Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 12
Öflugur Háskóli —
Forsenda framfara
Ágætu stúdentar.
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, er orðin leið á þeim hráskinnaleik sem hátíðarhöld 1. des. eru orðin.
Þessi dagur er orðinn bitbein fylkinganna sem einhver fylkingapólitísk uppákoma. Vaka tekur ekki þátt í slíku lengur.
Aðgerðir Vöku í þessu máli eru tvíþættar:
1) Vaka mun núna bjóða fram efni sem allir stúdentar geta sameinast um og kemur fylkingapólitík ekkert við.
2) Vaka mun heilshugar taka þátt í endurskipulagningu hátíðarhaldanna með hinum fylkingunum strax eftir áramót
þannig að varanleg og sæmandi lausn fáist á því að 1. des. öðlist sína fyrri virðingu á ný.
Við ætlum okkur að halda létta og skemmtilega hátíð núna í ár þar sem aðalatriðið verður að fagna þeim merka áfanga
sem vannst í sjálfstæðisbaráttu íslendinga með fullveldinu 1918. Þessi verður grunntónninn
en inn í ætlum við að flétta málefnið:
ÖFLUGUR HÁSKÓLI - FORSENDA FRAMFARA
Við munum kappkosta að hafa samvinnu við Háskólayfirvöld þannig að þetta geti orðið sannkallaður
HÁTI'ÐISDAGUR STÚDENTA.
Háskólinn þarf verulega á því að halda að bæta ímynd sína í þjóðfélaginu.
Stúdentar og starfsmenn við H.í. eru enginn sér þjóðflokkur, nám er ekkert pjatt heldur nauðsynleg forsenda framfara.
Fyrir Háskólann í heild er ekki til betra tækifæri en 1. des. til að ná þessum markmiðum fram. Og fyrir stúdenta
eru góð og vel skipulögð 1. des. hátíðarhöld besta tækifærið sem til er, til að auka vægi málflutnings stúdenta
og tiltrú á þeim í þjóðfélaginu.
VERTU MEÐ
Frarnboð í Vöku 1. des.:
• Bjarni Árnason, lögfræði
• Emelía Bára Jónsdóttir, hjúkrunarfræði
• Eyjólfur Sveinsson, verkfræði
• Kristinn Gylfi Jónsson, viðskiptafræði
• Margrét Hilmisdóttir, franska
• Skúli V. Ólafsson, tölvunarfræði
• Stefán Guðlaugsson, verkfræði
12
STÚDENTABLAÐIÐ