Spegillinn - 01.12.1971, Síða 25
maður, svo þjóðin á enga betri. Ég
skipaði þegar í stað sem aðstoðarráð-
herra í raforkumálum. Stebba minn
Jónsson, hinn vinsæla hlutdrægnislega
hlutlausa eða hlutleysislega hlutdræga
fréttamann, og skipaði sérstaka nefnd
hinna frábærustu raforkufræðinga sem
í sátu eftirgreindir menn: Brynjólfur
Bjarnason fyrrverandi ráðherra, Ein-
ar Olgeirsson fyrrverandi ráðherra og
Kristinn E. Andrésson, sem hefur al-
veg sérstaka þekkingu á stórvirkjun-
um, síðan hann heimsótti hinar miklu
raforkuframkvæmdir við Dnepropetr-
ovsk árið 1934, sem er oss hið lýsandi
fordæmi.
Sp: Eu aðstæðu vi Hamasöldu hag-
stæða ?
Iðr: Svo vel vildi til, að Kristinn E.
Andrésson hafði geymt nákvæmar
teikningar af virkjuninni við Dnepro-
petrovsk, og kom í ljós, að þær pössuðu
nákvæmlega inn í farveg Tungnár við
Sigðöldu, svo við bara notuðum þær.
Sýnir það glöggt framsýni vorrar dýr-
legu sósíalistísku forustuþjóðar að hún
hafði haft þarfir hinnar smáu bræðra-
þjóðar í huga. Svo ók ég í stórum
amerískum kádilják-bíl frá sölunefnd-
inni ásamt aðstoðarráðherra, nefnd-
inni og frúm okkar inn á Hamars- og
sigðar-öldu. Við stigum þar út og
skoðuðum okkur vel um. Og þegar við
höfðum skoðað okkur vel um og
gengið úr skugga um að vatnið í hinu
volduga Tungufljóti rann rétt niður í
móti, þá steig ég upp á stórt grettistak,
og mér fannst eins og mér líða í brjóst
og ég upplyftist hið innra með mér og
ummyndast andlega. Ég fann, að það
var leiðtoginn mikli Lenin, sem hafði
tekið sér bólstað í hjarta mínu, þegar
ég hrópaði þrumandi rödd, svo berg-
málaði frá Heklu og Hofsjökli: ,,Það
er nauðsyn að rafvæðast!!“ Þar með
hafði undrið gerzt. Ákvörðun hafði
verið tekin og aðstoðarráðherra og
nefndarmenn og frúr þeirra klöppuðu
fyrir mér. Sá dagur mun í sögunni telj-
ast upphaf íslenzkrar rafvæðingar.
Sp: Aðdáunarlett! O feddnin vou
frúddnar klædda i hessai frægu för?
Iðr: Þær voru klæddar kuldaúlpum,
fóðruðum minkaskinni með perlufesti.
Sp: O feddnin verðu ramang til ?
Iðr: Ja, það verður til með því, að hjól
fara að snúast, eða svoleiðis.
Sp: E þá vatnið úr Þjósá leitt til
Reykjavíkur?
Iðr: Ja, það er ég nú ekki alveg viss
um.
Sp: Atli þa minnki þá ekki vatni í
Þjósá?
Iðr: Jú, ég býst við því, en vatnsmagn
hinnar íslenzku Fjallkonu er svo óþrot-
legt, að sér ekki högg á vatni.
Sp: O fa e hagt a gea vi ramagn ?
Iðr: það er nú eitt það merkilegasta,
sem ég hef uppgötvað, og munu kom-
andi kynslóðir íslands verða mér þakk-
látar um alla eilífð og örgrannt lengur.
Því að ég stóð þarna uppi á steininum
uppi við Hamars- og sigðöldu, og þeir
horfðu á mig aðdáunaraugum þeir
Brynjólfur og Einar og Kristinn og
Stebbi fréttamaður og frúrnar þeirra
í minkapelsunum með perlufestarnar
við dyrnar á kádilják-bílnum frá setu-
liðsnefndinni og það small við eins og
fallbyssuskot í tappa frá kampavíns-
flösku, - þá kom mér allt í einu í hug
Maó formaður. Og jafnskjótt var ég
snortinn töfrasprota hugsjónar, sem
flytur fjöll. Mér vitraðist allt hið æðra
og meira eðli hlutanna. Ég fékk þá
hugljómun fyrstur íslendinga, að það
má nota rafmagnið úr Tungufljóti til
að hita upp landið.
Sp: En dásamlegt. En e ekki vatnið í
Tungufljóti kalt?
Iðr: Jú, en við hitum það bara upp
með rafmagni og leiðum það inn í
hvert hús á íslandi. Og meira en það.
Við notum það til að bræða alla jökla
á íslandi, svo nýjar breiðar byggðir
munu upprísa. Þar sem nú er Tniður
Vatnajökull mun rísa stóriðjuborgin
Magnúsograd. Og við hitum upp allt
loftslagið á íslandi svo að í Flóanum
munum við rækta hrísgrjón og döðlu-
málma á Hallormsstað. Þetta er stór-
kostlegasta hugmynd íslandssögunnar,
að það er hægt að nota rafmagn til
upphitunar!!. Að hugsa sér annað eins,
að engum skyldi detta það í hug fyrr.
Sp: O fa veður nú nasta skrefi?
Iðr: Ja, næsta skreftð? Það verður
haldinn nýr hátíðafundur í rikisráði á
morgun, þar sem menntamálaráðherra
'mun leggja fram tillögu um að reisa á
Hamars- og sigðöldu, ehe, standmynd,
uhum, af mér, tuttugu og fimm metra
háa. En ég er hógvær maður og lítil-
sigldur, æ, ég meina lítillátur, svo mér
fyndist nóg að hún væri svo sem tuttugu
metrar, eða kannski tuttugu og einn.
Sp: O veða fúddna viðstadda hennan
hátíafund á morgu o feddnin veða þæ
klædda?
Þorsteinn Thorarensen.
25