Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.09.2009, Qupperneq 12
12 21. september 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 - Lifið heil www.lyfja.is Lægra verð PANODIL 500mg. 30 stk. 329 kr. UMRÆÐAN Oddný Sturludóttir skrifar um menntamál Nú liggja fyrir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg og mynd- in er dökk. Menntasvið, með starfsemi grunnskóla undir, þarf að skera niður um rúman milljarð. Fyrir einu ári tókst starfsfólk skólanna á við nið- urskurð af svipaðri stærðar- gráðu af þrautseigju og fagmennsku. Það bíður okkar borgarfulltrúa afar erfitt verkefni í vinnu við næstu fjárhagsáætlun. Þá ríður á gott sam- starf og skilning skólasamfélagsins og forgangs- röðunin verður að vera sanngjörn. Á síðasta borgarstjórnarfundi samþykkti meirihluti borgarstjórnar stofnun nýs einkarek- ins skólagjaldagrunnskóla, þann þriðja á tveimur árum. Nemendum í borginni fer þó fækkandi og margir grunnskólanna ekki full nýttir, það á jafnt við um almenna grunnskóla sem einkarekna. Þessi ákvörðun meirihluta borgarstjórnar er með öllu óskiljanleg og hefur vakið reiði í skólasam- félaginu. Það er sannarlega ekki forgangsmál nú að fjölga einkaskólum í borginni með tilheyrandi tugmilljóna aukakostnaði úr borgarsjóði, á sama tíma og þrengt er að almennum grunnskólum. Nú ríður á að horfast í augu við staðreynd- ir, yfirvofandi niðurskurð sem verður þungur í skauti fyrir alla skóla borgarinnar. Nú er lag að hlúa að innviðunum, styðja við grunnskólana svo þeir geti sinnt faglegu skólastarfi sem best miðað við aðstæður. Hægrimenn í borgarstjórn bera gjarnan fyrir sig að fjölbreytni í rekstrar- formi ýti undir þróun og nýbreytni í skólastarfi. Það þykir mér hæpin staðhæfing. Ekki nema borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geti sann- að það með óyggjandi hætti að eftirtektarverð og margverðlaunuð þróunar- og nýbreytniverkefni grunnskóla borgarinnar séu allt tilvist einkarek- inna grunnskóla að þakka? Nei, þau bera vitni um fagmennsku, grósku og gæði reykvískra grunnskóla. Borgarbúar geta treyst því að Samfylkingin forgangsraðar í þágu samfélagsins. Grunnskólinn er ein mikilvægasta stofnun þess og að honum ber að hlúa. Ég geri bókun reykvískra skólastjóra og kennara í menntaráði að mínum lokaorðum: „Almennir grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna innihaldsríkt og skapandi starf með nemendum sínum og eru fullfærir um að sinna skólagöngu allra barna í borginni – án sérstakrar gjaldtöku.“ Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Forgangsröðun menntamála Mikið er rætt um hvernig bregðast eigi við skulda- vanda heimilanna enda nokk- uð ljóst að staða mjög margra þeirra er verulega slæm. Ýmsar kenningar eru á lofti en segja má að átökin snúist um tvennt. Ann- ars vegar telja sumir að hægt sé að afskrifa skuldir heimil- anna almennt – annað hvort með beinni niðurfærslu upp að einhverju hámarki eða við að færa gengisvísitölu krónunnar ásamt neysluverðsvísitölu eitt- hvað aftur í tímann. Hins vegar þeir sem segja að almenn niður- færsla sé ekki inni í myndinni þar sem slíkt myndi m.a. valda eignatilfærslum á milli ólíkra hópa í samfélaginu og umbuna þeim sem síst skyldi. Bankarn- ir verði að taka á skuldamálum heimilanna eins og sérhverjum öðrum útlánum en þó þannig að meðferðarúrræðin verði nokkuð fjölbreyttari en gengur og gerist þegar taka þarf á slíkum vanda- málum. En hver kemur til með að borga fyrir þær afskriftir sem í bígerð eru – hvor leiðin sem farin verður? Stór hluti af þeim fjármunum liggur þegar á afskriftarreikningum banka- kerfisins enda hafa nýju bank- arnir yfirtekið hluta af skuld- um heimilanna með afslætti frá gömlu bönkunum og tilsvar- andi niðurfærslur hafa átt sér stað í sparisjóðakerfinu (í gegn- um fjárhagslega endurskipu- lagningu þeirra). Þær afskrift- ir lenda á