Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 13
Sakborningar Framhald af bls. 10. við mann sem blaðið nefndi dr. Sigmund Magnússon prófessor. Maður svo titlaður finnst að vísu ekki innan læknadeildar en lík- lega er hér átt við Sigmund Magnússon blóðmeinafræðing og dósent, hverju svo sem þetta titlatog er um að kenna. Gagn- rýndi Sigmundur þar „orðbragð- ið í blaðinu um prófessora, klámfengna brandara um kenn- ara, og einnig þau skrif þar sem Jóhann Axelsson var sakaður um fölsun.“ Af þessu viðtali mátti þá alls ekki ráða hvað væri aðalsakarefnið. Var þetta þó í fyrsta sinn sem lækna- deild tíndi til ákæruatriði. Annað gerðist ekki í málinu fyrr en þeir A.K., S.F. og H. B. komu fram með langa greinar- gerð um málið. Segjast þeir fé- lagar koma með greinargerðina „vegna blaðaskrifa um málið,“ sex vikum eftir að þeir báru fram tillögu sína á deildarfundi. Með öðrum orðum, ekki var nein nauðsyn á því að láta sak- borninga vita ákæruatriðin, svo þeir gætu staðið fyrir máli sínu, heldur var ályktunin keyrð í gegnum deildarfund án rök- stuðnings eða umræðna. Þetta atriði eins og margt annað í þessu leiðinlega máli sýnir glögglega hug sumra fyrirmanna læknadeildarinnar til stúdenta. Um miðjan mars tók síðan Há- skólaráð málið fyrir, og daginn eftir birti dagblaðið Tíminn stutt viðtal við Jóhann Axelsson og auk þess bréf hans til Háskóla- ráðs um málið. Verða Jóhans þætti gerð nánari skil síðar í þessari greinargerð. 2. Þremenningaþáttur og Sigmundar 1 greinargerð þremenninganna kemur loks í ljós, hvert sakar- efnið er að þeirra dómi. Það er m.ö.o. fölsunargreinin, og eru skrif þeirra að mestu um hana. Þar leiða þeir sín rök að því að tiJJaga stúdenta sem áður var getið um haustpróf hafi ekki verið breytingartillaga heldur viðaukatillaga, eins og hún var samþykkt í Háskólaráði. Þessu til sönnunar leggja þeir fram ljósrit af tillögu stúdenta og benda á að ekki standi þar, að hér sé um breytingartillögu að ræða. Auk þess telja þeir það rök í málinu að tveir þeirra hafi greitt tillögu stúdenta atkvæði, enda talið hér um að ræða við- aukatillögu. Því er til að svara, að tillaga þessi var skrifuð í miklum flýti, vegna þess að komið var að atkvæðagreiðslu um máiið, og auk þess rak fund- arstjóri Sigmundur Magnússon eftir því að fá tillöguna skrif- lega strax. Fulltrúar stúdenta á fundinum sáu auðvitað strax, að með margnefndri haustprófstil- Jögu deildarforseta, var verið að takmarka mjög réttindi stúdenta og komu því fram með breyting- artillögu sína sem andsvar við þessu. Ef tillaga þeirra væri við- aukatillaga eins og þeir þre- menningar halda fram gengur hún í raun lengra í takmörkun- arátt en hin. Það væri furðulegt svo eliki sé tneira sagt ef stúd- entar legðu slíka tillögu fram. Sú röksemd þeirra þremenn- inga, að þeir hafi greitt tiilög- unni atkvæði er einnig næsta léttvæg. Samkvæmt þeirra eigin rökstuðningi, eru það jafn sterk rök fyrir málstað stúdenta. Sigm. Magnússon greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sigmundur var nefni- lega fundarstjóri á þessum fundi og vissi því mætavel, að hér var um breytingartillögu að ræða en ekki viðaukatillögu. Þann 14. 1. ’73, 4 vikum eftir þennan fund boðaði þessi sami Sigmundur til fundar í kennslu- nefnd. Hróðmar Helgason full- trúi stúdenta á fundinum segir, að þar hafi Sigmundur lagt fram tillögu til reglugerðarbreytingar þess efnis, að haustpróf í lækna- deild yrðu eingöngu endurtekn- ingarpróf. Var þetta efnislega sama tillagan og lögð var fram á deildarfundi þeim, er áður var getið. í útsendri fundargerð af mundinum segir svo: „Sigmundur Magnússon lagði fram drög að reglugerðarbreyt- ingu (m.a. um vor- og haustpróf samkvæmt fundarboði) (innskot okkar).