Spegillinn - 01.07.1983, Page 31

Spegillinn - 01.07.1983, Page 31
VÍSNAÞÁTTUR Á þessum síðustu og bestu siðvæðing- artímum í landinu skal að sjálfsögðu ekki undir neinum kringumstæðum birta blautlig kvæði né kviðlinga - sem betur fer - . Vísnaþátturinn ber merki sinnar sam- tíðar og hefst því svo að þessu sinni: Hestamennska er göfugt sport, og hvetur Spegillinn landsmenn til að ríða sem mest. Eftirfarandi vísu heyrðist Gísli B. Björnsson kveða er hann hélt á skeiðvöllinn laugardag einn fyrir skömmu: Glaður út ég geng á leið, gljúpur biður hugur: Gefðu mér nú góða reið, Guð minn almáttugur. Afurðasala SÍS hefur kvartað yfir minnkandi hangiketssölu sem rekja má til furðulegra kenninga um að hangiket sé hættulegt kynlífi Akureyringa. Land- búnaðarráðherra, Jón Helgason bóndi frá Seglbúðum, hefur lýst því yfir að hann treysti íslenskum húsmæðrunt til að auka hangiketsneysluna á ný og kvað því til áréttingar: Þótt mig hrelli fljóðin frí og forðist yndi að Ijá mér, hafa þœr margar húkkað í hangiketið á mér. í ræðu í hádegisverðarboði úti í Frans fyrr í vor varð Vigdísi Finnbogadóttur eftirfarandi að orði: „Þorskurinn hefur lengi verið okkar langbesti sendiherra." Þegar Sigurdór Sigurdórssyni blaða- manni bárust þessi orð til eyrna kvað hann að bragði: Það undrar víst fáa þótt ásjóna vor ýmsa í villu teymi fyrst ormétinn þorskur er ambassador íslands í viðsjálum heimi. Þá er komið að því að leita til lesenda með aðstoð. í fyrsta lagi óskum við að- stoðar við að feðra eftirfarandi vísu, sem ber heitið Maríuvers: Ung varst þú einum gefin - öðrum það virða ber. Þó lœt ég nótt sem nemur. — Nú er ég einn með þér. Heilagur andi hefur haft þetta fyrir mér. Hinn kunni hagyrðingur og útvarps- maður Sigmar B. Hauksson fleygði fram eftirfarandi fyrriparti í útvarpsþætti á dögunum en heyktist á að botna hann og biðjum við því lesendur liðsinnis: Gefur feita rauða kinn helvítis bölvaður rauðmaginn. Skólastjóri fjölbrautaskóla nokkurs í Hafnarfirði orti er úrslit alþingiskosn- inganna lágu fyrir: Utangarðs eru nú tveir Ólafur Ragnar og Geir. Nú brugga þeir saman (á bak og að framan) svo á þing komist þeir. Ekki var skólastjórinn alls kostar ánægður með kveðskapinn og orti upp og þá á þessa leið: Utangarðs eru nú tveir Ólafur Ragnar og Geir. A alþing þá langar en afturhvarf þangað eiga þeir aldrei meir. Næst er smáglaðningur handa áhuga- mönnum um alþýðleg samanburðar- fræði bókmennta. Hvað eru menn að gapa um að samhengið í íslenskum bók- menntum sé loksins dautt? Jónas Árnason: Helgi bjóla hitti skvísu heilsaði djarft á gœja vísu. Honum leist og herleg pœjan henni leist og vel á gœjann. Helga fýsti að fara í djamm fýsan hló og sagði jamm. Gœinn tók þá hana að hilla heim þau fóru brátt að lilla. Hann var ekki að spyrja um splœs hann spœndi í hana plenty skœs. Flosi Ólafsson byggir greinilega á traustum grunni hefðarinnar er hann yrkir (sbr. Þjóðviljann, 17. júní): Fiddi kyntröll er klár í slaginn, kroppinum býður góðan daginn. Skverleg brosir bústin pœjan, bobbinginn diggar, líst á gœjann. Hér verður ekki spurt um splœs, en spœnt í hana plentí skœs. SPEGILLINN 31

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.