kröfuhöfum gamla bankakerfisins. Hins vegar eiga Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóð- irnir (í gegnum hefðbundin líf- eyrissjóðslán) hátt í helming af skuldum heimilanna. Almenn skuldaniðurfelling krefst þess að ræða verður um hvernig fjár- magna eigi niðurfellingu þeirra skulda heimilanna sem tilheyra Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóð- unum. Í því sambandi eru aðeins tvær leiðir færar. Annars vegar að ríkissjóður taki á sig byrð- arnar (og leggi síðan á einhverja skatta) eða að Íbúðalánasjóður og einkum lífeyrissjóðirnir beri byrðarnar. Ágreiningurinn um hvora leiðina eigi að fara er óbeint um þessa fjármuni og eigi að skoða almenna niðurfærslu skulda verður að opna á þann mögu- leika að lífeyrissjóðir landsins beri hluta af þeim byrðum. Fari sú umræða ekki af stað og fáist botn í hana mun ríkisvaldið ólík- lega leggja fram tillögur þess efnis að um almenna skuldanið- urfellingu verði að ræða enda er ríkissjóður varla aflögufær hvað það varðar. Svo einfalt er það. Jafnframt er mikilvægt að um þessi mál verði rætt á magn- bundinn hátt – þ.e. að almenningi verði gerð grein fyrir um hvaða fjárhæðir er að tefla. Er verið að fara með heildarskuldastöðu heimilanna úr einhverjum 2.200 - 2.300 milljörðum (þessi upp- hæð er sennilega í kringum bók- færða skuldastöðu heimilanna) í 1.500 eða 2.000 milljarða króna. Á þessu tvennu er mikill munur. Í þessu sambandi er ennfrem- ur mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir að með því að spara fjármuni (í gegnum líf- eyrissjóðakerfið) er í raun verið að fresta neyslu – það er verið að taka hluta af launum einstakl- inga og geyma þá til seinni tíma. Stóra spurningin í dag er hvort almenningur telur skynsamlegt að seilast í hluta þessara fjár- muna núna frekar en að geyma þá til elliáranna? Þessari spurningu munu líf- eyrissjóðirnir ekki svara – þeir hafa engar heimildir til að leggja slíkt til. Stjórnir lífeyrissjóð- anna eru skipaðar annars vegar af verkalýðshreyfingunni og hins vegar af fulltrúum atvinnurek- enda. Þessir aðilar í samvinnu við ríkisvaldið þurfa að koma að slíkri umræðu. Þetta málefni – verði það tekið á dagskrá sem ég reyndar efast stórlega um – ætti því heima hjá samráðshóp þess- ara þriggja aðila. Hvað varðar hin efnahagslegu áhrif af því að færa væntanlega framtíðarneyslu (þ.e. hluta af þeim sparnaði sem fólk á í líf- eyrissjóðakerfinu) til dagsins í dag eru óljós og háð mörgum undirliggjandi óvissuþáttum. En sem dæmi má tiltaka hjónakorn í kringum fertugt sem hafa greitt í lífeyrissjóð í 15-20 ár og „eiga“ sem nemur 10-20 milljónir króna hjá kerfinu. Ef þessi hjónakorn eru yfirskuldsett og eiga varla til hnífs og skeiðar þá er spurn- ing hvort baukurinn uppi á hillu yrði ekki sóttur svo börnin þyrftu ekki að ganga í ónýtum skóm og slitnum buxum. Höfundur er hagfræðingur. Almennar afskriftir skulda ODDNÝ STURLUDÓTTIR KJARTAN BRODDI BRAGASON UMRÆÐAN | Skuldaafskriftir R itstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tján- ingarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi. Þeir vilja að í blaðinu ríki þeirra skoðanir á málum sem þeir telja að til framfara horfi. Við áskrifendur og les- endur Moggans höfum ekki tekið eftir öðru en Ólafur hafi staðið sig þokkalega í starfi, blaðið hafi undir hans stjórn frekar styrkst sem opinn fjölmiðill en hitt. Og okkur sem vinnum á miðlum í eigu fyr- irtækja sem Jón Ásgeir ræður stórum hlutum í, bregður vitaskuld í brún: misserunum saman höfum við legið undir almennu ámæli: að við göngum daglega til starfa eftir beinum fyrirskipunum frá Jóni og Ingibjörgu um að við skulum hafa þessa og hina hlið uppi á málum í umfjöllun Fréttablaðsins. Hvergi hafa þessar ávirðingar birst ljósar en hjá einstaka blaðamönnum Moggans. Baugsmiðlar skulu þeir heita. Og lygin lifir lengi ef hún er höfð yfir nógu oft. Gamlar konur sögðu jafnan: „Mogginn lýgur ekki“ og fylgdi kald- ur hæðnishlátur fullyrðingunni: „Mogginn var danskt blað fyrst í stað, svo gerðist hann þýskt blað eða breskt eftir því hvernig stóð í heimsmálunum, á endanum varð hann amerískt blað.