Spegillinn - 01.12.1971, Page 11

Spegillinn - 01.12.1971, Page 11
á> Undarleg er hún þessi sífellda martröð. í nótt fannst mér ég vera orðinn að flutningaskipi og heita Austri. Mér þótti ártalið vera 1912 og ég var seld- ur úr landi, af því þjóðin bar ekki gæfu til að meta rétt þau not, sem af mér gátu orðið. Hugsa sér annað eins, ég seldur útlendingum. í fyrrinótt var ég allt í einu orðinn að dagblaði austur á Seyðisfirði. Af öllum andskotans plássum, austur á Seyðisfirði. Þá var ég í eigu Sjálfstæðismanna, Sveins Árnasonar fiskimatsstjóra og annarra þess háttar íhaldskurfa. Síðan leið ég undir lok. Hvað skyldi koma næst? Kannski dreymir mig á morgun, að ég sé orðinn að Acta Diurna, fyrsta dag- blaðinu, sem í fyrndinni var gefið út í Róm. Ekki var það þó kennt við Austra. Jæja, fátt er svo illt, að engum dugi, segir máltækið. Þessi sífelldu martraðarferðalög gera það að minnsta kosti að verkum, að vinnudagurinn lengist að mun, því ekki get ég sofnað aftur. Hvernig væri nú að fara gangandi í vinnuna svona einu sinni til tilbreyt- ingar. Hvaða landsfaðir fór nú alltaf gangandi í vinnuna? Það var áreiðan- lega einhver, sem mig langar að líkjast. Æ, auðvitað, nú man ég það. Dauðans rugl er þetta í mér. Langar að likjast. Það er eins gott, að enginn heyrir hugsanir manns. Kannski ég ætti að fara í strætó, svona eins og í gamla daga, þegar ég var bara venjulegur al- múgi. Snobba dálítið fyrir dótinu. Fjandinn hafi, að ég nenni að leggja það á mig. Betra að ganga og forðast um leið að fá kransinn. Angina pect- oris, fjári er ég nú minnugur. Hvað eru menn að abbast upp á þennan sölu- nefndarbíl minn. Því skyldi ég ekki mega aka í amerískum bíl, eins og aðrir. Þeir á Túngötunni segjast alltaf hafa stóran hluta af bílaflota sínum af amerískri gerð. Svona til að dyljast, segja þeir. Það var snjallt hjá mér um daginn, þegar ég lét stinga Landsvirkj- unar-tilkynningunni undir stól á Út- varpinu. Gott að hafa Margréti á rétt- um stað. Auðvitað átti ég, ráðherrann, að baða mig í ljóma ákvörðunarinnar um þessar virkjanir, ekki stjórn Lands- virkjunar. Þægur maður Einar Ágústs- son. Mér dettur hann svona í hug, af því hann er að þvælast í Landsvirkjun- arstjórninni. Segja af sér heimtar Mogg- inn. Þeir ættu nú að vita það, þeir góðu herrar Eykon og Co, að sá, sem hefur litið í Medúsuaugu valdanna, er töfr- aður og getur ekki slitið sig frá þeim. Þannig mun ég hafa hemil á þeim öll- um og Hannibal líka. Sá, sem einu sinni hefur notið þess að stjórna og skipa (eða öllu heldur halda, að hann stjórni og skipi), getur aldrei vanið sig af þeirri nautn. Þótt blaðað sé í allri veraldarsögunni, finnast fá dæmi þess, að rnenn hafi látið af völdum af fúsum vilja. Að Sulla, Hermanni Jónassyni og Karli V. undanskildum finnst naum- ast tylft meðal þúsunda og tugþúsunda, sem með glöðu geði og óbrjálaðri skyn- semi hafa hætt þeirri næstum syndsam- legu nautn að leika með örlög samborg- ara sinna og meðbræðra. Annars verður það nú að viðurkennast, að þetta með ráðherranefndina var eitthvert mesta kúpp, sem ég hef nokkru sinni gert um ævina og hef ég þó margt sniðugt brallað. Þeir segja hjá íhaldinu, að þetta sé glæpur vegna varna landsins. Þeir vita ekki, mannagreyin, að þetta var meira en glæpur hjá Einari, þetta var hrein og klár glópska. Það má heimfæra upp á aumingja Einar og mig sjálfan það, sem segir í Orðskvið- uni Salómons konungs: „Að vitrir menn niunu heiður hljóta, en heimsk- ingjarnir bera smán úr býtum“. Gott var það hjá mér að láta hann Guð- mund P. skerpa á ökuþekkingunni, aðalkosningasmala íhaldsins. Maður á að nota allar stundir til að bæta við þekkinguna. Jafnvel þótt málefnið sé ekki merkilegra en að skyggnast inn í kosningasmalasystemið hjá íhaldinu. Góð lexía það. Verst hvað ég fæ orðið litla útrás, síðan ég hætti að geta skrif- að pistlana mína. Óskiljanlegt hvernig hann Bjarni hafði alltaf tíma til að skrifa vikulega heilsíðu i Morgunblað- ið. Hreint alveg óskiljanlegt. Jæja, ég geri nú dálítið í blaðamennskunni enn- þá. Allavega stjórna ég algerlega Þjóð- viljanum. Verst hvað hann hefur al- gerlega misheppnazt strákfjandinn 11

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.