Fréttablaðið - 21.09.2009, Page 13

Fréttablaðið - 21.09.2009, Page 13
MÁNUDAGUR 21. september 2009 13 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM DAN BROWN ER ÓDÝRARI Í OFFICE 1* * Skv. auglýsingu í Fréttablaðinu 15. september sl. kostar bókin 3.995 kr. hjá Eymundsson. 3.995 KR. eftir Stieg Larson 2.995 KR. Kostar 3.995 í Eymundsson* Kostar 4.900 í Eymundsson UMRÆÐAN Hermann Valsson skrifar um menntamál Afstaða Vinstri grænna til einkareksturs grunnskóla í borginni er ljós. Við styðjum hann ekki. Okkar skoðun er og hefur ávallt verið sú að öll börn eigi að eiga jafnan rétt til náms óháð efna- hag foreldranna. Nýleg ákvörðun meirihluta menntaráðs Reykjavík- ur og síðan staðfesting borgarráðs á rekstrarleyfi fyrir Menntaskól- ann ehf. er okkur því mjög á móti skapi. Hér er rétt að fram komi að VG hefur ekki sett neitt út á það hvernig faglegt skipulag skólans er sett fram. Þar er margt áhuga- vert. Varðandi Menntaskólann gæti ég ekki sett mig á móti þeirri stefnu sem hann setur fram. Hún er að þó nokkru leyti samsvarandi stefnu Norð- lingaskóla. Þar hef ég starfað frá stofnun skólans og tekið þátt í stefnumótun hans. Borgin sam- þykkti síðastliðið vor rekstrar- leyfi fyrir annan sjálfstætt rekinn grunnskóla, Tæknigrunnskólann, en hann hefur ekki hafið starfsemi enn sem komið er. Tæknigrunn- skólinn er að mínu mati sérstak- lega athyglisverður og mjög mikil- vægt er að þar verði ekki viðbótar skólagjöld. Tæknigrunnskólinn kemur með nýja nálgun á grunn- skólastarf. Á sínum tíma lagði full- trúi Vinstri grænna í menntaráði til að hann yrði starfræktur innan almenns grunnskóla í borginni til að tryggja aðgang nemenda óháð fjárhag foreldra. Vegna samþykktar borgarráðs á starfsemi Menntaskólans ehf. lagði fulltrúi Vinstri grænna fram eftirfarandi bókun í borgarráði 10. september síðastliðinn: Mikill niðurskurður hefur átt sér stað í grunnskólum borgar- innar með þátttöku starfsmanna. Samþykkt menntaráðs um stofn- un Menntaskólans ehf. og nú stað- festing borgarráðs hefur valdið óróa og óánægju innan almennu grunnskólanna sem ekki verður séð fyrir endann á. Þessi sam- þykkt kemur algerlega í bakið á starfsmönnum grunnskóla Reykjavíkurborgar sem þátt tóku í hugmyndavinnu um sparn- að á Menntasviði og gerir lítið úr þeirra vinnu. Segja má að það fé sem tókst að spara í almenn- um grunnskólum fari nú í starf- semi skóla fyrir börn fólks sem hefur efni á að greiða skólagjöld. Ekki verður betur séð en að þessi ráðstöfun með almannafé sé illa ígrunduð á tímum mikils niður- skurðar. Nýr skóli verður til þess að nemendum fækkar í þeim skól- um sem fyrir eru, til viðbótar við þá miklu nemendafækkun sem er í grunnskólum borgarinnar á þessu hausti. Gera má ráð fyrir að með því að fjölga grunnskólum í borginni nýtist skattfé verr og það muni veikja enn frekar starf- ið í þeim skólum sem fyrir eru. Það vekur upp spurningar um atvinnuöryggi í skólum. Borgar- stjórn hefur haft uppi yfirlýsingar um að standa saman og vinna að því að fara vel með fjármuni borg- arinnar. Þessi ráðstöfun er ekki í þeim anda, ekki ríkir samhugur um hana og ekkert samráð hefur verið haft við minnihluta borgar- stjórnar um ráðstöfunina. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Sjálfstætt starfandi grunnskólar í Reykjavík HERMANN VALSSON UMRÆÐAN Sigurður Magnússon skrifar um Álftanes Í sumar gisti ég hjá íslenskum námsmanni erlendis. Námsmað- urinn leigir íbúð í vinsælu hverfi, sem fasteignafélag í eigu Íslendinga á. Einn eigandinn er byggingameist- ari sem hefur verið umsvifamikill á Álftanesi við byggingar á árunum 2002-2007. Hér var sem sagt dæmi um hvernig hagnaður af góðærinu heima var fluttur til útlanda. Þetta gefur ástæðu til að íhuga stefnu D- listans á Álftanesi sem í skipulags- málum þjónaði hagsmunum verk- taka fremur en að huga að hagsmun- um bæjarsjóðs. Árin 2000 til 2006 var mikil íbúafjölgun á höf- uðborgarsvæðinu og þensla í bygg- ingariðnaði. Á Álftanesi fjölgaði íbúum úr 1553 í 2278 eða um tæp 50 prósent. Sveitarfélögin á svæðinu styrktu fjárhag sinn á tímabilinu með sölu á byggingarrétti. Hagnað af lóðum nýttu þau m.a. til að byggja skóla og íþróttamannvirki. Á Álfta- nesi skapaðist líka þörf á byggingu skóla- og íþróttamannvirkja eins og hjá nágrönnum okkar. En einn munur var hér á. Á Álftanesi seldi eða úthlutaði bæjarstjórn D-listans ekki einni lóð og enginn slíkur hagn- aður kom í bæjarsjóð. Frjálshyggja sem Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti D-listans og félagar hans stóðu fyrir, vildi að markaðurinn annaðist uppbyggingu. Verktakar voru í forystu um skipulag og sölu lóða, keyptu tún af landeigendum sem þeir margfölduðu að verðmæti eftir að bæjaryfirvöld D-lista voru búin að skipuleggja túnin að þeirra ósk. Verktakarnir réðu húsagerð og þéttleika byggðar sem var sniðið til að hámarka gróða þeirra. Gróðinn var svo fluttur í fjárfestingar utan Álftaness jafnvel til útlanda eins og dæmið að ofan sannar. Verktakarnir njóta nú eignanna meðan bæjarsjóð- ur þarf að draga saman seglin. Hverfi sem voru byggð á þessum árum eru Hólmatúnið, Birkiholt og Asparholt, hluti Sviðholts, Brekkan og Kirkjubrúin. Samtals voru byggð- ar um 150 fjölbýlisíbúðir og 170 sér- býli. Varlega áætlað hefur hagnað- ur af byggingarrétti verið um 1.500 milljónir. Fyrir þennan gróða hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi, eða greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins eins og þær voru 2006. Meirihluti Á-listans breytti hér um og hefur á þessu kjörtímabili áður en hann féll 9. september síð- astliðinn, þegar Margrét Jónsdótt- ir gekk til liðs við D-listann, selt byggingarrétt fyrir u.þ.b. 450 millj- ónir. Þetta tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæður og andstöðu bæjarfulltrúa D-lista. Þessi stefnubreyting mun nú auðvelda Álftnesingum að vinna sig frá þeim vanda sem efnahagshrunið hefur valdið. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista. Gróði af Álftanesi í útlöndum SIGURÐUR MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.