Stúdentablaðið - 01.10.1985, Blaðsíða 28
EKKó EKKó EKKó
„Stúdentaleikhúsið virðist œtla að vera eina apparatið sem mœtir ári œskunnar
eins og á að gera. “ Með þeim orðum lauk Páll Valsson leikdómi sínum um EKKÓ
í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins.
Undir þau orð vil ég taka. Þessi leikför stúdentaleikhússins er hið merkilegasta
framtak. En nóg um það.
Það var fádœma hress hópur sem kom í bœinn þann 24. september eftir mikla
reisu. Stúdentablaðið notaði fyrsta tœkifæri sem gafst og tók tvo úr hópnum tali.
Það voru þau Ágúst Karlsson sem er á öðru ári í sálfræði og Asta Arnardóttir sem
er að hefja nám í bókmenntafræði.
Pað var ekki við
Hringdnir au
annað
að allir sem voru <
salnum feng)u
að vera
með á myndinm.
ðkennaÁstuog
Fyrsta spurningin var auðvitað sú
hvort þau væru ekki þreytt eftir ferð-
ina?
„Nei, nei, það er enginn þreyttur,“
sögðu þau einum rómi. „Maður kemur
endurnærður úr svona ferð,“ bætti
Ágúst við.
En hvað gera þau í sýningunni?
Ágúst: „Eg spila á gítar í hljómsveit-
inni. Það er hún sem heldur fjörinu
uppi.“
Ásta: „Það eru nú allir sem halda
fjörinu upp“ —„já auðvitað“ grípur
Ágúst fram í „þetta byggist allt á
samvinnu. Hún Ásta leikur Afró.“
„Afró er ein úr klíkunni,“ bætir Ásta
við.
Hvað gerðuð þið svo á þessum
fjórum vikum?
Ásta: „Þetta voru 22 sýningar á 21
stað. Við þurftum að gera bókstaflega
allt. Dagurinn gekk þannig fyrir sig að
við vöknuðum snemma“ „það fór nú
eftir því hversu langt var í næsta
áfangastað“ greip Ágúst fram í og Ásta
hélt áfram: „já, eftir morgunmat var
lagt af stað, ekið þangað sem leiðin lá
og þar var byrjað á því að snæða heitan
mat, annað hvort í mötuneytum frysti-
húsanna eða á einhverju hótelinu.“
Ágúst: „Síðan þurfti að koma öllu
dótinu fyrir, láta leikmyndina passa inn
í sviðið, koma fyrir ljósum, gera
hljóðprufanir o.s.frv. Það fóru stund-
um 6 klukkutímar í það allt.“
Ásta: „Við byrjuðum fljótlega á því
að fara um staðina og auglýsa okkur
upp. Fórum í frystihúsin, kaupfélögin
og tókum þar eitt lag úr leikritinu.“
„Ágúst: „Já, það held ég hafi skilað
sér vel.“
Já vel á minnst. Hvað með aðsókn-
ina?
Þau líta hvort á annað áður en þau
byrja bœði að svara. Og raunar verður
ill mögulegt að halda þvísundurgreindu
sem þau segja eftirþað. .S’vo við skulum
bara hafa þetta allt sameiginlegt — það
virðist líka vera vel við hœfi.
„Aðsóknin var misjöfn. Það var
svolítið pínlegt í Stykkishólmi en æðis-
legt á Þórshöfn, eða Borgarfirði eystra;
þar komu 70 manns í 150 manna
þorpi!“
Hvað var þetta eiginlega stór hópur
sent var á ferðinni og hvernig gengu
samskiptin?
„Þetta var ótrúlega samstæður
hópur. Enda var æðislega gaman. í
genginu voru 21 + Andrés leikstjóri
sem stundum var með og stundum ekki
og svo voru tveir bílstjórar.
Aðbúnaðurinn var allavega. Allar
næturnar nema þá fyrstu og síðustu
sváfum við á gólfinu — í samkomuhús-
um eða íþróttahúsum. Mönnum leið
misvel enda með misþykkar dýnur. En
það gekk allt vel.
Á kvöldin eftir sýningar gengum við
alltaf frá öllu í bílana. Eftir það áttum
við frí og dótuðum þá oft saman, fórum
í samkvæmisleiki og fleira. Tvisvar
sinnum fórum við á ball, einu sinni á
sveitaball og svo á busaball á Egilsstöð-
um. Þegar við vorum á Akureyri — við
stoppuðum þar í fimm daga — fórum
við öll saman út í Hrísey og fengum
hina einu sönnu holdanautasteik."
Nú voruð þið heilar fjórar vikur í
ferðinni og gátuð náttúrulega ekkert
28
STÚDENTABLAÐIÐ