Stúdentablaðið - 01.12.1961, Síða 7
STÚDENTABLAÐ
7
Hugmyndin um víðtæka efna-
hagssamvinnu Evrópuþjóðanna
var ekki ný, er hafizt var handa
eftir heimsstyrjöldina síðari, en
segja má að þá fyrst hafi hún
fengið raunverulega þýðingu. Ev-
rópuríkin voru úttauguð eftir
hildarleikinn og efnahagur þeirra
í rústum. Enginn evrópskur gjald-
miðill var til, er nothæfur væri í
alþjóðaviðskiptum. Hverskyns
tollmúrar og höft torvelduðu við-
skipti milli landanna. Þessu
breytti Marshalláætlunin og starf-
semi OEEC og undirstofnana,
svo sem Greiðslubandalags Ev-
rópu. Pólitísk og hernaðarleg
samvinna var síðan tekin upp á
árinu 1949. Allt þetta samstarf
var byggt á samvinnu sjálfstæðra
rikja.
Með efnahagssamvinnunni náð-
ist skjótlega góður árangur.
Framleiðslan jókst, verzlun og
viðskipti döfnuðu, lifskjörin bötn-
uðu ört og stöðugt. Hins vegar
voru samvinnunni takmörk sett
í þvi formi, sem skapað hafði ver-
ið með OEEC. Þrátt fyrir sam-
vinnuna varð skipting álfunnar i
mörg smáriki, sem hvert um sig
hélt sínum tollmúrum og við-
skiptahöftum að nokkru til að
hindra sérgreiningu framleiðsl-
unnar, fjöldaframleiðslu og notk-
un dýrra tækninýjunga. I saman-
burði við risana tvo, Bandaríkin
og Sovétríkin, voru flest ríki Ev-
rópu sem dvergar. Ýmsir framá-
menn þessara þjóða sáu og skildu,
að við svo búið mátti ekki standa,
að sundruð Evrópa mundi glata
virðingu sinni og áhrifum og e. t.
v. sjálfstæðinu lika.
A árinu 1952 var fyrsti grund-
völlurinn lagður að víðtækari
samvinnu, er Kola- og stálsam-
band Evrópu (ECSC) tók til
starfa. Að því stóðu sex ríki, þau
hin sömu er síðar stóðu að Efna-
hagsbandalagi Evrópu, þ. e. Bene-
luxlöndin, Frakkland, Italía og
Þýzkaland. Á árinu 1955 hófust
samningar sömu ríkja um stofn-
un algjörs tollabandalags, sem
leiddu til undirritunar Rómar-
sáttmálans í marz 1957, og gild-
istöku hans 1. jan. 1958.
1 lengstu lög héldu menn i þá
von, að ekki þyrfti að koma til
efnahagslegs klofnings í Evrópu,
og að takast mættu samningar
um stofnun fríverzlunarsvæðis
milli efnahagsbandalagsrikjanna
sex og annarra aðildarríkja
OEEC. Samningaumleitanir um
þessa lausn mistókust hins vegar
og gengu þá sjö riki til samstarfs
á fríverzlunargrundvelli og stofn-
uðu Fríverzlunarbandalag Evrópu
(EFTA) i Stokkhólmi 1959. Þetta
bandalag hafði það að öðru aðal-
markmiði að hefja samninga um
myndun stærri viðskiptaheildar
við Efnahagsbandalagið.
Ég rek ekki þessa sögu lengra
í einstökum atriðum, en nú er
svo komið, að fyrir dyrum standa
samningar um aðild Bretlands,
Danmerkur og væntanlega Ir-
lands að Efnahagsbandalaginu.
Fyrr á þessu ári var undirritaður
samningur um aukaaðild Grikk-
lands og biður sá samningur nú
fullgildingar. Búizt er við, að
margar, ef ekki allar þjóðir innan
OEEC, sæki um aðild á næstunni
í einni eða annarri mynd.
Að öllu þessu athuguðu, má
með nokkrum rétti halda því
fram, að þróunin til samstarfs á
sviði efnahagsmála í Vestur-Ev-
rópu, sem leitt hefur til stofnun-
ar hinna tveggja bandalaga og
væntanlegs samruna þeirra, eigi
í ýmsu rót sina að rekja til sivax-
andi gengis og áhrifa stórveld-
anna i vestri og austri og ótta um
það, að Evrópa, er klofin væri í
smáriki, mundi ekki verða hlut-
geng í veröldinni, hvorki efna-
hagslega eða pólitískt. Jafnframt
hafa menn séð og skilið kosti þá,
sem stór markaður getur boðið,
með tækifærum til sérgreiningar
og fjöldaframleiðslu.
Til grundvallar því efna-
hagssamstarfi eða samruna,
sem nú á sér stað i álf-
unni, liggur samningurinn um
stofnun Efnahagsbandalagsins —
Rómarsáttmálinn. Ég mun i
stuttu máli rekja markmið hans
og efni, sem jafnframt verður þá
lýsing á skuldbindingum þeim,
sem aðildarríkin taka á sig, að svo
miklu leyti, sem um það er hægt
að segja á þessu stigi málsins. Ég
ætla mér samt ekki þá dul að gefa
á viðhlýtandi hátt skýringar á
hinum fjölmörgu ákvæðum sátt-
málans. Sum þeirra þarfnast lit-
illa skýringa. Önnur eru nánast
stefnuyfirlýsingar, sem ekki er
vitað hvernig munu verða fram-
kvæmdar, t. d. ákvæðin, sem
fjalla um landbúnað og fiskveiðar,
og um frjálsan vinnumarkað.