“ Hróðmar Helgason lýsti sig andvígan því að haustpróf yrðu eingöngu fyrir þá, sem hefðu fallið á vorprófi eða verið iöglega forfallaðir. Hann taldi að taka þyrfti skýrt fram að aðal- próftími væri að vori en mönn- um þó leyft að velja á rnilli." Ekki er hér skráð, hvernig til- iaga Sigm. hljóðaði, en fundar- gerðin gefur það fyllilega í skyn. Fundargerðir kennslunefndar eru að vísu ekki löglegar fremur en aðrar slíkar í læknadeild, en eru þó sendar fundarmönnum til staðfestingar gegn venju um fundargerðir deildarfunda og verða því að teljast öllu merkari plögg. En hver var eiginlega tilgang- ur þessa fundar ef þeir þre- menningarnir hafa rétt fyrir sér? Samkvæmt þeirra málflutn- ingi og plaggi sem 12 kennarar þ. á m. Sigmundur skrifa undir, hafði tillaga stúdenta verið sam- þykkt sem viðaukatillaga og því engin þörf að ræða þessi mál frekar. Samt kallar Sigmundur saman fund og ber fram tillögu, sem hann ásamt fleirum telur nú, að hafi verið samþykkt mán- uði áður. Þykir nú rétt að syngja með skúldinu siglfirska: Og Jesús fæddist í :;;Nazaret:;: ja þá varð ég nú alveg bet, :;: halelúja :;: 3. Þáttur Jóhanns Á Háskólaráðsfundi þ. 12. 3. var þetta margfræga mál loks tekið fyrir og þar mætti Jóhann Axelsson fyrir hönd læknadeild- ar og lagði fram í málinu bréf sitt til rektors, greinargerð þeirra þremenninga, undirskrift 12 kennara læknadeildar þess efnis að málflutningur hans væri réttur og aul< þess fundargerðir læknadeildar. 1 bréfi sínu fer Jóhann þess á leit við Háskóla- ráð, að það „hnekki róginum" (þ.e. að hann hafi hagrælt bók- unum deildarfundar) og skipi rannsóknarnefnd í málið til þess. Auk þess biður Jóhann um það, að í ljósi fornrar vináttu sinnar við stúdenta verði öll refsing látin niður falla, „enda næg refsing að hafa nafn sitt bendl- að við KIPPILYKKJU“. Há- skólaráð ákveður þá, að skipa rannsóknarnefnd í málið og féllst Jóhann á það, enda þótt upphaflegur tilgangur muni hafa verið, að háskólaráð lýsti læltna- nema sökudólga í málinu án við- hlítandi rannsóknar. Lagði hann þó ekki fram formlega tillögu þess efnis. Hins vegar var bókað eftir deildarforseta, að næg gögn væru fram komin í málinu. En lítum nánar á þessi gögn, sem Jóhann telur svo óvéfengj- anleg. Þar er fyrst að telja grein- argerð þeirra þremenninga sem gerð hefur verið skil hér á und- an. 1 öðru lagi eru það fund- argerðir læknadeildarfunda. Eru þær vægast sagt hæpin gögn, enda ólöglegar. Fundargerðir skal samþykkja og undirrita í fundarlok eða í upphafi næsta. Þetta er ekki gert í læknadeild. Síðast er svo um að ræða vitnis- burð 12 kennara, þar sem þeir staðfesta málstað Jóhanns Það rif jast upp, að þeir eru að mestu leyti hinir sömu og greiddu því atkvæði að skjóta málinu til Há- skólaráðs án þess að hafa litið blaðið KIPPILYKKJU augum. t þessu atriði stendur reyndar staðhæfing gegn staðhæfingu og verða báðir aðilar að treysta á minnið eitt, þar sem fundargerð- ir eru ólöglegar og marklausar. Annars vegar standa þá stúd- entarnir 5, sem sátu fundinn, og auk þeirra Margrét Guðnadóttir sem ber, að málflutningur þeirra sé réttur. Hins vegar standa kennararnir 12. Hvorir hafa á réttu að standa? 1 þessu máli var verið að f jalla um brýnt hagsmunamál stúd- enta, þar sem reýnt var að tak- marka rétt þeirra. Fulltrúar stúdenta snerust til varnar í þessu máli með breytingartil- lögu. Þeir voru aktívir þátttak- endur í málinu og því harla ó- líklegt að þeir muni ekki hvað gerðist á fundinum. Sumir 12 menninganna höfðu áður borið við minnisleysi, og einn aðalpáfi þeirra, S. F., sagt „að minni manna hrykki ekki svona langt." Með einhverjum undraverðum hætti hafa þessir menn nú fengið minnið aftur. Lokaorð Nú er hið fræga KIPPI- LYKKJUMÁL vonandi að kom- ast á lokastig. Rannsóknarnefnd liefur verið skipuð í málið, þar sem í eiga sæti auk Gauks Jör- undssonar þeir Davíð Davíðsson og Hróðmar Helgason. Vonandi lýkur þessi nefnd störfum innan tíðar svo einhver botn fáist í þetta mál. Heíur nefndin að vísu ekki enn verið kölluö saman. Hér er um að ræða einhverjar alvarlegustu deilur, sem upp hafa risið innan læknadeildar milli stúdenta og kennara. Það er vel, að þessir aðilar hafa nú loks farið að talast við á jafn- réttisgrundvelli og láta það í ljós sem þeim býr í brjósti. 