Stúdentablaðið - 01.12.1961, Side 14
14
STÚDENTABLAÐ
/Æ
UPPHAF
Lífið glœðir iðu alda,
orð og gerðir, stórt og smótt.
Má í hafgný hárra falda
heyra átök máttarvalda,
óskir þeirra, andardrátt.
Nýrri sköpun vizkan veldur.
Vatn og loft og jörð og eldur
skulu yngd og endurskírð
upprisunnar páskadýrð.
Á hverju vori laufgast limið.
Lítið upp og hlustið, skimið.
Heyrið gnýinn, gneistabrimið.
II
ÆTTJÖRÐ
Úr útsœ rísa íslandsfjöll
með eld í hjarta, þakin mjöll,
og brim við björg og sand.
Þó mái tíminn margra spor,
þá man og elskar kynslóð vor
sitt fagra föðurland.
Við tölum íslenzkt tungumál.
Við tignum guð og landsins sál
og fornan œttaróð.
Þeir gjalda bezt sinn gamla arf,
sem glaðir vinna þrotlaust starf
til vaxtar vorri þjóð.
Á meðan sól að morgni rís
og máni silfrar jökulís
og drengskapur er dyggð,
skal fólkið rœkta föðurtún
og fáninn blakta efst við hún
um alla íslandsbyggð.
III
DÖGUN
Dagurinn kemur, guðar á glugga
og gistir vorn háa sal.
Hann er tákn þess, sem œskan elskar
og alls, sem koma skal.
Að morgni svœfir hann brúði bleika
á bak við sinn stjörnugeim.
Svo lyftir hann sínu logandi blysi,
sem lýsir um allan heim.
EFTIR
Davíð
Stefánsson
FRÁ FAGRASKÓGI
IV
GRÓÐUR
Inn í musteri lífs og lista
leitar andinn um fjöll og sanda.
Inni kviknar í muna manna
máttur, sem veldur nýjum háttum,
eggjar sál til hœrri hyggju,
höndina til að nema löndin.
Mannsins líf er enn sem áður
œðsti gróður lands og þjóðar.
V
ÍSLENZK FRÆÐI
Líkt og magnað kraftakvœði
knýja hugann íslenzk frœði
þangað inn, sem œtt og saga
eiga sína liðnu daga.
Stríðir enn við stormanœtur
stofn, sem á sér djúpar rœtur,
frjóa mold og fastan grunn.
Þar á fólkið, þjóðarsálin,
þúsund ára brunn.
Ennþá tala tungu Snorra
tign og hreysti feðra vorra.
Frelsi, nám og höfðingshœttir
heilla landsins beztu œttir.
Fólk, með eld og brim í blóði,
brýnt til stáls af sögn og Ijóði
yfirstígur allar spár,
nýtur veiga nornabrunnsins
nœstu þúsund ár.
VI
TRÚ
Hver er þessi hvíti seiður,
hví eru loftin tœr og blá?
Hví á friðlaus fuglinn hreiður,
fleyga vœngi, himinþrá?
Trúin er vor tign og heiður,
testamenti, völuspá.
VII
LÖGVÍSI
Lífið hefur lög og rétt
lifendum og dauðum sett.
Þegar allir þetta skilja,
þá mun lotið einum vilja,
bölið sigrað, byrðin létt.
Öldin, sínu eðli háð,
uppsker það, sem til var sáð.
Enn er eins og garður granna
geti scett — og heillum spáð.
Æðstu lögmál allra manna
eru þeim í hjörtu skráð.
VIII
LÆKNISLIST
Þar myrkvast loft sem miskunnsemin deyr,
en mátt hins góða styrkja Ijóssins andar,
og sali vora gistir gyðjan Eir,
sem grœðir sár og töfradrykkinn blandar.
En oft er hold vort hörðum eggjum rist
og hjálpin veitt af þeim, sem til þess kunna
Sú mennt er há að beita lceknislist
og leita uppi nýja heilsubrunna.
IX
TÆKNI
Þó að gammar grárra skýja
gini yfir nýrri bráð,
Völundur og Vúlkan knýja
vötn og eld og kynslóð nýja
til að magna mannsins dáð.
Gcefan hefur gefið mörgum
gáfu, sem er rík og sterk.
Þar sem tœknin byltir björgum,
birtast andleg kraftaverk.