Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 18
Kvöldsölumálið Geir Hallgrímsson: ALLT FYRIR NEYTENDUR Auðvitað er ekki hægt að hafa verzl- anir opnar fram yfir klukkan sex á dag- inn, nema ef til vill á föstudögum, því að þá gætu kaupmenn og verzlunar- menn ekki farið frá til að verzla. Það verður að hugsa um alla neytendur, ekki síður neytendur í verzlunarstétt. Ef kaupmenn og verzlunarmenn vinna fram á öll kvöld, geta þeir ekkert verzl- að annars staðar og hljóta að deyja úr hungri. Að vísu gætu þeir étið það, sem fæst í búðinni þeirra. Þá mundu sumir ein- göngu éta brauð og kökur, aðrir fisk, en aðrir kjöt og dósamat o.s. frv. Bezt væru afgreiðslumenn ÁTVR sett- ir, því að þeir gætu legið í vörum verzl- unar sinnar. En þetta eru náttúrulega engar patentlausnir. Þess vegna verð- ur að hafa fastan lokunartíma, svo að starfsfólkið fái tíma til að fara út að verzla eftir vinnu. Fisksalinn þarf að fara í kjötbúðina, kjötkaupmaðurinn í mjólkurbúðina og mjólkurkellingin í ríkið o.s.frv. Annað mál, sem þarf að leysa, er hinn óhóflegi vinnutími verzlunarfólks í búð- um, sem hafa opið á kvöldin. Þess vegna er Verzlunarmannafélag Reykjavíkur virkur aðili að þessu máli og hefur fengið því réttlætismáli fram- gengt, að kvöldsala verði lögð niður að mestu og verzlunarfólk vinni að- eins 61 tíma á viku hverri, eins og því ber. Er þetta einhver mesti sigur í kjara- baráttu alþýðustéttanna á síðustu ára- tugum, allt frá setningu vökulaganna. Við í borgarstjórn Reykjavíkur erum settir til að gæta hagsmuna borgaranna. Þess vegna hafa borgarstjórn og borg- arráð gengið fram fyrir skjöldu í mál- inu og látið semja þá reglugerð, sem fylgir þessari greinargerð minni. Reglu- gerðin er sniðin við hæfi allra neytenda. Það hefur lengi verið langstærsta á- hugamál mitt sem borgarstjóra að fá Greinargerð reglugerðar 18

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.