1 þessu máli fannst stúdentum sem gengið væri á sinn rétt og létu það í ljós í íjölrituðu mál- gagni, í stað þess að láta sitja við óánægjutuldur yfir kaffibolla, eins og alltof oft hefur verið stefna stúdenta. Læknadeild Hf gengur nú í gegnum mikla örðugleika. 1 sam- anburði við ýmsar erlendar læknadeildir hefur hún mjög dregist aftur úr og útskrifar því verr hæfa einstaklinga en sam- bærilegar deildir t.d. á Norð- urlöndum. Auk þess er yfirvofandi mikil offjölgun í læknastétt hérlendis og enginn veit hvaða stefnu þau mál geta tekið. Á þessum tímum hlýtur það að vera skylda stúd- enta að gagnrýna það sem þeir telja miður í læknadeild og mót- mæla því Iiarðlega, ef þeim finnst gengið á rétt sinn. Þess vegna verðum við að vona að blöð á borð við Kippilykkju eigi eftir að sjá dagsins ljós oftar en verið hefur og stúdentar láti ekki hjal um brottrekstur kveða sig í kútinn. Kaupmannahafnarferðir Félagsstofnun stúdenta hefur samið við ferða- skrifstofuna Sunnu um ódýrar ferðir fyrir stúdenta til Kaupmannahafnar í júlí n.k. Farn- ar verða tvær ferðir, þ. 1. júlí og 8. júlí og komið heim úr báðum ferðunum þann 22. júlí. Verð kr. 8.800,00. Ferðaskrifstofan Sunna veitir frekari upplýs- ingar um ferðirnar. Félagsstofnun stúdenta Styrkur til háskólanáms í Belgíu Belgíska mennlamálaráðuneytið býður fram styrk handa ís- lendingi til háskólanáms í Belgíu háskólaárið 1974-75. Styrk- urinn er ætlaöur til framhaldsnáms eða rannsókna að loknu prófi frá háskóla eða listaskóla. Styrktímabilið er 10 mán- uðir frá 1. október að telja, og styrkfjárhæðin er 8.000 bclg- ískir frankar á mánuði, auk þcss scm styrkþegi fær innritunar- og prófgjöld endurgreidd, og cnnfremur fær styrkþegi sérstak- an styrk til óhjákvæmilegra bókakaupa. Styrkurinn gildir ein- göngu til náms við háskóla þar scm franska er kennslumál. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 25. júní n.k. Með urnsókn skal fylgja æviágrip, grcinargcrð um fyrirhugað nám eða rannsóknir, staðfest afrit prófskírteina, hcilbrigðisvottorð og tvær vegabrcfsljósmyndir. — Sérstök umsóknarcyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 28. maí 1974. LAUS STAÐA Kcnnarastnöu við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar. — Kcnnslugreinar: Eðlisfræði og efnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um námsfcril og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 24. júní n.k. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og hjá skólameistara. Menntamálaráðuneytið, 24. maí 1974. Úr íþróttalíflnu: B0RD- { TENNISMÓT VERÐANDI Nýlega hélt Ping-pongdeild Verðandi hið árlega mót sitt. Voru keppendur með alflesta móti eða 18, en mótið var haldið í félagsheimili deildar- irrnar í kjallara Gamla garðs. Eftir harða og tvísýna keppni varð formaður Verð- andi, Eiríkur Brynjólfsson, hlutskarpastur og hlaut hann sextán vinniniga. í öðru til þriðja sæti voru verkamenn- irnir Hjörleifur Sveinbjörns- son og Kristján Pétur Sigurðs- son með fimmtán vinninga. Þröstur Haraldsson blaðamað- ur lék gestaleik og varð hann í átjánda sæti með einn vinn- ing. Að mótinu loknu hélt Gest- ur Ólafsson erindi um díal- ektík pingpongíþróttarinnar og rakti þau áhrif sem hugsun Maó Tse-tung hefur haft á þróun hennar. Var gerður góð- ur rómur að máli hans, en p i ngpongh á t íð i n n i Iauk með veislu sem formaður Verðandi efndi til að heimili sínu að Laugavegi 33a. Nokkrum dögum síðar fór fram skákkeppni Verðandi. Varð Jón Guðni Kristjánsson hlutskarpastur, en Þórólfur Hafstað hlaut annað sætið. Er mikill hugur í Verðandimönn- um að efla nú sem mest í- þróttalíf félagsins, enda líkams- rækt nauðsynleg hverjum sósí- aiista, sem veit hvert þjóðfé- lagsþróunin stefnir. (absent). STÚDENTABLAÐIÐ — 13

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.