Spegillinn - 01.12.1971, Page 10
DOKTORS
RITGERÐAR
AFRÉTTARINN
Hinn þekkti alheimsforstjóri og 566
atkvæða þingmaður með meiru, Af-
réttarinn, hefur verið ákaflega önnum
kafinn að undanförnu. Vinna hans
hefur einkum beinzt að tvennu. í
fyrsta lagi hefur hann verið að undir-
búa doktorsvörn og í öðru lagi að
sækja um einkaleyfi. Bæði doktors-
vörnin og einkaleyfið Qallar á alþjóða-
máli um efnið: „How to build your
own house on government costs“.
Afréttarinn hefur sótt um aðstöðu til
að verja doktorsritgerð sína í Edin-
borg, Cambridge og víðar, en mætt
ákaflega takmörkuðum skilningi. Hins
vegar hafa sendiráð austantjaldsríkja
komizt að þessu og reynt að fá Af-
réttarann til að koma þangað til að
verja ritgerð sína. En einmitt í þeim
löndum munu slík vísindi vera lengst
komin, enda eru menn þar vanir per-
sónulegri meðferð opinbers fjár.
Cosa Nostra hefur sent einn deildar-
stjóra sinna til að hafa gætur á Afrétt-
aranum og komast að því, hvort eitt-
hvert hagnýtt vit leynist í einkaleyfi
hans. Ef sú yrði raunin, mundi hagur
Afréttarans fljótlega vænkast, því að
hér á landi eru forhollin allt of lítil fyrir
slíkan alheimsforstjóra. Hins vegar
getur hann lítið haft upp úr einkaleyfi
sínu austantjalds, þar sem iðnaðar-
njósnarar Rússa á íslandi hafa fyrir
löngu látið stela þvi og kópera þar
eystra til heimabrúks. Allmarga kokkt-
eila mun Afréttarinn þó fá í sára-
bætur.
Mitt í þessum önnum gefur Afréttar-
inn sér tíma til að sinna þingstörfum.
Komu hans í sali alþingis var ákaft
fagnað, því að þar eru raðir hagyrð-
inga óðum að þynnast. Eru þingbræð-
ur hans sapnfærðir um, að hann kunni
engu síður að botna fyrriparta en að
botna reikninga. Fyrsti fyrriparturinn
kom frá Birni á Löngumýri og hljóðar
hann svo: „Prósentur hér, prósentur
þar / prósentur alls staðar“. Botn er
væntanlegur frá Afréttaranum í næstu
viku.
Slæm reynsla Denna dæmalausa hefur
nú leitt til þess, að Afréttarinn er að
setja á fót hjálparstofnun fyrir efnilega,
unga menn, sem eru of stórir í sniðum
fyrir forhollin hér á landi. Denni mun
vera fyrsti nemandinn í þeim skóla,
sem Afréttarinn hefur sett upp í tengsl-
um við stofnunina. Aðalnámsgreinin
verður kennsla í að botna fyrriparta
og kennsla í hagnýtri notkun niður-
suðuvara.
Næsta verkefni Afréttarans verður að
ljúka við bók sína: „The optimal time
of chair-change in big management“.
Hún fjallar um hið rétta augnablik.
Hún segir forstjórum, hvenær jörðin
fer að brenna undir fótum þeirra og
tími er kominn til að nota sambönd
sín til að smeygja sér yfir í annað fyrir-
tæki. Afréttarinn fann daginn, sem
hann átti ekkert píputóbak, stærð-
fræðilega formúlu um þessa tímalengd.
Sú formúla gengur inn í svokallað
Afréttaralögmál, sem er þungamiðja
bókarinnar. Afréttaralögmálið fjallar
í höfuðdráttum um: „The span of
percentages in time and space."
10