Fréttablaðið - 21.09.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 21.09.2009, Síða 42
22 21. september 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Kaplakrikavöllur, áhorf.: 2.418 FH Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15-10 (5-6) Varin skot Gunnar 5 – Kjartan 3 Horn 9-5 Aukaspyrnur fengnar 14-10 Rangstöður 6-1 VALUR 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Baldur Aðalsteinsson 4 (60., Guðm. Mete 5) Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarins. 5 Bjarni Ó. Eiríksson 6 Ian Jeffs 5 Baldur Bett 5 (67., Marel Baldvins. 5) Sigurbjörn Hreiðars. 5 Matthías Guðmunds. 5 Helgi Sigurðsson 4 Arnar Sveinn Geirs. 5 (84., Viktor Illugas. -) *Maður leiksins FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 7 Pétur Viðarsson 6 Dennis Siim 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur L. Valgarðs. 6 Matthías Vilhjálms. 6 Davíð Þór Viðars. 7 Tryggvi Guðmunds. 6 (77., Björn Sverris. -) Ólafur Páll Snorras. 6 (81., Alexander Söd. -) Atli Viðar Björnsson 6 *Atli Guðnason 8 1-0 Atli Guðnason (11.) 2-0 Atli Guðnason (45.) 2-0 Erlendur Eiríksson (7) KR-Stjarnan 7-3 1-0 Guðmundur Benediktsson (12.), 2-0 Bjarni Guðjónsson (33.), 3-0 Óskar Örn Hauksson (35.), 4-0 Gunnar Örn Jónsson (51.), 4-1 Þorvaldur Árnason (54.), 4-2 Steinþór Freyr Þorsteinsson (57.), 5-2 Óskar Örn (58.), 6-2 Björgólfur Takefusa (60.), 6-3 Þorvaldur (67.), 7-3 Óskar Örn (79.). Fjölnir-Breiðablik 0-2 Kristinn Steindórs.(28.), Guðmundur Péturs.(56.). Grindavík-Fram 1-3 1-0 Gilles Ondo (27.), 1-1 Jón Fjóluson (39.), 1-2 Ívar Björnsson (70.), 1-3 Heiðar Júlíusson (84.). Þróttur R.-Keflavík 2-2 0-1 Jóhann Guðmundsson (12.), 1-1 Sam Malson (45.), 2-1 Oddur Björnsson (49.), 2-2 Hólmar Örn Rúnarsson (85.). ÍBV-Fylkir 2-3 1-0 Andri Ólafsson (31.), 1-1 Albert Ingason (63.), 1-2 Þórir Hannesson (71.), 1-3 Ólafur Stígsson (72.), 2-3 Eiður Aron Sigurbjörnsson (84.). 1. FH 21 16 2 3 56-20 50 2. KR 21 14 3 4 53-29 45 3. Fylkir 21 13 3 5 40-25 42 4. Fram 21 10 4 7 40-31 34 5. Breiðablik 21 9 4 8 35-33 31 6. Keflavík 21 7 9 5 32-36 30 7. Stjarnan 21 7 4 10 44-43 25 8. Valur 21 7 4 10 24-38 25 9. Grindavík 21 6 4 11 34-41 22 10. ÍBV 21 6 4 11 23-39 22 11. Fjölnir 21 3 5 13 26-46 14 12. Þróttur 21 3 4 14 22-48 13 FÓTBOLTI Einn skemmtilegasti leik- ur sumarsins fór fram á KR-vellin- um í gær þegar KR pakkaði Stjörn- unni saman, 7-3. Það var reyndar ekki eins mikið ójafnræði með liðunum og tölurnar segja en KR nýtti sín færi frábærlega og refs- aði lélegri vörn Stjörnumanna hvað eftir annað. Óskar Örn Hauksson fór mikinn og skoraði þrjú mörk í leiknum. Sóknarleikur KR var lengstum magnaður og fjölbreyttur. Miðju- spilið sterkt og kantarnir vel nýtt- ir. Varnarmenn Stjörnunnar vissu ekki hvað þeir voru að gera lengst- um og færðu KR-ingum á stundum gjafir. Margar þeirra voru nýttar en mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri hjá KR. „Þetta var virkilega vel leikinn leikur hjá okkur. Ég var ánægð- ur með strákana sem vildu gera sitt ef FH myndi misstíga sig. Því miður gerðist það ekki. Það hefði verið gaman að hafa spennu í loka- umferðinni,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR, sem