Rómarsáttmálinn er samning-
ur um stofnun efnahagsbanda-
lags. Enda þó myndun sameigin-
legs markaðs með sameiginlegum
tolli gagnvart löndum utan
bandalagsins og afnámi tolla á
milli aðildarríkjanna, sé e. t. v.
mikilvægasti hluti sáttmálans, er
hann þó miklu viðtækari eins og
nafnið, Efnahagsbandalag Evrópu
(European Economic Communi-
ty), ber með sér. Stefnt er að víð-
tækari samvinnu á sem flestum
sviðum efnahagsmálanna, eða
eins og segir orðrétt í 2. gr. sátt-
málans.
,,Það skal vera markmið
Bandalagsins, með stofnun sam-
eiginlegs markaðar, og stöðugri
viðleitni til samræmingar á stefn-
um aðildarrikjanna á sviði efna-
hagsmála, að vinna að jafnari
efnahagslegri framþróun hvar-
vetna i Bandalaginu, samfelldum
hagvexti samfara jafnvægi, aukn-
um stöðugleika efnahagslifsins,
örari bata lífskjara og nánari
sambúð aðildarríkjanna“.
Leiðin að þessum markmiðum
er vörðuð í 3. gr. sáttmálans.
„Vegna þeirra markmiða, sem
getið er i næstu grein hér á und-
an, skal til starfsemi Bandalags-
ins heyra eftirfarandi, með þeim
skilyrðum og tímaákvæðum, sem
getið er í samningnum:
(a) brottnám tolla og beinna
viðskiptahafta á innflutning og
útflutning vara milli aðildarrikj-
anna, svo og annara ráðstafana,
sem svipuð áhrif hafa; (b) setn-
ing sameiginlegs tolls og sameig-
inlegrar viðskiptastefnu gagnvart
löndum utan bandalagsins; (c)
niðurfellingu á tálmunum á frjáls-
um hreyfingum vinnuafls, þjón-
ustu fjármagns milli meðlima-
rikjanna; (d) setning sameigin-
legrar stefnu i landbúnaðarmál-
um; (e) setning sameiginlegrar
stefnu á sviði flutningamála; (f)
stofnun kerfis, sem tryggi að sam-
keppni sé ekki aflöguð innan Sam-
eiginlega markaðsins; (g) ráð-
stafanir, sem geri kleift að sam-
ræma stefnur meðlimalandanna á
sviði efnahagsmála og leiðrétta
misvægi á greiðslujöfnuði þeirra;
(h) samrýming á sveitastjórnar-
lögum þeirra, svo sem nauðsyn-
legt er starfsemi Sameiginlega
markaðsins; (i) stofnun Félags-
málasjóðs Evrópu í því augnamiði
að bæta atvinnumöguleika verka-
manna og lífskjör þeirra; (j)
stofnun Fjárfestingarbanka Ev-
rópu með það fyrir augum að auð-
velda efnahagslegar framfarir
Bandalagsins með sköpun nýrra
auðlinda; (k) tengingu Banda-
lagsins við lönd þess og landa-
svæði í öðrum heimsálfum með
það fyrir augum að auka viðskipti
við þau og keppa í sameiningu
að auknum efnahags- og félags-
legum framförum þeirra“.
Samkvæmt þessum ákvæðum
samningsins er brottnám við-
skiptatálmana, tolla og hafta,
meginverkefni bandalagsins. —
Samtímis þessu skal ske sá
samruni, sem svo mætti kalla,
sem getið er um í 3. grein hér að
ofan, þ. e. með frjálsum vinnu-
og fjármagnsmarkaði, sameigin-
legri stefnu í landbúnaðarmálum,
flutningamálum og að því er varð-
ar samkeppnisreglur, samræm-
ingu stefna á sviði efnahagsmála
og löggjafar,. og með stofnun Fé-
lagsmálasjóðs og Fjárfestingar-
banka.
Svo sem ljóst er af ákvæðun-
um um niðurfellingu viðskipta-
tálmana, eru þar að lútandi kvað-
ir mjög nákvæmlega skilgreindar.
Þetta gildir hins vegar ekki um
samrunann á öðrum sviðum en
viðskiptum. Á þeim sviðum eru
kvaðirnar öllu fremur almennar
stefnuyfirlýsingar. Markmiðin eru
í aðalatriðum skilgreind, en
hvernig að þeim skuli keppt í
framkvæmd, er látið i umsjá
stofnana bandalagsins. Sú ástæða
er talin vera fyrir þessu, að vegna
hins þýðingarmikla og víðtæka
hlutverks bandalagsins, hafi ekki
verið kleift að koma inn í sjálfan
samninginn í smáatriðum öllum
þeim reglum, sem setja þarf.
Samruni sá, sem ætlunin er að
stofna til með sjálfum Rómar-
samningnum er einvörðungu
efnahagslegur. I samningnum
sjálfum eru engin ákvæði um
stjórnmálalegt samstarf þátt-
tökuríkjanna. Á hinn bóginn
hafa 6-veldin þegar hafið um-
ræður um samvinnu með það fyr-
ir augum að skapa meiri stjórn-
málalega einingu.
Stjórn bandalagsins er falin
stofnunum með víðtæku valdi, en
þær eru þessar: