Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Qupperneq 23

Stúdentablaðið - 27.11.1969, Qupperneq 23
STÚDENTABLAÐ 23 máltækið, sem segir: „Að ekki séu betri heimskra manna ráð, þótt fleiri komi saman.“ Ljótir strákar Völcuvienn Verðand berst hraustlega gegn lýð- ræðissinnuðum stúdentum og þá um leið félagi þeirra Vöku. Verðandimenn segja, að þeir í Vöku séu ljótir strákar, af því að þeir samþykktu ekki tillögur Verðandi um mannúð til handa bandarískum hermönnum. Bandarísk- ir stúdentar sendu okkur hjálpar- beiðni og báðu urn stuðningsyfirlýs- ingu við þá kröfu, að allir bandarískir hermenn komi strax lieim frá Viet- Nam. Bandarísku stúdentunum finnst ómannúðlegt, að á friðartímum skuli svona margir synir þjóðarinnar, bæði hvítir drengir og negrastrákar, drepn- ir í þágu annarrar þjóðar. I stað þess að bregðast vel við fóru Vökumenn að rövla um alls óskylda hluti, eins og það hvort með þessu yrði tryggður friður í S-Viet-Nam. Þetta var banda- rísk krafa, en ekki Viet-Namisk og var mjög ljótt af Vökustrákunum að bregðást þannig vinum okkar Banda- ríkjamönnum. Bíssnessmenn Mjög er ánægjulcgt, hversu stór- huga Verðandimenn eru og sést, að hér eru fjáraflamenn á ferð. Þeir þrykktu allavegana blöð og auglýsing- ar til styrktar bandarísku kröfunni, og var sumt af þessum pappír borið í hús í Reykjavík, svo ekki hefur upp- lagið verið skorið við nögl. Ekki mun- aði piltana um að halda fund í Há- skólabíói kl. 5 á laugardegi, og hafa áreiðanlega reitt af hendi all ríflega húsaleigu, þar sem fclla varð niður sýningu þeirra vegna. Ætla má, að kostnaður vegna húsleigunnar og þrykksins hafi numið tugum þúsunda talið í íslenzkum krónum. Við hrífumst af því hvernig safna má svo miklu fé á jafn skömmum tíma, og væri ckki ónýtt að fá siíka aflamenn til starfa í þágu okkar stúd- enta. Það er staðreynd, að margir félaga okkar hafa eytt óhemju tíma og erfiði við fjáröflun í þágu stúdenta, og er því gleðiefni, ef framkvæma má hana á einfaldari hátt, svo allir geti helgað sig náminu heilir og óskiptir. Stefán Pálsson. HÓTEL á Hótel LoftleíÖum Ekki eru allir sammála um hvernig bezt er að byrja daginn. Hér er okkar uppástunga: KI. 8 -8« Kl. 8,5-830 KI. 830-845 Hressandi steypibað og heilsusamlegt gufubað í gufubaðstofunni, Hótel Loftleiðum. Góður, styrkjandi sundsprettur og afslöppun í heitri kerlaug í sundlauginni, Hótel Loftleiðum. Kjarngóður, léttur morgunverður í veitingabúðinni Hótel Loftleiðum. og allt þetta hostar aðeíns ViR. 75.- á Hóte 1 Loftleiðum VERIÐ VELKOMIN — Næg bílastæði —

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.