Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 24

Spegillinn - 01.12.1971, Blaðsíða 24
Föstudagsgrein DÝRLEGT UPPHAF ÍSLENZKRAR RAFVÆÐINGAR Þulur: Þjóðin fylgist agndofa með hin- um stórbrotnu ákvörðunum ríkisstjórn- arinnar, þar sem hún hefur ákveðið að hefja rafvirkjanir á íslandi til Ijósa og hitunar. Rétt í þessu var einn af ráð- herrunum að berja að dyrum hjá fréttastofu okkar og sagði að sig lang- aði til að koma í sjónvarpið. Við gát- um ekki neitað honum um það aum- ingja manninum, og fer hér á eftir sam- tal fréttakonu við hann, en fréttakon- an er nýlega komin af tízkusýningu Díors í París: Spurningakona: Fedni va þa? Vouð þi í ríkisráði a taka ákvörðun um stóvikkjun vi Hamarsöldu? Iðnaðarráðherra: Það var við Sigðöldu. Eg hef átt frumkvæði að því að reisa þar risastóra rafvirkjun upp á minnsta kosti milljón megavött. Öll ríkisstjórn- in beygði sig undir vilja minn á ríkis- ráðsfundi, sem haldinn var í morgun. Sp: vou frúddna vistadda? Iðr: Já, vér viðurkennum í verki jafn- rétti kynjanna. Auk þess höfðum við boðið til hátíðarinnar æðstu stjórnar- nefnd rauðsokkasambandsins. Sp: Feddnin vou þæ klæddar? Iðr: I íslenzkan klæðaiðnað, íslenzkan mink og íslenzkt ærskinn, sútað í gæru- verksmiðju Norðurlands. Sp: E þa tízkuvekksmiðjan á Akueyi sem skulda hunda milljóni ? Iðr: Nei, en svo við snúum aftur að stórvirkjuninni við Hamarsöldu, þá gerðist sá merkilegi atburður, að ég stóð kjarkmikill upp á ríkisráðsfundi. í dag er 23. september. Það er hátið- legur dagur, því að vér leggjum fram tillögu svohljóðandi: „Vér skulum virkja’" Sp: En fa þa va spennandi. Fékk þa góar unditetti ? Iðr.: Það kom meðráðherrum mínum nokkuð á óvart. En ég sýndi fram á það með snjallri hnitmiðaðri ræðu, hve mikið framfarafyrirtæki slík virkj- un væri svo þeir lágu alveg flatir, og var tillaga vor um þjóðlega og alþýð- lega stórvirkjun samþykkt með sam- hljóða atkvæðum af allri ríkisstjórn- inni. Sp: Fa geððu fúddnar þá? Iðr : Þær klöppuðu fyrir okkur og síð- an héldum við veizlu í tilefni dagsins. Og allir ráðherrarnir og aðstoðarráð herrarnir og allar frúrnar komu til mín og óskuðu mér til hamingju með daginn. Sp: Þetta hefu veið stó dau? Iðr: Já, þetta er einn stærsti dagur í sögu þjóðarinnar. 23. sept. 1971, - og ég býst við, þó ég segi sjálfur frá í allri hógværð, að nafn mitt mun lifa í sög- unni um alla framtíð, eða jafnvel ör- grannt lengur. Sp: Feddnin gat yðu dotti hetta í hu? Þé euð þó snjall, háttvitti ráðherra! E hetta ekki í fysta sinn sem ramagn veðu búið til á íslandi? Iðr: Jú, það má heita, því ég tel ekki þá raforku, sem framleidd hefur verið á landinu fram til þessa, sem hefur öll verið menguð erlendu fjármagni og beitt til að framleiða ál. Ég tel, að við eigum að banna framleiðsli á áli í landi okkar, því að það er mest notað til að smíða úr napalm-sprengjur til að murka lífið úr saklausu fólki í Víetnam. Við ættum að sýna hugsjónalega sam- stöðu okkar með þjóðfrelsishreyfing- um Asíu með því að gera álframleiðslu útlæga úr landi okkar. Það ætti að banna framleiðslu á áli um gervallan heim. Það er mín hugsjón. Sp: Ó! Þé euð so snjall! A yu skyldi detta í hug a hagt væi a famleia ra- magn!! Iðr: Ja, ég tók fast og ákveðið á mál- um strax og ég hafði setzt í ráðherra- stólinn. Ég er nefnilega mjög fram- takssamur, framsýnn og einbeittur 24

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.