Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 7
APRILGABB MATSÖLUNNAR Félagsstofnun sem bjónustuaðili Til Félqgsstofnunar stúdenta er stofnað. í því skyni að sjá um félagslega þjónustu við stúdenta, en í rekstri, stofnunarinnar hefur það markxnið oft verið þoku hul- ið. Þannigjhafa stúdentar undan- farin ár að meira eða minna leyti hrakist af görðunum yfir sumarmánuðina, en þeir lagðir undir hótelrekstur. Þá muna menn hin sérkennilegu viðhorf fyrri stjórnar Félagsstofnunar til reksturs félagsheimilisins. Þau sjónarmið voru í stuttu máli sagt, að argasti misskilningur væri að krefjast þess að húsið yrði félagsheimili. í því mátti selja bækur og mat, og reka skrifstofur, — það mátti sumsé stunda viðskipti og bírókratast, — en félagsstarfsemi, s.s. dansi- böll og fundir (á öðrum tíma en vinnutíma), var alls staðar betur komið en í félagsheimilinu, að mati Björns Bjarnasonar og fé- laga. Núverandi forráðamenn virð- ast ekki hafa sama mat á hlut- verki félagsheimilis. Þá hafa þeir að nokkru söðlað um, hvað varðar garðvist að sumarlagi, þannig að í sumar fá allir stúd- entar sem þess óska húsnæði á Nýja garði eða í heimavist Sjó- mannaskólans. Þá má ekki gleyma ágætri liðveislu þeirra við að útvega stúdentum utan- ferðir á viðráðanlegu verði. AFTURFÖR MATSÖLUNNAR En í einu atriði hefur rekstri Félagsstofnunar farið aftur. Mat- salan bæði hækkað verð og stytt opnunartíma 1. apríl síðastlið- inn. Við verðhækkunum er víst erfitt að amast í verðbólguþjóð- félagi. Þó vekur það athygli manna, að þegar stórfelld verð- lækkun verður á heilsta hráefni matsölunnar, með efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar, þá telur matsalan sig ekki lengur þurfa að fylgja verðlagi hráefn- is. Hitt er öllu gremjulegra, að matsalan hefur nú opið mun skemur en áður, og eru illskilj- anlegar slíkar ráðstafanir „þjón- ustufyrirtækis". Álíta forráða- menn Félagsstofnunar t.a.m. að stúdentar séu þvílíkir ræflar, að þeir sofi fram eftir öllum morgnum? Eða hvernig á maður að skilja að skyndíilega ,rétt fyr- ir próf, þegar lestraráhugi er sem mestur, tekur matsalan upp á því að opna ekki fyrr en kl. níu? Og eiga viðskiptamenn matsölunnar að kaupa sér mat á rándýrum veitingahúsum á laug- ardags- og sunnudagskvöldum? Matsalan tekur nefnilega ekki við þeim eftir fimm. Því hefur verið borið við, að um tvennt hafi verið að velja: enn meiri hækkun á matarverði eða skertan opnunartíma. Ég á nú bágt með að trúa öðru en að nógu margir myndu kaupa kaffi og meðlæti milli átta og níu á morgnana til þess að borga ein- um manni, sem sæi um einföld- ustu veitingar. Og sama gildir um sunnudagsmorgna, a.m.k. í prófum, en 1. apríl tók mat- salan upp á því að opna ekki fyrr en klukkan tólf á hádegi. RÍKIÐ Á AÐ GREIÐA NIÐUR MATINN Annars eru svona smá Iag- færingar ekki mergurinn máls- ins. Við hljótum að krefjast þess að vel sé búið að félagslegum þörfum stúdenta, að félagsleg neysla sé efld. Nærtækt diæmi um félagslega neyslu er sam- eiginlegt át stúdenta í mötu- neyti sínu. Augljóst er, að auk þess sem slíkt basði sparar mönnum tíma og erfiði við að malla sjálfir oní sig (svo að þeir vinni betur fyrir ölmusunum), þá veitir ekki af að stúdentar hittist örlítið oftar svona rétt til að skoða hver annan eða máski segja nokkur orð. Auðvitað á ríkið að greiða niður matinn í matsölunni. Ef fæðiskostnaður í matsölu væri lagður til grundvallar fjárþarfar- útreikningum Lánasjóðs, kæmu niðurgreiðslur á matnum til baka í lægri námslánum. Og ríkið myndi að sjálfsögðu græða á þessari tilhögun, því að betri- borgarabörnin halda auðvitað á- fram að sækja mat sinn og vit í föðurhús. . - .....