Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Page 15

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Page 15
STÚDENTABLAÐ 15 Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir, að óþarfi væri að styrkja þá stúdenta fjárhagslega, sem vanræktu námið og lykju því aldrei. Slíkt væri sóun á fjármunum. Stúdentablað er ráðherranum alveg sammála, — en málið er ekki alveg svona einfalt. Veigamesti þáttur þess, að stúdentar Ijúka ekki námi, eftir landspróf og erfitt menntaskólanám, er einmitt fjárskortur. Þetta er þjóðfélaginu óbætanlegur skaði, og ekki þyrfti háar fjárhæðir til þess að koma lánamálunum í við- unandi horf. Það væri tvímælalaust ein bezta fjárfesting þjóð- félagsins. framfærslukostnaður þeirra, sem stunda nám hér hcima og lögin ná til, álitinn sem hér segir við aðalúthlutun 1969: Karlmaður í foreldrahúsuni ..... kr. 108 þús. Karlmaður annars staðar......... — 130 þús. Kvenmaður í foreldrahúsum ...... — 101 þús. Kvenmaður annars staðar......... — 123 þús. Námskostnaður erlendis er háður löndum og dvalar- stað innan einstakra landa. Þær tölur eru frá 147 þús. fyrir konur í Rússlandi og utan Parísar í Frakklandi, upp í 293 þús. fvrir karla í Bandaríkjunum. Algengastur er náms- kostnaður á bilinu 190—210 þús. Námskostnaður hér heima liækkar um 25 þús. kr. við hvert barn, sem námsmaður hefur á framfæri hjá sér, en um 15 þús. kr. við hvert meðlagsskylt barn. Ef hjón eru bæði í námi og uppfylla sett skilyrði um námslán, hækkar námskostnaður þeirra hvors um sig um 12.500 kr. á hvert barn. II. Telcjur námsmanns. Átt er við allar tekjur, styrki og hlunnindi, er námsmaður hlýtur. Ef umsækjandi er í hjónabandi og sæki maki ekki um lán, skal einungis taka tekjur umsækjanda til greina. Sæki bæði hjóna um lán, skal þeim hvoru um sig reiknaðar 14 samanlagðar tekjur beggja. — Vinnutekjur umsækjanda eru ekki reiknaðar að fullu til frádráttar námskostnaði. Frá tekjum um- sækjenda, sem hafa kr. 70 þús. eða meira í tekjur, skal draga ákveðinn hundraðshluta fyrir sköttum og opinber- um gjöldum. Hafi umsækjandi barn/börn á eigin fram- færi skal draga ákveðinn hundraðshluta frá tekjum hans. Frá tekjum barnlausra umsækjenda og umsækjenda, sem eiga meðlagsskyld börn á annarra framfæri, skal draga ákveðinn hundraðshluta til jöfnunar við þá, sem hafa börn á eigin framfæri. — Þá er gert ráð fyrir því, að hver einstaklingur eigi að geta haft ákveðnar lágmarkstekjur á sumri, og eru honum reiknaðar þær, en þó því aðeins, að hann hafi engar tekjur haft eða ekki náð að afla þess- Stúdentar reyna að bjarga sér fjárhagslega með einhverju móti. Þeir taka víxla, óhagkvæm skyndilán, því að lánsupphæðin frá lánasjóðnum hrekkur ekki til að brúa umframfjárþörfina. En sumir eiga engan að til þess að skrifa uþp á víxlana og hafa engin tækifæri til þess að auka tekjurnar. Þá eru önnur ráð til. Þannig getur einhleyþur kvenmaður með eitt barn og býr í leiguhúsnæði, stundar nám við HÍ og er á þriðja ári — reynt að „giftast einhverjum, sem á 51 þúsund krónur afgangs.11

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.