Spegillinn - 01.11.1970, Síða 25
Úr gömlum Spegli:
„VEIT ÉG ÞAÐ
,,Veit ég það Sveinki“þú sigldir
með sœmdum í norðurhöf,
og heilmiklum handaslœtti,
hugdirfð af veikum mcetti
og flaksandi frakkalöf.
Til Siglufjarðar þú sigldir
hvar síldirnar veiðast enn.
Á Sigló er sagður lýður
svolítið viðmótsþýður
við flakkara og förumenn.
I áköfu síldaræði
þú álpaðist þar í land.
Þótt huldu höfði fœrir,
og hendurnar kyrrar bœrir
varð andskotans uppistand.
Með talíur tógverk og fleira
þeir tóku þig langi Sveinn,
og hífðu heila kroppinn
í hvelli út í stjórnar-koppinn.
- Þú þagðir, sem þingeyskur steinn.
SVEINKI“
Frá Siglufirði.
Kopp-herrann sjálfur var kýminn
og kankvís tók hann á mót.
Jónas hann flutti forðum
með fleira rusli' undir borðum.
- Nú þig og þesskonar dót.
Símtal frá Siglufirði.
Við hjeldum þó hjerna syðra
við hefðum nú losnað við þig.
Nú ertu hjer aftur genginn
illa - eða svo til - fenginn.
- A Sigló er fólk fyrir sig.
Að hífa þig'hífaðan manninn!
Ja, hvílegt voða stand.
Og harðneita þig að halda.
Hvers átt þú nú að gjalda
þú saklausa Suðurland.
Z.
(Sveinn Ben. valdi þetta fyrir
Spegilinn úr 15. tölublaði ársins
1932).
25