunnugra manna, sem voru
svo almennilegir að hlekkja mig
inn í keðjuna. Svo settist ég inn
í stofu og beið eftir því, að fólk
kæmi hlaupandi til mín með
peninga.
Mér kom ekki til hugar að mæta
í vinnunni. Ég símaði niður á
Rafveitu og sagði verkstjóra-
blókinni einfaldlega, að ég mætti
ekki vera að því að sinna skít-
verkum. Það held ég verði up’p-
lit á helvítinu, þegar ég kem á
nýrri Cortinu einn daginn elleg-
ar bara Citroen, og segi honum
að fara til andskotans, eins og
mig hefur alltaf langað að gera.
Ég gaf mér snöggvast tíma til
þess að skreppa út í sjoppu til
hans Sigga sótó um kaffíleytið.
Ég útskýrði málið fyrir honum,
og auðvitað varð helvítið strax
uppveðrað. Hann setti sig óðara
í samband við háttsetta menn í
Stekk og O.K. og okkur tókst
einnig að koma okkur inn í þann
sænska með því að nota öll sam-
bönd.
Ég sló víxil daginn eftir fyrir
startgjaldinu. Síðan skipaði ég
kellingunni að hætta í vinnunni
og annast símavörslu fyrir mig
og taka á móti peningum, sem
ég átti nú von á á hverri mínútu.
Þetta var nú eitthvað fyrir mig.
Mér varð hugsað með lítilsvirð-
ingu til popkornsfabrikkunnar,
. ... að útvega tvo miða hjá honum Guðna
.... Kerlingin var byrjuð að naga á sér neglurnar, og drakk fjóra
pakka af kaffi fram að hádegi....
sem við Siggi vorum einu sinni
með á prjónunum. Allar hug-
leiðingar um hænsnabú og trillu-
útgerð fuku út í veður og vind.
Þetta var eitthvað við mitt hæfi.
Ég fann það bezt núna, að ég
var engin týpa til að sinna þessu
venjulega dagstriti. Eiginlega var
ég af sama kaliber og nóbel-
prísuð skáld. Ég átti hvergi heima
annars staðar en í smekklegri
villu utan við stórborgina. Hlægi-
legir svona nýríkir streberar eins
og þessi Rolf Bridgestone. Nei,
það þarf aristokrat til þess að
þola ríkidæmi.
Kellingin var strax byrjuð að
mjálma um Mallorka. Ég lét
það eftir henni að útvega tvo
miða hjá honum Guðna. Hann
lánaði undireins ferðina, þegar
hann vissi, hvernig ástatt var.
Hefði líka getað kostað hann
bisniss að neita svona manni
eins og mér.
Ég ákvað að fara hægt í sak-
irnar og ofkeyra mig ekki, eins
og þessir íjármálaspámenn, sem
nú eru flestir komnir til Suður-
Afríku eða eitthvað ennþá neð-
ar á landakortið. Ég gat ómögu-
lega verið að draga kellinguna
lengur á þvottavélinni, búinn að
lofa þessu undanfarin þrjú jól.
Ég beið sallarólegur eftir pen-
ingunum. Þetta gat ekki klikkað.
Við Siggi sátum uppi á næturnar
16