Stúdentablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 13
STÚDENTABLAÐ
13
háskólakennara snertir er um
stórfellda hnignun að ræða frá
því sem var við stofnun Háskóla
Islands og getur ekki við svo búið
staðið, ef í framtíðinni eiga að
fást frambærilegir kennarar við
þessa æðstu menntastofnun
landsins. Það verður að vænta
þess, að á næstunni verði öll
launamál háskólakennara tekin
raunhæfum tökum, en hvað sem
því líður, þá þarf að vinda bráðan
bug að því, að sjá fyrsta hluta
læknadeildar fyrir auknum
kennslukröftum. Samhliða því
þarf svo að gera ráðstafanir til að
tryggja honum efni til líkskurðar,
og kemur þá til kasta þings og
stjórnar að setja lög eða reglu-
gerð er lúti að því og mætti í því
efni styðjast við reynslu ná-
granna þjóða okkar. Hún hefur þó
ekki verið með öllu góð á Norður-
löndum, því minna hefur fallið til
af líkum en nægi þörfum hins ört
vaxandi læknanemafjölda svo það
hefur þurft að flytja inn lík, en
útvegun þeirra hefur gengið mis-
jafnlega, einkum á seinni árum.
Það má vera að læknadeildin gæti
að einhverju leyti bjargast á að-
fluttum líkum til líkskurðar, um
það skal ekki dæmt að órenydu,
en það yrði þá að sjá henni fyrir
f járveitingu í því skyni. Ef ókleift
reyndist að sjá læknadeild fyrir
nægjanlegum fjölda líka eftir of-
angreindum leiðum, þá yrði að
grípa til þess næst bezta sem er
líkskurður á dýrum.
Niðurstaðan af þessum hugleið-
ingum mínum verður sú, að ég tel
eftirfarandi leið vænlegasta til
þess að með sem skjótustum
hætti megi koma líkskurði lækna-
nema í viðunanlegt horf. 1. að
stofnað verði, eins fljótt og við
verður komið, embætti aðstoðar-
kennara í líffærafræði með við-
unandi launakjörum og síðan
verði álitlegasti umsækjandinn
um stöðuna kostaður til að full-
komna sig í greininni. 2. á meðan
vinni læknadeildin að sem heppi-
legastri lausn á vandanum við út-
vegun efniviðar til líkskurðar.
Húsnæði það sem fyrir hendi
er ætti að nægja fyrst í stað, en
bæta þarf við eitthvað af tækjum
og því er svo ekki að leyna að vel
verður ekki séð fyrir verklegri
kennslu í líffærafræði fyrr en
komið er í rúmbetra húsnæði og
með enn meiri kennslukrafti.
Aldarafmæli
Hannesar Hafstein
ÁSTARJÁTNIN G
(til íslands 1880)
Ég elska þig bæði sem móður og mey,
sem mögur og ástfanginn drengur,
þú forkunnar tignprúða, fjallgöfga ey!
Ég fæ ekki dulizt þess lengur.
Þú háa meydrottning, heyr þú mig:
Af hug og sálu ég elska þig.
Hinn 4. desem-
ber n. k. eru 100
ár liðin frá fœð-
ingu Hannesar
Hafsteins. Þykir
því hlýða að
birta hér eitt af
kvœðum hans.
Fyrir valinu varð
Astarjátning, ort
til Islands árið
1880. — Túlkar
kvœði þetta bezt
þá ást, er skáld-
ið hafði á fóst-
urjörð sinni.
Sem móðir þú hefur mig faðmað og fætt
og frætt mig og skemmt mér við sögur.
I anda mér hefur þú eldsneista glætt
sem yngismey töfrandi fögur.
Ég grátbæni drottin að gefa mér,
að geti ég aftur hugnazt þér.
Ég veit ekki, hvernig mín ást til þín er,
hvað einkum svo til þín mig dregur,
hvort móðirin blíð eða mærin í þér
á metunum drjúgara vegur.
Ég finn aðeins hitt, hvernig hjarta mitt slær,
er hugsa ég til þín, sem ert mér svo kær.
Ég óska þess næstum, að óvinaher
þú ættir í hættu að verjast,
svo ég gæti sýnt þér og sannað þér,
hvort sveinninn þinn þyrði’ ekki að berjast.
Að fá þig hrósandi sigri að sjá
er sætasta vonin, er hjarta mitt á.
Ef verð ég að manni, og veiti það sá,
sem vald hefur tíða og þjóða,
að eitthvað ég megni, sem lið má þér ljá,
þótt lítið ég hafi að bjóða,
þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál,
hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa,
hjarta og sál.