Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 29

Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 29
.h T3 « co n» 00 A Sameinuðu Þjóðirnar standa nú fyrir umfangsmikilli til- raun til að finna heppilega skráningu fyrir fæðingar. Af tilviljun komust sérfræðingar stofnunarinnar að hinu full- komna kerfí, sem Búnaðarfélag íslands hefur komið á í íjár- búskap íslenzkra bænda. Þetta kerfi tekur öllu fram, sem gert er í sambandi við mannafæðingar um heim allan. Hefur því verið ákveðið að nota þetta form í tilraunaskyni á öllum fæðingardeildum og fæðingarheimilum fjögurra landa í nokkur ár og er ísland eitt þeirra. Reynist þetta skýrsluform vel, er meiningin að taka það upp um heim allan. Formið er sýnt hér á myndinni. Frekari upplýsingar fást hjá doktorunum Gunnlaugi Snædal og Halldóri Páls- syni. Þann fyrrnefnda er hægt að ná í á fæðingardeild Landsspítalans og hinn síðarnefnda í Búnaðarfélaginu á Hótel Sögu. Búnaðarfélag Islands og fæðingardeild Landsspítalans 29

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.