Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Side 14

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Side 14
14 STÚDENTABLAÐ LÚÐVÍK ÓLAFSSON: LÁNASJÓÐUR ÍSLENZKRA NÁMSMANNA Lúðvík Ólafsson stud. med. er fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla ís- lands í stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. í þessari grein skrifar Lúðvík um sjóðinn, hlutverk hans og fyrirkomuiag við út- hlutun, en drepur jafnframt á vankanta sjóðsins og þá erfiðleika, sem við er að etja. í lok greinarinnar ræðir Lúðvík um tillögur þær um fimm ára áætlun til fullrar umframfjárþarfar, sem settar hafa verið fram. Lúðvílc Ólajsson. Það, sem hér verður rakið varðandi lög og reglur Lána- sjóðs íslenzkra námsmanna, er aðeins úrdráttur, en þeim, sem vildu kynnast þeim nánar, skal bent á lög og reglur sjóðsins, svo og bækling er Lánasjóður íslenzkra náms- manna hefur látið gefa út og nefnist „Uthlutunarreglur 1969“. Mikið af því, sem hér verður ritað, er úr þeim bæklingi, og tölulegar upplýsingar eru þær sem giltu við úthlutun 1969. STJÓRN SJÓÐSINS — RÁÐSTÖFUNARFÉ. Samkvæmt lögum er hlutverk Lánasjóðs íslenzkra námsmanna , að veita íslenzkum námsmönnum lán til náms við Háskóla Islands, kennaradeild stúdenta, fram- haldsdeild og menntadeild Kennaraskóla íslands, fyrsta hluta Tækniskóla íslands, erlcnda háskóla og tækniskóla, svo og aðrar hliðstæðar erlendar kennslustofnanir, sam- kvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.“ I 3. gr. laga sjóðsins segir svo: „Menntamálaráðherra skipar stjórn sjóðsins, þannig: Einn samkvæmt tilnefn- ingu háskólaráðs, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenzkra stúdenta erlendis,“ (núna Samband ísl. náms- manna erlendis), „einn samkvæmt tilnefningu Stúdenta- ráðs Háskóla Islands, einn samkvæmt tilnefningu fjár- málaráðherra, en tvo án tilnefningar, og skal annar þeirra valinn með hliðsjón af kunnugleika á námi og högum þeirra námsmanna, sem eigi eru stúdentar, en hinn vera formaður stjómarinnar.“ „Hlutverk stjórnar sjóðsins er: 1. Að veita námsmönnum námslán af fé því, sem sjóður- inn hefur til ráðstöfunar á hverjum tíma. 2. Að annast úthlutun námsstyrkja samkvæmt III. kafla laga þessara. 3. Að annast lántökur og liafa með höndum fjármál sjóðs- ins. 4. Að annast gagnasöfnun varðandi þörf námsmanna á opinberri aðstoð.“ Samkvæmt 2. lið úthlutar sjóðstjórn styrkjum til þeirra, er nám stunda erlendis, til að vega upp á móti kostnaðar- auka, er af því leiðir. Þá sér sjóðstjórnin um úthlutun á kandidatastyrkjum, sem veittir eru þeim, sem eru við framhaldsnám að loknu lokaprófi við liáskóla eftir nám, sem tekur að öðru jöfnu minnst 4 ár. Árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins er: 1. Vextir og afborganir af námslánum samkvæmt lögun- um og af eldri námslánum. Þetta nam rúmum 4 millj- ónum við síðustu úthlutun. 2. Ríkisframlag, sem er mestur hluti ráðstöfunarfjár. 3. Lausafé, s. s. bankalán. Samkvæmt reglugerð er nánrsaðstoð aðeins veitt, sé nám hafið, þegar úthlutun fer fram, og að jafnaði ekki nema eðlilegur námstími sé rninnst tvö ár. Einnig verða umsækjendur, sem sækja um lán í fyrsta sinn, að sýna vottorð um að hafa lokið tilskyldum fyrstaárs prófum, til þess að geta leyst út lán sitt. Námsmenn frá Norðurlöndum, sem heimilisfastir eru á íslandi og nám stunda við Iláskóla íslands, njóta rétt- inda til opinberrar aðstoðar við námsmenn samkvæmt lögum, með sama hætti og íslenzkir námsmenn. TIL ÁLITA VIÐ ÚTHLUTUN. Helztu atriði, sem koma til álita við ákvörðun á náms- láni eru þessi: I. Námshostnaður. Við ákvörðun á námskostnaði er byggt á könnun frá 1967—’68 um námskostnað íslenzkra námsmanna. Var

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.