“ Og svo mátti rekja þræðina frá fjölskyldunum sem áttu blaðið inn á ritstjórn- ina og hvernig það tengdist leynt og ljóst ráðandi öflum í íslensku samfélagi, hvernig auglýsingamáttur heildsala, verslunar og fram- leiðslufyrirtækja, hélt blaðinu lifandi og þannig fram þeim „áhersl- um í ritstjórnarstefnu“ sem þeim hagsmunum var geðfelld. Á tímabili virtist sú staða komin upp í íslensku samfélagi að hér yrði aðeins eitt dagblað líkt og í harðsvíruðum einræðisríkjum, rétt eins og hér væri bara einn flokkur. Mogginn varð klettur og og undir þá trú tóku menn í Aðalstrætinu. Og í mikillætinu sem rann vinnufólki þar á bæ í blóðið var ráðist í fjárfestingar: reist ný prentsmiðja sem gat prentað öll íslensk dagblöð á hálfri næt- urvakt, byggt hús teiknað af einum úr fjölskyldunni sem sæmdi blaði hjá milljónaþjóð. En raunveruleikinn bankaði að dyrum: banki hélt blaðinu uppi allt liðið ár þar til útgerðarkona í Eyjum lagði fram fé til að kaupa þrotabúið með miklum afslætti: milljarðar lágu eftir á kostnað almennings sem þá hafði þjóðnýtt bankann. Árvakur reyndist þegar til kom vera illa rekið fyrirtæki. Mogginn var rekinn misserum saman með bullandi tapi. Nú er samankominn eigendahópur að Mogganum sem hefur áður reynt fyrir sér með misjöfnum árangri í fjölmiðlarekstri á Íslandi: Stöð 3 og DV voru síðustu hjallarnir sem þessi hópur sótti yfir: DV drap hann með „áherslum í ritstjórnarstefnu“, stórum og tryggum lesendahóp tókst að útrýma með einstefnu í pólitísku trúboði og leiðindum. Og nú á að reyna enn – takist mönnum að öngla saman í kaupverðið sem er ekki að fullu greitt. Og ekki er eigendaskráin að fullu ljós. Né heldur hversu bankinn verður leiðitamur að þessu sinni. Í hinum vestræna heimi eru borgaraleg blöð í vörn. Margt í miðl- un bendir til að þau séu liðin tíð. Aðrar leiðir taki yfir í miðlun upplýsinga, áróðurs og skoðana. Og þá hefst kvakið um að Mogginn megi ekki deyja. Hann sé ómissandi með morgunkaffinu, rétt eins og morgunbænin og almættið. En hann hefur alltaf verið prívat- bissniss fyrir hina fáu og ríku, tryggur ofbeldi heimsvaldastefnu og auðstétta heimsins. Hann er gamall og grimmur þjónn og hefur alla sína tíð reynst íslenskri alþýðu rándýr. Velvakandi og hans fólk. Örlög Moggans PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Nýtt met? Flóttinn mikli úr Borgarahreyfingunni hófst þegar Þráinn Bertelsson yfirgaf félaga sína í fússi í sumar, þótt hann segðist hafa unnið af hei- lindum eftir stefnu Borg- arahreyfingarinnar. Þegar þremennirn- arnir svikulu, að mati Þráins, stukku svo frá borði í síðustu viku – sögðu skilið við borgarana en héldu tryggð við hreyfinguna – batt nýr formaður vonir við að Þráinn sneri kannski aftur og héldi á lofti því sem eftir væri af heiðri flokksins. Nú hefur Þráinn hins vegar lýst því yfir að hann hafi ekki hug á því. Og lái honum það hver sem vill. Eftir stendur þingmannslaus Borgara- hreyfing, sem líklega hefur gert sig áhrifalausa á nýjum mettíma. Augljóst Í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar kom fram að hún myndi leggja sjálfa sig niður ef stefnumál- um hennar yrði öllum náð – „eða augljóst er að þeim verði ekki náð“. Hvað ætli þurfi til að síðara skilyrðinu verði fullnægt? Gunnlaugur hvergi nærri Ranghermt var á þessum stað í síðustu viku að Gunn- laugur Egilsson, sonur Tinnu Gunnlaugs- dóttur Þjóðleikhús- stjóra, hefði séð um kóreógrafíu í leikritinu Fridu. Þar var stuðst við það sem sagði í leikdómi Maríu Kristjánsdóttur í Morgunblaðinu, en reyndist ekki á rökum reist. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.