Fréttablaðið - 21.09.2009, Side 30
21. SEPTEMBER 2009 MÁNUDAGUR16 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Eftir stopp um stundarsakir eru
framkvæmdir við Hljómahöllina í
Reykjanesbæ hafnar á nýjan leik.
Þar er átt við endurbætur á hinu
fornfræga samkomuhúsi Stapan-
um og viðbyggingu við það. Farið
verður mun hægar í framkvæmd-
irnar en upphaflega var áætl-
að þar sem fjármögnun verksins
er ekki lokið en unnið verður að
lóðaframkvæmdum og nýja húsið
klárað að utan. Einnig stendur til
að ljúka framkvæmdum við Stap-
ann.
Upphafleg kostnaðaráætl-
un nam rúmum 1.250 milljónum
króna auk búnaðar í allt húsið.
Vegna aðstæðna nú hefur verið
dregið úr kostnaði með því að
hætta við byggingu kjallara auk
gryfju undir sviðinu í Stapa.
Heimild: www.vf.is - gun
Hljómahöllin skal upp
Teikning af Hljómhöllinni
í Reykjanesbæ.
Hægt verður að horfa út til
Drangeyjar og Málmeyjar úr
hinni nýju sundlaug á Hofs-
ósi sem nú er í smíðum. Fram-
kvæmdum miðar vel og mun að
líkindum ljúka um miðjan nóv-
ember að sögn Sveinbjörns Sig-
urðssonar, framkvæmdastjóra
hjá Sveinbirni Sigurðssyni hf.
sem sér um bygginguna.
Þar sem laugin stendur á
sjávarbakka er Sveinbjörn
spurður að því hvort tröpp-
ur verði gerðar niður bakk-
ann fyrir þá sem vilja skella
sér í sjósund. „Við höfum að
minnsta kosti ekki verði beðnir
um þær,“ svarar hann. „Bakk-
inn er friðaður hér í kring því
stuðlaberg er í sjávarmálinu
og til samræmis við það verð-
ur umhverfið kringum laugina
mótað af stuðlum,“ lýsir hann.
Sveinbjörn segir grjótið tekið
úr námu í landi Bæjar á Höfða-
strönd, verkkaupinn, sveitarfé-
lagið Skagafjörður, sjái um það.
- gun
Með útsýni til
Drangeyjar
Arkitekt að lauginni á Hofsósi er
Sigríður Sigþórsdóttir.
Sala á sumarhúsum hefur
gengið framar björtustu vonum
hjá fyrirtækinu GS hús á Sel-
fossi, að sögn Kára Helgason-
ar, framkvæmdastjóra og eins
af eigendum fyrirtækisins.
„Auðvitað er mikil breyting
frá síðustu árum en miðað við
það sem maður hafði reiknað
með þá er þetta ágætt,“ segir
hann. Eftirspurn er meiri eftir
einfaldari húsum nú en á upp-
gangstímanum að hans sögn.
„Við bjóðum húsin á ýmsum
stigum, til dæmis bæði með
einangrun og fokheld, og það
er meira um það nú að fólk
taki byggingu sumarhúsanna
í áföngum, skipti henni niður
og fari skemur í hverju þrepi
en áður. Byggja jafnvel lítið
í byrjun en með stækkunar-
möguleika síðar,“ lýsir hann
og segir líka viðhaldsvinnu við
sumarhús hafa aukist mikið
við þær breytingar sem urðu
í vor þegar virðisaukaskatt-
ur var felldur niður af slíkri
vinnu tímabundið. - gun
Einfaldleiki eft-
irsóttari en áður
Sjötíu til níutíu fermetra sumarhús
eru vinsæl hjá GS húsum en sumir
byggja þau í áföngum.
4