Fréttablaðið - 21.09.2009, Qupperneq 10
10 21. september 2009 MÁNUDAGUR
www.rannis.is/visindavaka
Handbók fyrir ráðvillta nútímaþjóð
Dr. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar fjallar
um hvernig fíkn ungra karlmanna í völd og fé réði miklu um fall í íslensku
samfélagi í tíð Sturlunga. Þetta þykir mörgum ríma óþægilega við atburði
nútímans. Alvarlegt málefni með léttum undirtóni!
er í kvöld
Fyrsta VÍSINDAKAFFIÐ
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Menntamálaráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
Sturlunga:
21.september kl. 20:00 - 21:30
Súfi stinn Iðuhúsinu
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing-
is segir óheimilt að taka gjald af
gestum sem gista á sjúkrahóteli á
Rauðarárstíg. Líka sé ólöglegt að
láta ósjúkratryggða greiða hærra
gjald en sjúkratryggða.
Landspítalinn samdi í desember
2004 við Fosshótel ehf. um rekst-
ur sjúkrahótels á Rauðarárstíg 18.
Áætlaður rekstrarkostnaður var
tæpar 107 milljónir króna á ári
og var þá miðað við að fjöldi gisti-
nátta yrði 15.190. Auk þess sem
Landspítalinn greiddi Fosshótel-
um fasta upphæð var samið um að
hótelið gæti tekið 800 króna gjald
af sjúklingum fyrir hverja gisti-
nótt og að aðstandendur þeirra
myndu greiða 2.500 krónur en
að 5.000 króna gjald yrði tekið af
ósjúkratryggðum – sem yfirleitt
eru erlendir ríkisborgarar.
Maður sem gisti á sjúkrahót-
elinu eftir bílslys kvartaði til
umboðsmanns Alþingis yfir því
að vera krafinn um greiðslu fyrir
dvölina.
„Er það niðurstaða mín að ekki
hafi verið til að dreifa viðhlítandi
lagaheimild fyrir því fyrirkomu-
lagi í samningi Landspítalans og
Fosshótela ehf. frá 23. desember
2004, að verksala væri heimilt að
innheimta gjöld af gestum sjúkra-
hótels Landspítalans að Rauðarár-
stíg 18 í Reykjavík fyrir gistingu
á hótelinu,“ segir umboðsmaður í
áliti sínu.
Umboðsmaður sagði gistingu
sjúklinga á sjúkrahótelinu vera
í órjúfanlegum tengslum við lög-
skylda og opinbera heilbrigðis-
þjónusta sem veitt væri af hálfu
Landspítalans og sú þjónusta væri
jafnframt eini tilgangur fyrir dvöl
sjúklinganna á hótelinu. Gjaldtaka
fyrir gistinguna væri því undir-
orpin almennum reglum um gjald-
töku hins opinbera.
Þá bætti umboðsmaður því við
að ekki hefði heldur verið í sam-
ræmi við lög að innheimta hærra
gjald af ósjúkratryggðum ein-
staklingum en sjúkratryggð-
um fyrir sambærilega þjónustu.
Ráðuneytið rökstuddi mismun-
unina með því að ósjúkratryggð-
ir þyrftu ekki að greiða sérstak-
lega fyrir þá heilbrigðisþjónustu
sem veitt væri á hótelinu. Þessu
hafnar umboðsmaður. „Í skýr-
ingum ráðuneytisins að öðru leyti
kemur á hinn bóginn fram, eins og
að framan er rakið, að umrædd-
um gjöldum sé einungis ætlað að
standa undir kostnaði við „gist-
ingu“ á sjúkrahótelinu,“ segir í
álitinu.
Í yfirlýsingu frá Fosshótelum
kemur fram að hótelið sé hætt
að innheimta áðurnefnt gjald af
sjúklingum. Umboðsmaður bein-
ir því til heilbrigðisráðuneytisins
að láta endurskoða lagagrundvöll
gjaldtökunnar á sjúkrahótelinu.
gar@frettabladid.is
Innheimtu ólöglegt gjald á
sjúkrahótelinu Rauðarárstíg
Engar lagalegar forsendur eru til að láta gesti á sjúkrahóteli greiða gjald. Umboðsmaður Alþingis segir þess
utan engar forsendur til að láta ósjúkratryggða greiða hótelinu hærra gjald en þá sem eru sjúkratryggðir.
RAUÐARÁRSTÍGUR 18 Fosshótel eru hætt í bili að taka gjald af þeim sem gista á
sjúkrahótelinu sem hótelkeðjan rekur á Rauðarárstíg samkvæmt samningi við Land-
spítalann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARSTJÓRNIR Verið er að leggja
lokahönd á að gera gamla vatnsból-
ið á tóftasvæðinu suður af Egils-
braut í Þorlákshöfn sýnilegt. Að
því er Barbara Guðnadóttir segir
á vef sveitarfélagsins Ölfuss er
brunnurinn hlaðinn og heill niður
á um þriggja metra dýpi. Sjávar-
falla gætir í brunninum.
„Litlar heimildir eru til um
þennan brunn, en líklega hefur
hann þjónað sjóbúðinni Hrauns-
búð, sem sér vel móta fyrir beint á
móti brunninum, hinum megin við
Nesbrautina,“ segir Barbara sem
kveður uppbyggingu brunnsins
hluta af stærra verkefni sem miði
að því að vekja athygli á sögu Þor-
lákshafnar sem fornrar verstöðv-
ar. - gar
Menningarverðmæti í Ölfusi:
Endurbyggja brunn
VATNSBÓLIÐ Stígur er lagður að gamla brunninum og varnargrind komið þar fyrir.
MYND/BARBARA GUÐNADÓTTIR
KÖNNUN Um 75 prósent aðspurðra
segjast bera mikið traust til
fréttastofu RÚV samkvæmt nýrri
skoðanakönnun MMR. Um 37
prósent segjast bera mikið traust
til fréttastofu Stöðvar 2.
Morgunblaðið nýtur mests
trausts meðal dagblaða en um 58
prósent svarenda segjast bera
mikið traust til blaðsins. Frétta-
blaðið nýtur mikils trausts meðal
um 38 prósent svarenda. Meðal
netfréttamiðla nýtur Mbl.is
mests trausts, en tæp 60 prósent
segjast bera mikið traust til Mbl.
is. Tæp 27 prósent segjast bera
mikið traust til Vísir.is.
Könnunin var gerð 9. til 14.
september. Hringt var í 909 ein-
staklinga og tóku 97,4 prósent
þeirra afstöðu.
Skoðanakönnun:
Flestir treysta
fréttastofu RÚV
FÆREYJAR Þingmaður Sjálfstýr-
isflokksins, Kári á Rógvi, hefur
stefnt vinnustað sínum, færeyska
Lögþinginu, og krefst þess að það
fari eftir jafnréttislögum.
Kári eignaðist son í nóvember
í fyrra og fór í fjögurra vikna
launalaust fæðingarorlof. Fær-
eyskar þingkonur fá hins vegar
barnsburðarleyfi sitt greitt. Kári
fer fram á fimmtíu þúsund krón-
ur danskar, eða um 1,2 milljón-
ir íslenskra króna, í skaðabætur,
með vöxtum.
Færeysku jafnréttislögin áttu
að styrkja stöðu kvenna og banna
mismunum út frá kyni. En sam-
kvæmt eldri löggjöf um opinbera
starfsmenn, sem starfskjör þing-
manna byggja á, hafa konur annan
og betri rétt til fæðingarorlofs en
karlar.
Færeyska jafnréttisnefndin
gleðst yfir því að spurningin um
rétt karla til fæðingarorlofs fari
nú fyrir dóm.
Kristianna Winter Poulsen, for-
maður nefndarinnar, segir í við-
tali við færeyska ríkisútvarpið að
nefndin hafi einmitt fengið marg-
ar fyrirspurnir um þennan mun á
rétti karla og kvenna.
Þess má geta að Kári á Rógvi
lauk doktorsprófi í lögfræði frá
Háskóla Íslands.
- kóþ
Færeyskir karlmenn á þingi fá ekki greidd laun í fæðingarorlofi, ólíkt þingkonum:
Færeyska þingið fyrir dómstóla
LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru
handteknir í miðborg Reykjavík-
ur í fyrrinótt eftir að hafa ógnað
dyraverði með skrúfjárni. Menn-
irnir voru færðir í fangageymslur
lögreglunnar. Þá leitaði maður sér
aðstoðar vegna fótbrots eftir að
hafa orðið fyrir líkamsárás. Árás-
armaður er talinn hafa verið einn
að verki.
Þrír ungir piltar brutu rúðu
í Seljaskóla. Íbúi í hverfinu til-
kynnti lögreglu um ferðir pilt-
anna. Þegar lögreglan kom á vett-
vang hröðuðu piltarnir sér á brott
á hlaupum, tveir komust undan en
lögreglan náði þeim þriðja. Hann
fékk tiltal og var svo sleppt.
Erill hjá lögreglunni:
Dyraverði ógnað
með skrúfjárni
FORSETAFRÚ Á MARKAÐ Michelle
Obama, eiginkona Baracks Obama
Bandaríkjaforseta, leit við á matvæla-
markaði í Washington fyrir helgi og
keypti ferskt grænmeti. NORDICPHOTOS/AFP
Nýr formaður UVG
Snærós Sindradóttir var kjörinn
formaður Ungra vinstri grænna á
höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi
um helgina. Hún tekur við af Brynju
Halldórsdóttur.
STJÓRNMÁL
RÍKISÚTVARPIÐ Útvarpshúsið Efstaleiti.
ÞÓRSHÖFN Þingmaður í Sjálfstýr-
isflokknum hefur stefnt færeyska
Lögþinginu.