Fréttablaðið - 21.09.2009, Síða 17
MÁNUDAGUR 21. september 2009 3
„Þetta er nú bara gæluverkefni, sem við
Páll félagi minn höfum verið að dunda
okkur við. Mjög skemmtilegt og
gefandi,“ segir Erlendur Sigurðs-
son húsgagnabólstrari sem hefur,
ásamt nýútskrifuðum starfsbróð-
ur sínum, Páli Júníusi Valssyni,
verið að dytta að gömlu barokk
sófasetti síðasta mánuðinn. Settið
fundu þeir í Góða hirðinum.
„Við vorum á höttunum eftir ant-
íkgrip og fundum sófasettið þar.
Áklæðið var rifið þannig að það kost-
aði alls ekki mikið. Við höfum verið
að pússa það, sprautulakka svart og
bólstra með svörtu leðuráklæði. Mark-
miðið er að gera þetta svolítið öðru-
vísi heldur en venjan er með svona
gömul húsgögn.“
Erlendur segir húsgagnaviðgerðir
sínar ær og kýr. Hann rekur verslunina GÁ
húsgögn ehf. í Ármúla sem var stofnað árið
1975, en þar á bæ er áhersla lögð á alhliða
húsgagnframleiðslu og -viðgerðir. „Við vinn-
um fyrir fyrirtæki, veitingastaði og heimili
og erum líka mikið að gera upp fyrir við-
skiptavinina,“ útskýrir hann og bætir við
að eftirspurn hafi ekki minnkað. „Nei, enda
sveiflast verð á íslenskum húsgögnum ekki
eftir genginu.“
Talið berst þá aftur að settinu, sem Erlend-
ur segir tilbúið. Og hvað stendur svo til að
gera við gripinn? „Ja, það er nú spurning.
Ætli hann verði bara ekki seldur á barna-
land.is,“ segir hann og hlær.
roald@frettabladid.is
Betrumbætt barokksófasett
Húsgagnaviðgerðir eru eitt helsta áhugamál félaganna Erlendar Sigurðssonar og Páls Júníusar Valssonar. Nýverið duttu þeir niður á sófasett í barokkstíl í Góða hirðinum sem
þeir hafa verið dytta að.
Mikil vinna var lögð í öll smáatriði.Erlendur segir markmiðið hafa verið að gera sófa-
settið öðruvísi upp en venjan er.
Sófasettið fékkst í Góða hirðinum og var í bág-
bornu ástandi að sögn Erlends.
„Hjá GÁ-húsgögnum er mikil áhersla á húsgagnaframleiðslu þannig að okkur hefur þótt gaman að vera líka
í viðgerðunum,“ segir Erlendur, hér til vinstri, ásamt starfsbróður sínum Páli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR