Spegillinn - 01.11.1970, Blaðsíða 20
Einþáttungur þessi er þýddur úr fær-
eysku. Hann var leikinn hjá Leikfélagi
Koppavogs í Færeyjum í fyrra. Jó-
hannes Patursson þýddi leikinn á fær-
eysku úr indversku, en hann er saminn
af prófessor Chakrabortí, sem fæddur
er í borginni Sútlej í Damódardalnum
í Úrissafylki í Vestur-Bengal. Hér er
þessu snarað á íslenzku, en færeysku
staðarnöfnunum haldið óbreyttum.
Eins og allir sjá, er að sjálfsögðu ekki
átt við neinar fyrirmyndir hér á landi
að persónum leiksins. Þær eru hrein
ímyndun Indverjans.
Persónur:
Shenoy sparisjóðsstjóri
Dilip lögfræðingur og stjórnarmaður í
sparisjóðnum, hefur mikinn áhuga á
frama í stjómmálum, en skortir dugn-
að, er einfaldur og drykkfelldur.
Grover lögfræðingur og þingmaður,
stjórnarmaður í sparisjóðnum, vill ekki
að menn hugsi illt til sín, er atkvæða-
lítill í stjórninni.
Vajangaonkar valdsmaður í Sútlej
(Koppavogi á færeysku) og stjórnar-
maður í sparisjóðnum.
Leikurinn gerist á stjórnarfundi í Spari-
sjóði Koppavogs. Fundurinn er hald-
inn í skrifstofu Shenoy sparisjóðsstjóra.
Leikendur sitja við ílangt borð og hafa
fyrir framan sig tvær viskíflöskur og
eina ginflösku ásamt einhverju til
blöndunar. Þá hefur Shenoy fyrir fram-
an sig möppu með skjölum í. Allir
stjórnarmenn hafa farið úr jökkunum.
Shenoy: Góðir félagar, ég set hér með
fundinn, sem er 15. fundur þessarar
stjórnar frá síðasta aðalfundi. Eins og
við allir vitum, þá stöndum við illa í
Seðlabankanum núna og verðum því
að fara varlega í sakirnar. Ég er hér
með nokkur mál til afgreiðslu, aðal-
lega framlengingar. Helltu í glösin,
Dilip. Hérna er fyrst 70 þúsund króna
víxill á Byggingavöruverzlun Koppa-
vogs, sem óskað er eftir, að við tökum
sem framlengingu á 90 þúsund króna
víxli þeirra. Þeir áttu hins vegar að
borga 25 þúsund af víxlinum, en geta
víst ekki meir. Víxillinn er á síðasta í
dag. Hvað finnst ykkur, ha? Þeir eru
aumir, maður.
Vajangaonkar: Ég vil fá þennan víxil í
afsögn í fyrramálið, hvað sem við
gerum við framlenginguna. Hafa menn-
irnir fasteignaveð ?
Shenoy: Ég hef nú ekki spurt þá um
fasteignaveð, en það eru tíu ábyrgðar-
Vessar:
Q<2^D' /G?;5590
VÉR
LÚTUM
ÞÉR
MAMMON
Einþáttungur
menn á víxlinum. Við ættum kannski
að heimta fasteignaveð líka ?
Vajangaonkar: Ég fæ þá að minnsta
kosti þinglýsingu á veðinu til mín, á-
samt afsögninni.
Dilip: Mér fínnst, að við ættum að af-
segja þennan víxil í fyrramálið, og svo
skal ég taka hann í innheimtu og stefna
út af honum. Ég get þá samþykkt
framlenginguna, ef þeir skila veðinu,
og náð af þeim hálfum innheimtu-
laununum. Þetta eru helvítis kratar
þarna í verzluninni. Hvemig var það,
skiluðu þeir innleggi fyrir þennan víxil ?
Shenoy: Blessaðir veriði, ég lét þá
borga 9% fyrir innlegg, þegar við
keyptum af þeim víxilinn, hann var
upphaflega til sex mánaða. Þeir gátu
ekki skaffað innlegg, svo að ég bauðst
til að bjarga þeim hjá manni útí bæ,
þið vitið, gamla formúlan. Við skipt-
um því upp á næsta fundi á eftir. Það
væri kannski rétt að láta þá borga
aftur fyrir innlegg núna.
Grover: Ef Dilip fær þessa innheimtu,
þá er farið að halla á mig, ég gef ekki
eftir minn hlut. Er ekki einhver íhalds-
maður, sem ég get stefnt og samið við ?
Svo verður þetta allt að vera pottþétt,
því að mér er annt um heiður minn.
Dilip: Vertu ekki alltaf að þessu hel-
vítis röfli, Grover. Heiður þinn er hvort
eð er ekki mikils virði. Þú fékkst nú
aldeilis skammtinn þinn um daginn
hjá Magnúsi greyinu byggingameist-
ara. Það var nú 700 þúsund króna
skuld, og þú tókst hálf innheimtulaun
og fékkst þar að auki þinn hlut af inn-
leggspeningunum. Hvað má ég segja,
sem skaffaði peninga hjá tryggingar-
félaginu, sem ég hef umboð fyrir, og
hef alltaf skipt bróðurlega við ykkur.
Ég veit ekki betur en, að við séum
búnir að selja þá peninga sex sinnum
sem innlegg. Skál. Og þegiðu nú,
Grover, þú færð þitt.
Grover: Mér er annt um mannorð
mitt, það má enginn blettur á mig falla.
Þú ert allt of kaldur í þessu, Dilip. Þú
færir þokkalega út úr prófkjörinu, ef
menn vissu, hvemig þú hagar þér.
Shenoy: Jæja, áfram nú. Næst er það
eitt af fyrirtækjum Skallagríms lög-
manns í Skoruvík. Þetta er 300 þúsund
króna víxill, og innleggið er farið út.
Billiardinn samþykkjandi og Skalla-
grímur útgefandi. Skallagrímur getur
borgað 100 af honum og vill fá hitt
til þriggja mánaða.
Vajangaonkar: Vill fá og vill fá. Heldur
þessi helvítis Skallagrímur, að hann
stjórni þessari stofnun. Ég heimta, að
þessi víxill komi í afsögn í fyrramálið
20