Spegillinn - 01.11.1970, Qupperneq 17

Spegillinn - 01.11.1970, Qupperneq 17
át libriumtöflur frúarinnar . . . . Djöfuls þrælmennið hann pabbi hennar, skyldi hann hafa rofið keðjuna? Það var eftir þessu svini, sem lúrði á svimandi háum formúlum inni á bók. Helvítis beyglan. Mamma hefur áreiðan- lega ekki klikkað. Ég sýndi henni fram á, að þetta var stóra tæki- færið í lífinu. Hún hefur alltaf trúað á mig hún mamma, ekkert spursmál með það. Ellilífeyrir- inn hefur fjandakornið dugað fyrir starti í skitnar þrjár keðjur. Byrjað á bænarorðum - endað með hótunum! Ný kcdiubréf i gangi ó hlandi & 1 R . Laugard.icut I VÍSIRSPYR: TiVIÖ þír þátt I penlnga k«Ajbhréfu<n? „Yiðbótarsjarmi á skattamálin“ — itgir skattstjóri ÆTLUDLM BARA •« r»yn* »ð •>»! VISKÍKEÐJA KOMIN i GANG í REYKJAVÍK Menn senda fjórum mönnum viskíflösku. — og 1 ' fá svo allt ad 340 flóskur scndar í staóinn I i.kkik«onu«i im«i . Peningastofnun á eyðibýli sunnan við Hafnarfjörð — málid í athugun hjá saksóknara — „ágóóa umfrr.ii~vir hora m- k..m, ... ..i •*uur rfllr •' h«l» "t t»-'lr mrA |n» kr -.-Mu - «■ jalnvel varió fil gódgcrdastarfscmi". segir starfsmaóur hjá keójubrilalyrirtackinu aó Stckk og reiknuðum út. Trompin lágu á borðinu. Þetta var 100%. Þó að einhvers staðar slitnaði hlekk- ur, var ekki svo mikils misst. Við vorum búnir að akkera okkur í öllum keðjum, sem gengu í bæn- um. Siggi var meira að segja að hugsa um að loka sjoppunni og skreppa norður á Kópasker til þess að hlekkja sveitavarginn og hala inn nokkur hundruð þúsund. Það gat líka verið bis- niss í svona dreifbýliskeðju, sagði hann. Ég var orðinn svolítið órólegur á fimmta degi. Því neita ég ekki. Ég rauk upp í hvert skipti, sem ríslað var við hurðina. Ég bann- aði allan hávaða í íbúðinni. Krakkarnir voru lokaðir inni í svefnherbergi til þess að forðast óþarfa ráp. Hvert fótmál við þröskuldinn gat verið tugþúsund króna virði. Kellingin var byrjuð að naga á sér neglurnar og drakk fjóra pakka af kaffi upp fram að hádegi. Ég át þetta librium, sem kellingin átti eftir frá honum Ragga taug. Ég svitnaði ögn í lófunum og klæjaði ónotalega í handabökin. Jevítis dyrabjallan hlaut að vera ónýt. Ég simaöi í eina blókina hjá Rafveitunni og sagði henni að koma eins og skot og garan- tera hana. Ég nauðgaði honum til að setja upp fyrir mig tvöfalt bjöllukerfí. Eitt í eldhúsið, annað hringdi í stofunni. Nú var mér ekkert að vanbúnaði. Svo lét ég Sigga hringja í mig úr sjoppunni til þess að garantera, að síminn væri líka virkur og það í báðar áttir. Mikið var fólk lengi að taka við sér. Loksins. Dyrabjallan hljómaði eins og englasöngur. Ég hentist fram og greip á lofti umslag, flausturs- lega límt aftur. í því voru tveir bláir. Pilturinn, sem kom með það, var móður og másandi. Hann tyllti sér í stofusófann. Ég snaraði mér inn í ísskáp og kom með fjórar kampavín. Annað hvort var nú að halda upp á svona lagað. Þetta var mín stóra stund í lífinu. Siggi lokaði sjopp- unni, meðan kampavínið entist. Þúsundkallarnir dugðu fyrir tveimur borgarbíl. Hikk. Djöf- ull, hvað þetta er sniðugt. Ég útskýrði fyrir bílstjóranum fídus- inn í systeminu, um leið og ég veifaði þeim bláu framan í hann. Þetta er bara örlítið brot af gróðanum í dag, sagði ég. Ég var búinn með víxilinn, skítt með það. Nú var að byrja að falla að. Og þá skyldum við taka það með trukki. Ég var hlekkur í sjö keðjum. Sjö er happatalan mín. Ég yrði orðinn þrefaldur milli á sjö dögum. Ég mundi fara skynsamlega í þetta, sko. Ekki eyða miklu, svona í 17

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.