- - - --- KAFFIHÚS í KJALLARA 1 Og fyrst 'við Votum áð tala um félagslega aðstöðu, hvað hef- ur eiginlega gerst í hinu gamla baráttumáli Stúdentablaðsins, að- stöðunni í kjallara Gamla garðs? Við sveium bæði Félagsstofnun og Stúdentaráði, ef ekki verð- ur í haust búið að koma þar á laggirnar kaffistofu sem væri opin öll kvöld og um helgar og gæti orðið lyftistöng öllu fé- lagsstarfi og byltingarsinnuðum hugmyndum. gg Molar að utan Við erlenda háskóla er kosið í stjórnir stúdlentafélaga og í stúdentaráð, engu síður en hér. Fyrir fróðleiks sakir verður hér gerð grein fyrir kosningum sem nýlega hafa farið fram á Norðurlöndum. Við háskólann í Oslá varný- lega kosið í stjórn Stúdenta- félags. í þeim kosningum átt- ust við háskóladeild Sósíalíska kosningabandialagsins, sem er nokkurs konar systurflokkur Alþýðubandalagsins, og Röd front, sem aðallega er borið uppi úr félögum úr Komm- únistaflokki verkamanna, en sá flokkur líkist Fylkingunni öllu meira heldur en KSML. Úrslit kosniniganna urðu þau að SV fékk 390 atkvæði, en Röd front 950. Þess ber að geta, að kosningarétt höfðu einungis þeir sem sýnt höfðu einhverja virkni í félagsstarf- semi Stúdentafélagsins síðast- liðinn vetur, en mæting á tveim fundum er lágmark til að fá að kjósa. Þá hafa þær fréttir borist frá Svíþjóð, að hægri menn hafi unnio þar, eins og undan- farin ár, en í Svíþjóð er kos- ið póstkosningum. Við háskólann J Árósura.var nýlega kosið í helstu stjórnar- stofnanir. Þar unnu vinstri menn yfi r-bux&sigiy; yf i r svo- nefndum „hægfara" stúdentum. HVERS VEGNA ÆTT- IRÐU AÐ GANGA I HÁSKÓLA? — þegar þú getur fengið Stúd- entablaðið sent hcim til þín. Árgjald kr. 600. Áskriftarsimi 15959. « Veröandiþáttur Ábyrgðarmaður Eiríkur Brynjólfsson AÐALFUNDUR Aðalfundur Verðandi var haldinn 21. apríl L Félagsstofnun Stúdenta. Á fundinum voru framin venjuleg aðalfundarstörf: for- maður las upp skýrslu fráfarandi stjórnar, Víetnamfulltrúi dreifði skýrslu sinni o.s.frv. Einnig gáfu yfirlit yfir störf sín tvær nefnd- ir er skipaðar voru á seinasta aðalfundi: laganefnd og stefnu- skrárnefnd. Kom laganefnd með nokkrar breytingatillögur við lög Verðandi. Merkustu breytingarn- ar er samþykktar voru, eru að taka upp félagsgjöld,, og jafn- framt verður spjaldskrá haldin um félagsijnenn. Stefnusícrárnefnd hafði til at- hugunar stefnuskráruppkast er lagt hafði /rxið fram á aukaað- alfundi. Á grundvelli þess samdi stefnuskrárnefnd nýja stefnuskrá sem var samþykkt með smávægi- legum breytingum eftir að starfshópar höfðu fjallað um það. Er ætlunin að stefnuskrá verði gefin út í sumar. Á fundinum urðu nokkrar deilur um afstöðuna til 1. maí. Var ákveðið að Verðandi gerð- ist aðili að Rauðri verkalýðsein- ingu, og tók Verðandi þátt í undirbúningi RVEI. Á fundinum var úthlutað fjór- um ferðastyrkjum er Stúdenta- skiptasjóður hafði veitt Verðandi til að koma á samskiptum við hliðstæðar stúdentahreyfingar er- lendis. Styrkirnir voru veittir til ferða til Noregs, Frakklands, Þýskalands og Kína. Sveinn R. Hauksson var end- urkjörinn Víetnamfulltrúi Verð- andi. Ný stjórn var kosin á aðal- fundinum, og skipa hana eftir- taldir menn: Eiríkur Brynjólfsson, for- maður. Magnús S. Magnússon, vara- formaður. Jóhannes Ágústsson, gjaldkeri. Áskell Kárason, ritari. Málfríður Lorange, meðstjórn- andi. SUMARSTARFIÐ 1. Félagsfundir verða haldnir einu sinni í mánuði í sumar. Verður listi yfir fundartíma sendur út til félagsmanna í byrj- un júní. Mun þar og gerð nán- ari grein fyrir sumarstarfinu, og geta þeir er áhuga hafa nálgast þessi plögg á skrifstofu S.H.Í. cg S.Í.N.E. 2. Fagkrítískum hópum er ædunin að koma á fót við H.Í., með stuðningi góðra manna sem stunda nám erlendis og hafa þar kynnst álíka starfsemi. 3. Leshringjum er ætlað að byrja starf í lok júní. Geta á- hugamenn látið skrá sig til þátt- töku á skrifstofu S.H.Í. og S.Í.N.E. 4. Að öðru leyti vísast til áð- urnefnds bréfs. Við eigum enga mynd af Ei- ríki formanni, svo að við setj- uni andlegan lciðtoga hans, Alain Krivine, í staðinn. STÚDENTABLAÐIÐ — 7

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.