verður áfram með liðið á næstu leiktíð. „Djarfur sóknarleikur kost- aði okkur þessi sjö mörk. Okkur var refsað grimmilega fyrir að vera djarfir og reyna að sækja á KR ólíkt flestum liðum sem koma hingað,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. - hbg Boðið upp á flugeldasýningu í Vesturbænum er KR rúllaði yfir Stjörnuna: Markasýning af allra bestu gerð LEIKURINN Í HNOTSKURN Guðmundur Benediktsson í færi og varnarmenn Stjörn- unnar víðs fjarri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Annað árið í röð var það Davíð Þór Viðarsson sem lyfti Íslandsmeistarabikarnum á loft sem fyrirliði FH. Hann hefur þó orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll fimm skiptin sem FH hefur staðið uppi sem sigurveg- ari, alls fimm sinnum. Þar að auki varð hann bikarmeistari með FH árið 2007 en það er í eina skiptið síðan 2004 sem FH varð ekki Íslands- meistari. FH varð meistari í gær eftir 2-0 sigur á Val. „Ég verð aldrei saddur. Ég er mikill FH-ingur og ef maður er ekki í fótbolta til að vinna titla þá gæti maður allt eins sleppt þessu.“ FH hefði getað orðið Íslandsmeistari á miðvikudaginn hefði KR þá misstigið sig í sínum leik en svo fór ekki. „Ég hefði reyndar alveg verið til í að prófa að verða meistari án þess að spila,“ sagði Davíð. „En það skiptir ekki öllu máli – aðalmálið var að klára þetta sem við gerðum í dag.“ Hann segir að það hafi þó ekki verið neitt vandamál að láta ekki utanaðkomandi áhrif trufla sig í undirbúningnum fyrir leikinn gegn Val. „Æfingavikan var mjög góð eins og sást í leiknum í dag. Við spiluðum mjög góðan fótbolta, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo í seinni hálfleik vorum við mjög skynsamir. Við erum líka með mjög gott þjálfarateymi sem sá til þess að við héldum einbeitingunni í lagi.“ Hann vonast til þess að sigurganga FH haldi áfram um ókomin ár. „Við erum með mjög gott lið og mikið af góðum ungum leikmönnum að koma úr yngri flokkunum. Ég held að við eigum eftir að halda stöðu okkar á toppnum um ókomin ár.“ Atli Guðnason var hetja FH-inga í gær en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum á Val. „Það er auðvitað alger draumur að hafa skorað tvö mörk í leiknum sem tryggir okkur titilinn.“ Atli hefur átt frábært sumar í liði FH og margir sem segja að hann eigi skilið að verða kjörinn besti leikmaður mótsins. „Oft- ast er leikmaður úr meistaraliði kjörinn bestur og ég er vissulega einn þeirra sem kem til greina eins og aðrir leikmenn FH. Margir leikmenn FH hafa átt mjög gott sumar. En ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í sumar.“ DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON OG ATLI GUÐNASON: VERÐUM VONANDI ÁFRAM Á TOPPNUM NÆSTU ÁRIN Er ekki orðinn saddur þrátt fyrir alla titlana > Fram vann Reykjavík Open Framarar fóru með sigur af hólmi á Reykjavík Open-mótinu í karlaflokki í handbolta sem fram fór um helg- ina. Fram vann Aftureldingu 31-26 í úrslitaleik mótsins en staðan í hálfleik var 17-16 Fram í vil. Jafnræði var með liðunum lengi vel en Fram- arar fóru svo hægt og bítandi að síga fram úr. Stjarnan endaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur gegn Neistanum frá Færeyjum. FÓTBOLTI FH fagnaði í gær sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í sögu félagsins eftir 2-0 sigur á Val í næstsíðustu umferð Pepsi-deild- ar karla. FH hélt fimm stiga for- ystu sinni á KR og tryggði sér þar með titilinn, annað árið í röð og í fimmta sinn síðan 2004. Atli Guðnason er af mörgum tal- inn einn besti leikmaður tímabils- ins til þessa og hann sýndi enn og aftur í gær að hann skiptir sköpum fyrir lið FH. Hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Val í gær, bæði í fyrri hálfleik. „Ég tek hattinn ofan fyrir þess- um leikmönnum. Ég tel að það hafi verið mikið afrek hjá þeim að vinna titilinn í ljósi þeirra áfalla sem liðið varð fyrir bæði í byrj- un og um mitt mót,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í gær. „Það jákvæða við það að missa menn í meiðsli er að fleiri ungir leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Í dag eru þeir reynsl- unni ríkari og það var mikið afrek fyrir liðið að klára þetta mót þegar ein umferð er eftir.“ Yfirburðir FH framan af móti voru mjög miklir. En um miðjan síðasta mánuð fór að halla undan fæti og FH tapaði til að mynda fyrir KR og Grindavík og gerði þar að auki jafntefli við Þrótt. En þá var gert hefðbundið lands- leikjahlé á deildinni í byrjun sept- ember. Þann tíma nýttu FH-ingar sér mjög vel og hafa klárað báða sína leiki eftir það af mikilli skyn- semi – fyrst með 5-0 sigri á ÍBV og svo sigrinum á Val í gær. „Ég var aldrei órólegur,“ sagði Heimir. „Vissulega duttum við niður á tímabili en það er ekkert lið á Íslandi sem ræður við að vera án 6-8 leikmanna, þar af margra lykilmanna, í langan tíma. Við nýttum fríið vel og náðum þá að slípa okkur saman og vinna mótið – sem var sanngjarnt.“ Frammistaða FH í gær var ef til vill ekki sú besta í sumar en liðið gerði það sem þurfti til. „Bæði lið fengu sín færi og ég hef áður séð betri holningu á FH-liðinu. En það er ekki spurt að því. Við komumst í 2-0 forystu og mér fannst við spila mjög skynsamlega eftir það. Það er einkenni góðra liða að geta hald- ið boltanum vel innan liðsins og við vorum mjög þolinmóðir. Þetta var því frábær dagur,“ sagði þjálfar- inn. Heimir gerði í síðasta mánuði nýjan tveggja ára samning við FH og verður því áfram með liðið. „Ég hef alltaf sagt að mér líður mjög vel hjá FH. Hér eru frábærir leik- menn og margir góðir að koma upp úr yngri flokkunum. Við höldum því áfram að sinna því góða starfi sem unnið hefur verið síðustu ár.“ Hann á einnig von á því að liðið muni ekki breytast mikið á kom- andi leiktíð. „Ég hef ekki trú á því að við missum einn einasta leikmann. Ég neita að trúa því að nokkur vilji fara frá meistaraliði.“ eirikur@frettabladid.is Fimmföld meistarasæla FH-inga FH varð í gær Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í fimmta sinn í sögu félagsins og annað árið í röð. FH vann 2-0 sigur á Val á heimavelli sínum og er með fimm stiga forystu á KR þegar einni umferð er ólokið. SIGURHRINGURINN FH-ingarnir Davíð Þór Viðarsson og Tryggvi Guðmundsson sjást hér hlaupa sigurhringinn á Kaplakrikavelli í gærkvöld ásamt stuðningsmönnum félagsins eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.